Valmynd Leit

Kennslugagnasafn

Kennslugagnadeild er ætlað að þjóna jöfnum höndum nemendum og kennurum kennaradeildar Háskólans á Akureyri og grunnskóla- og leikskólakennurum á Norðurlandi eystra. Safnkostur deildarinnar er jafnframt opinn öllum þeim sem vilja nýta sér það efni sem þar er. Kennslugagnadeildin er hluti af bókasafni háskólans og er opnunartími sami og bókasafnsins.

Safnkostur er margþættur, m.a. innlendar kennslubækur, erlendar kennslubækur, fræðirit á sviði uppeldis-og kennslumála, handbækur, kennsluforrit, hljóðbækur, myndbönd og tímarit. Handbækur, kennsluforrit og tímarit eru ekki til útláns.

Safninu berast samkvæmt samningi eintök alls efnis sem út kemur á vegum Námsgagnastofnunar, s.s. bækur, myndbönd, hljóðbækur, kennsluforrit, námsspil og kennsluleiðbeiningar. Meginhluti námsgagna sem Námsgagnastofnun gefur út eru til sýnis og útlána á kennslugagnasafninu.

Kennslugagnasafnið veitir margvíslega þjónustu og stendur meðal annars fyrir fræðslufundum yfir vetrarmánuðina og námsefniskynningum fyrir kennara og kennaranema. Kennslugagnasafnið setur einnig upp sýningar af ýmsu tagi.

Kennarar eru hvattir til að koma í heimsókn og kynna sér þá starfsemi sem í boði er. Einnig fá hópar og einstaklingar sérstaka leiðsögn ef þeir boða komu sína með fyrirvara. Upplýsingar um safnið og þjónustu þess er hægt að fá alla virka daga milli 8.00 - 16.00 en einnig er hægt að hringja í síma 460 8055 / 460 8050 eða senda fyrirspurnir í tölvupósti: bsha@unak.is.


Nokkrir áhugaverðir tenglar:

Námsgagnastofnun
Kidlink, alþjóðlegur vefur fyrir börn og unglinga
Barnung, vefur um barna- og unglingabókmenntir
Netla, veftímarit um uppeldi og menntun

Skólavefurinn. Náms- og fræðsluvefur þar sem finna má efni fyrir leik-, grunn-, og framhaldsskóla og fróðleiksfúst fólk á öllum aldri. Smellið á tengilinn IP tölu gátt efst í hægra horni forsíðunnar áður en notkun hefst.
Áskrift Bókasafns HA, opið frá staðarneti háskólans eða VPN

Framhaldsskóli.is er kennslu- og þjálfunarvefur fyrir nemendur í framhaldsskólum. Þar er boðið upp á kennslu- og skýringarefni í helstu námsgreinum framhaldsskólans, auk gagnvirkra og útprentanlegra þjálfunaræfinga. Þar er einnig að finna heildstætt námsefni fyrir staka áfanga. Fylgir áskrift að Skólavefnum. Smellið á tengilinn IP tölu gátt efst í hægra horni forsíðunnar áður en notkun hefst.
Áskrift Bókasafns HA, opið frá staðarneti háskólans eða VPN

Hlusta.is er hljóðbókasíða þar sem hægt er að sækja ógrynni upplesins íslensks efnis til þess að hlusta á í tölvunni, skrifa á geisladiska eða setja á iPod. Þar er  einnig að finna Hlustun og skilning, nýtt námsefni til þjálfunar á hlustunarskilningi. Fylgir áskrift að Skólavefnum árið 2011. Smellið á tengilinn IP tölu gátt efst í hægra horni forsíðunnar áður en notkun hefst.
Áskrift Bókasafns HA, opið frá staðarneti háskólans eða VPN

Lestu.is er fyrsta rafbókasíðan á Íslandi. Síðan er þó ekki aðeins bókasafn fyrir rafbækur heldur einnig bókmenntasíða sem nýtist kennurum og nemendum á grunnskólastigi. Hér verður boðið upp á vandaðar bækur af ýmsu tagi til að lesa beint af tölvunni eða í þeim nýju tækjum sem útbúin hafa verið sérstaklega til þess brúks og eru að ryðja sér til rúms. Fylgir áskrift að Skólavefnum árið 2011. 
Áskrift Bókasafns HA, opið frá staðarneti háskólans eða VPN


Á vef menntamálaráðuneytisins er að finna rafræna útgáfu af Aðalnámskrá grunnskóla.
Frá og með árinu 2007 eru allar námskrár eingöngu gefnar út á rafrænu formi og birtar á vef menntamálaráðuneytis.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu