Valmynd Leit

Upplýsingalćsi

Markmiđslýsing
Markmiđ kennslu og ţjálfunar í upplýsingalćsi viđ Bókasafn Háskólans á Akureyri er ađ tryggja ađ nemendur séu lćsir á upplýsingar.

Samkvćmt skilgreiningu amerísku bókavarđasamtakanna er upplýsingalćs einstaklingur sá sem veit hvenćr upplýsinga er ţörf og hefur yfir ađ ráđa fćrni til ađ finna ţćr, meta gildi ţeirra og hagnýta ţćr. Upplýsingalćs einstaklingur hefur lćrt hvernig á ađ lćra og afla sér ţekkingar en ţađ er einnig mikilvćgt ađ hann geti nýtt sér ţessa ţekkingu í framtíđinni. Fćrni í upplýsingalćsi stuđlar ađ og er góđur undirbúningur fyrir símenntun einstaklingsins.

Hlutverk frćđslunnar er ađ kynna bókasafniđ fyrir nemendum og ţćr upplýsingalindir, stafrćnar og prentađar, sem ţađ veitir ađgang ađ og kenna ţeim ađ nýta sér ţćr međan á háskólanámi ţeirra stendur. Einnig er lögđ áhersla á mat á gćđum upplýsinga og ađ nemendur geti valiđ úr og notađ ţćr á markvissan hátt.

Lögđ er áhersla á ađ bjóđa öllum nemendum háskólans kennslu og ţjálfun í upplýsingalćsi bćđi viđ upphaf náms og einnig síđar, t.d. vegna vinnu viđ lokaverkefni. Markmiđ hennar skal ávallt vera ađ stuđla ađ ţví ađ nemendur, nćr og fjćr, öđlist fćrni í upplýsingalćsi og verđi sem fyrst sjálfbjarga í heimilda- og upplýsingaleitum.

Nýnemavika
Strax í fyrstu viku fyrsta námsmisseris, í svokallađri nýnemaviku, fá nemendur kynningu á ţjónustu, safnkosti og les- og vinnuađstöđu bókasafnsins. 

Kennslustundir í upplýsingalćsi
Notendafrćđslan fer einnig fram í kennslustundum í upplýsingalćsi sem tengdar eru viđ ákveđin námskeiđ í kennsluskrá. Námskeiđin eru valin í samráđi viđ kennara deilda. Kennurum sem hafa áhuga á slíkri samvinnu er vinsamlegast bent á ađ hafa samband viđ starfsfólk bókasafns. Stefnt er ađ ţví ađ a.m.k. eitt námskeiđ á hverju námsári tengist upplýsingalćsiskennslunni. Ţegar nemendur hafa valiđ sér kjörsviđ á öđru eđa ţriđja ári ţá miđast kennslan viđ sérhćfđ gagnasöfn og heimildaleitir á ţeirra efnissviđi. Kennslan á ţriđja/fjórđa ári miđast viđ undirbúning ađ lokaverkefnum nemenda.

Námskeiđ og stuđningsefni
Auk kennslustunda í upplýsingalćsi er bođiđ upp á námskeiđ og verklegar ćfingar í ákveđnum gagnasöfnum og forritum ef nemendur vilja afla sér aukinnar ţekkingar eđa til upprifjunar.  

Bókađu bókasafnsfrćđing
Bođiđ er upp á 30 mín. viđtöl fyrir einstaklinga og hópa til ađstođar viđ heimildaöflun- og vinnu, m.a. í tengslum viđ val á leitarorđum, gagnasöfnum og viđ notkun RefWorks heimildaskráningarforritsins.

Starfsfólk
Kennarar og annađ starfsfólk háskólans geta einnig óskađ eftir safnkynningum og námskeiđum í einstökum gagnasöfnum. 

Viđ bókun á kennslu, vinsamlega hafiđ samband viđ afgreiđslu bókasafnsins í síma 460-8050 eđa međ tölvupósti, bsha@unak.is.

Síđast uppfćrt 26. ágúst 2015

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu