Valmynd Leit

Ţjónusta

Starfsfólk Bókasafns Háskólans á Akureyri leggur áherslu á góða þjónustu við nemendur og greiðan aðgang að margvíslegum rafrænum gagnasöfnum og tímaritum á fræðasviðum háskólans. Starfsfólk safnsins veitir ráðgjöf og aðstoð við upplýsingaleit auk þess sem áhersla er lögð á kennslu í upplýsingalæsi.

Upplýsingaþjónusta
Bókasafns- og upplýsingafræðingar eru á vakt í afgreiðslu bókasafnsins yfir vetrartímann, mánu-, miðviku- og föstudaga frá kl. 08:00-16:00 og þriðju- og fimmtudaga frá kl. 8:00 - 18:00 og aðstoða við upplýsinga- og heimildaleitir. Aðstoðin er fyrst og fremst fólgin í því að leiðbeina um notkun á safnkosti svo sem handbókum, uppflettiritum og gagna- og tímaritasöfnum.

Kennslugagnadeild veitir ráðgjöf um námsefni og efnisöflun. Nánari upplýsingar um safnið og þjónustu þess er hægt að fá alla virka daga á milli 8:00 og 16:00, einnig er hægt að hringja í 460 8055 / 460 8050 eða senda fyrirspurnir í tölvupósti: bsha@unak.is.

Kennsla og þjálfun fyrir nemendur í upplýsingalæsi og í notkun gagna- og tímaritasafna fer fram í ákveðnum námskeiðum sem valin eru í samráði við kennara deilda. Kennarar og annað starfsfólk háskólans geta einnig óskað eftir kynningum eða stuttum námskeiðum í einstökum gagna- og tímaritasöfnum. Vinsamlega hafið samband við Astrid í síma 460 8051 eða sendið fyrirspurn í tölvupósti: astrid@unak.is.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu