Valmynd Leit

Samţykktir

Góðvinir Háskólans á Akureyri - Samþykktir

1. gr. Samtökin heita Góðvinir Háskólans á Akureyri

2. gr. Markmið Góðvina Háskólans á Akureyri er annars vegar að auka tengsl skólans við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti, hins vegar að styrkja og efla Háskólann á Akureyri eftir fremsta megni, fjárhagslega og á annan hátt. Skal þess gætt að félagsmenn hafi greiðan aðgang að starfsemi og þjónustu skólans og að tekjum samtakanna sé ráðstafað til uppbyggingar lærdóms og rannsókna við Háskólann á Akureyri.

3. gr. Félagar í Góðvinum Háskólans á Akureyri teljast þeir sem greiða árgjöld samtakanna; einstaklingar og fyrirtæki. Námsmenn Háskólans á Akureyri eru undanþegnir félagsgjaldi. Greiðsla félagsgjalds þeirra hefst að lokinni brautskráningu frá háskólanum.

4. gr. Aðalfundur Góðvina skal haldinn ár hvert.
Á dagskrá aðalfundar skal vera:
a) skýrsla stjórnar
b) reikningar samtakanna
c) kosning stjórnar, sbr. 5. gr.
d) kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
e) lagabreytingar
f) ákvörðun árgjalds
g) önnur mál

5. gr. Stjórn Góðvina Háskólans á Akureyri skal skipuð fimm einstaklingum og fimm varamönnum. Formaður skal kjörinn til eins árs í senn á aðalfundi sem og tveir stjórnarmenn. Að auki skulu kosnir þrír varamenn til eins árs. Háskólaráð kýs einn fulltrúa í stjórn og einn varamann. Skemmtanastjóri FSHA situr í stjórn og kýs FSHA einn varamann. Kjör fulltrúa háskólaráðs og FSHA skal hafa farið fram fyrir aðalfund.

Stjórn skal skipta með sér verkum og skipa varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda.

Stjórn getur ráðið framkvæmdastjóra Góðvina Háskólans á Akureyri.

6. gr. Ef kjör fulltrúa háskólaráðs og/eða fulltrúa Félags stúdenta í stjórn samtakanna liggur ekki fyrir á aðaðalfundi skal aðalfundur kjósa þá fulltrúa.

7. gr. Í verkahring stjórnar er m.a. að:
a) Gera árlega áætlun um hvaða þætti í starfsemi Háskólans á Akureyri Góðvinir styðji.
b) Halda aðalfund.
c) Varðveita félagaskrá samtakanna og skrá yfir alla útskrifaða kandídata frá Háskólanum á Akureyri.
d) Senda fréttabréf Góðvina til félagsmanna og allra útskrifaðra kandídata.
e) Innheimta og ráðstafa árgjöldum og öðrum fjárframlögum.
f) Gera félagsmönnum kleift að fylgjast með og eiga hlutdeild í fjölþættri starfsemi háskólasamfélagsins t.d. með því að gangast fyrir fræðslufundum og kynningum.
g) Annað sem fellur að markmiðum félagsins.

8. gr. Heimilt er að stofna sérstakar deildir innan samtakanna í tengslum við starfseiningar Háskólans á Akureyri. Stjórn Góðvina Háskólans á Akureyri setur slíkum deildum sérstakar starfsreglur.

9. gr. Tekjur Góðvina eru félagsgjöld, söluhagnaður, frjáls framlög og arður. Fjárframlög til Góðvina má merkja ákveðinni starfsemi í Háskólanum á Akureyri, s.s. rannsóknarstofnunum, tækjakaupum eða sjóðum, nýjum og gömlum. Óskilyrtum fjárframlögum ráðstafar stjórn samtakanna í samræmi við markmið þeirra.

10. gr. Samþykktum þessum er einungis hægt að breyta á aðalfundi samtakanna og skal þeirra getið í fundarboði. Breytingar á samþykktum þurfa að hljóta stuðning a.m.k. 2/3 fundarmanna til að ná fram að ganga.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu