Valmynd Leit

Handbók nemenda


Hér til hægri er hægt að velja málaflokka úr Handbókinni.

Handbók nemenda. Mynd: Auðunn Níelsson

Handbók nemenda er samstarfsverkefni háskólans og nemenda. Henni er ætlað að vera upplýsingarit þar sem nemendur geta leitað upplýsinga um þau fjölmörgu atriði sem þarf að huga að í lífi og námi við Háskólann á Akureyri. Hugmyndin er sú að nemendur geti ávallt leitað í handbókina ef einhverjar spurningar vakna og ef svarið er ekki í handbókinni sjálfri þá geti hún leitt nemandann á réttan stað með álitaefni sitt. Handbókin skiptist í tvo hluta. Í fyrri hluta er fjallað um lífið á Akureyri og ýmis nytsamleg atriði sem tengjast því. Í seinni hlutanum er fjallað um réttindi og skyldur nemenda við HA, meðal annars sú þjónusta sem HA veitir nemendum, kvörtunarferli innan HA og margt fleira.

Í handbókinni er reynt að koma inn á sem flest atriði sem nýtast eiga nemendum í verkefnum daglegs lífs. Fjallað er um atriði varðandi húsnæðismál, hvar hægt er að leita sér að leiguhúsnæði, hvernig ganga skuli frá húsaleigusamningi og sækja um húsaleigubætur. Í kaflanum um nám og fjölskyldulíf er leitast við að veita nemendum með fjölskyldu upplýsingar um hvert skuli leita og hvaða réttindi bjóðast fjölskyldufólki í námi, snýr það m.a. að rétti til barnabóta, foreldrastyrk og LÍN. Auk þess er fjallað um  skólamál á Akureyri og leiðbeint um hvernig sækja skuli um vist í leikskólum og grunnskólum. Að lokum er fjallað um þjónustu við bæjarbúa og þá fjölmörgu möguleika sem Akureyri býður upp á til afþreyingar og skemmtunar, m.a. listasýningar, leikhús, íþróttir og tómstundir. 

Mikilvægt er að nemendur séu meðvitaðir um réttindi sín og skyldur til þess að þeir geti verið virkir þátttakendur í háskólasamfélaginu. Réttindin eru mikilvæg til þess að komið sé fram við þá af sanngirni og heiðarleika og þeir fái þá þjónustu og fræðilegu kennslu sem þeir eiga rétt á. En öllum réttindum fylgir ákveðin ábyrgð og verða nemendur því jafnframt að uppfylla ákveðnar skyldur jafnt og allir aðrir innan háskólans.

Tilgangurinn með því að setja niður slíka réttindaskrá er að leitast við að skýra hvað felst í réttindum og skyldum nemenda og að nemendur hafi greiðan aðgang að þeim upplýsingum ef ágreiningsmál eða vafamál koma upp varðandi samskipti nemenda og starfsfólks. Innifalið í réttindum og skyldum nemenda er þjónusta HA við nemendur sína, m.a. námsmatsreglur, kvörtunarferlar, misferli nemenda og viðurlög við þeim, ráðgjöf og stuðningur og þau hagsmunasamtök sem nemendur geta leitað til.

Handbók af þessu tagi þarfnast reglulegrar endurskoðunar og þróunar. Nemendur eru hvattir til þess að koma með ábendingar um lagfæringar og viðbætur. Það er hagur okkar allra að réttar og nauðsynlegar upplýsingar sé í handbókinni. Nemendum er vinsamlegast bent á að hafa samband við FSHA eða náms- og starfsráðgjafa með ábendingar, en það eru umsjónaraðilar handbókarinnar.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu