Valmynd Leit

Millisafnalán

Međ millisafnalánum er átt viđ ţađ ţegar bókaverđir útvega rit sem bókasafniđ á ekki, annađ hvort ljósrit af tímaritsgreinum eđa bćkur, frá öđrum söfnum, innlendum eđa erlendum. Mikil áhersla er lögđ á hrađa millisafnalánaţjónustu á Bókasafni Háskólans á Akureyri.

Ţeir sem eiga gild bókasafnsskírteini er heimilt ađ nýta sér ţessa ţjónustu en bent skal á ađ hún er veitt gegn gjaldi. Ćtlast er til ađ notendur athugi sjálfir hvort ritiđ finnist í leitir.is áđur en beđiđ er um millisafnalán.

Hvernig panta ég millisafnalán?

Beiđnir um millisafnalán skal fylla út í leitir.is. Lánţegar ţurfa ađ skrá sig inn međ notendanafni og lykilorđi til ađ panta efni sem ţegar er til í leitir.is. Ef vandrćđi koma upp viđ innskráningu ţá vinsamlega hafiđ samband viđ bókaverđi.
Ekki ţarf ađ skrá sig inn til ađ panta efni sem ekki finnst í leitir.is. 

Hér eru leiđbeiningar sem sýna hvernig panta skal efni sem ţegar er til í leitir.is:

http://leitir.is/primo_library/libweb/help/Panta_millisafnalan.pdf

Hér eru leiđbeiningar sem sýna hvernig panta skal efni sem ekki er til í leitir.is:

http://leitir.is/primo_library/libweb/help/Panta_millisafnalan_efni_finnst_ekki.pdf


Starfsmenn Háskólans á Akureyri greiđa ekki fyrir millisafnalán en stúdentar greiđa hálft gjald fyrir ljósrit og bókarlán.

Gjaldskrá

Biđtími millisafnaláns

Lögđ er áhersla á ađ sinna öllum beiđnum um millisafnalán innan sólarhrings frá ţví ađ ţćr berast bókasafninu. Í langflestum tilvikum eru greinar komnar frá innlendum söfnum innan tveggja til fimm sólarhringa en bíđa ţarf allt frá fimm til tíu dögum, upp í nokkrar vikur eftir bókum erlendis frá.

Séu upplýsingar ófullnćgjandi má búast viđ töf á afgreiđslu. Beiđnir um millisafnalán eru bindandi og má ţví búast viđ reikningum fyrir ósótt efni.

Brýnt er ađ notendur hafi góđan fyrirvara viđ öflun heimilda.

Lánstími rita
Algengasti lánstími frá innlendum og erlendum söfnum er ţrjár til fjórar vikur.  Afar mikilvćgt er ađ skilafrestur bóka sem fengnar eru međ ţessum hćtti sé virtur. Í sumum tilfellum er hćgt ađ fá lánstíma framlengdan en ţađ veltur á safninu sem á bókina og beiđni um slíkt ţarf ađ hafa borist starfsfólki millisafnalána áđur en lánsfrestur rennur út.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu