Valmynd Leit

Réttindi og skyldur nemenda

Sólborg. Mynd: Daníel Starrason.Nemendur við Háskólann á Akureyri hafa ákveðin réttindi og bera einnig ákveðnar skyldur. Það að vera nemandi í HA þýðir að þú hefur ákveðið að auka á þína persónulegu menntun og þekkingu. En það hefur einnig víðari merkingu að því leyti að þú hefur gerst meðlimur og þátttakandi í samfélagi sem hefur það að markmiði að auka og þróa þekkingu samfélagsins í heild sinni.

Samband nemenda og háskólans er því af allt annarri gerð en venjuleg viðskipta- eða þjónustuviðskipti, nemandinn er ekki eingöngu að sækja þjónustu til háskólans, hann er að taka á sig stærra hlutverk sem hluti af þekkingarsamfélagi sem samanstendur af nemendum, kennurum og starfsmönnum háskólans. Til þess að slíkt samfélag þrífist og blómstri þurfa að gilda ákveðnar reglur um hlutverk hvers og eins innan samfélagsins.

Stór hluti réttinda nemenda felst í reglum sem háskólinn þarf að fylgja til þess að tryggja nemendum akademíska menntun, hverjum nemenda sé tryggt að komið sé fram við hann af sanngirni og réttlæti. Til þess þarf háskólinn að fylgja ákveðnum reglum varðandi námsmat og kennslu.

Hér eru einnig útlistaðar leiðir fyrir nemandann telji hann að ekki hafi verið komið fram við sig í samræmi við reglur háskólans og geti hann þá leitað réttar síns innan kvörtunarferil háskólans. Skyldur nemenda felast í því að fylgja reglum og leiðbeiningum háskólans  og stunda nám sitt samviskusamlega samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til hans.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu