Valmynd Leit

Ţjónusta viđ fjarnema

Á bókasafninu er lögð áhersla á að fjarnemar njóti sömu þjónustu og nemendur í staðarnámi.

Þjónusta við fjarnema er m.a. fólgin í ljósritun og sendingu tímaritagreina, póstsendingum á efni til nemenda og millisafnalánum. Það skal þó tekið fram að fjarnemar greiða alla jafna sama verð fyrir þjónustu bókasafnsins og aðrir nemendur.

Fjarnemar geta tengst staðarneti skólans utan frá í gegnum sýndareinkanet eða VPN (Virtual Private Network). Með VPN aðgangi er hægt að nálgast rafræn gögn (tímarit og gagnasöfn) í séráskrift bókasafnsins sem annars eru einungis aðgengileg á tölvum á staðarneti háskólans. Leiðbeiningar um uppsetningu á VPN er að finna á innra vef gagnasmiðju í Uglu.

Fjarnemar geta reiknað með sveigjanlegum útlánatíma á ítarefni á námsbókasafni.

Lögð er áhersla á að bjóða öllum nemendum háskólans kennslu og þjálfun í upplýsingalæsi bæði við upphaf náms og einnig síðar, til dæmis vegna vinnu við lokaverkefni. Markmið fræðslunnar skal ávallt vera að stuðla að því að nemendur, nær og fjær, öðlist færni í upplýsingalæsi og verði sem fyrst sjálfbjarga í heimilda- og upplýsingaleitum. 

Í gegnum Hlöðuna geta fjarnemar nálgast ítarefni vegna námskeiða, gömul próf og annað kennsluefni.

Fjarnemar geta einnig sent fyrirspurnir á tölvupóstfang bókasafnsins bsha@unak.is.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu