Valmynd Leit

Umsagnir fyrrum nema


Héðinn.
Héðinn Sigurðsson, læknir og M.S. í heilbrigðisvísindum vann rannsóknina: Starfsumhverfi og starfsánægja í heimilislækningum: Reynsla 16 íslenskra heimilislækna sem starfað hafa bæði á Íslandi og í Noregi. Hann segir um námið: „Aðgangur að námi og rannsóknum við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri hefur verið hvalreki fyrir mig sem bý í Húnaþingi og hefði þess vegna ekki getað sótt slíkt nám með vinnu um lengri veg. Allur aðbúnaður hefur verið til fyrirmyndar og einstakt að hægt sé að halda uppi svo öflugu og fjölbreyttu námsframboði. Háskólinn á Akureyri hlýtur að teljast ein best heppnaða einstaka byggðaaðgerð í sögu þjóðarinnar.
   
Sigrún. Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og M.S. í heilbrigðisvísindum vann rannsóknina: Kynferðisleg misnotkun og önnur sálræn áföll í æsku og áhrif þeirra á heilsufar og líðan kvenna. Hún segir um námið: „Meistaranám í heilbrigðisvísindum veitir heilbrigðisstarfsfólki marga möguleika til að bæta þverfaglega þjónustu við skjólstæðinga sína.“
   
Sólrún. Sólrún Óladóttir, iðjuþjálfi og M.S. í heilbrigðisvísindum vann rannsóknina: Skjólstæðingsmiðuð þjónusta : Þróun matstækis og starfsemi á geðdeild FSA. Hún segir um námið: „Námið er vel skipulagt og samþætting milli námslota einstaklega góð. Kennararnir koma úr hinum ýmsu fagstéttum og eru með ólíka menntun og starfsreynslu. Þetta hefur í för með sér að mismunandi sjónarhorn koma fram sem skapar grundvöll fyrir áhugaverðar og lærdómsríkar umræður. Töluverður sveigjanleiki er við val á verkefnatengdum viðfangsefnum og því gefst nemendum gott tækifæri til að tengja efni námsins við eigin áherslu og áhugasvið.“
   
Ástþóra Krstinsdóttir. Ástþóra Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og M.S. í heilbrigðisvísindum vann rannsóknina: Stöðug, stöðug streita: Reynsla kvenna af heimilisofbeldi á meðgöngu. Hún segir um námið: „Námið er vel skipulagt og skemmtilegt. Ég var mjög ánægð með kennarana og leiðbeinanda minn. Það er líka frábært að koma til Akureyrar og skipta um umhverfi og kynnast nýju fólki. Námið nýtist mér vel í starfi mínu sem ljósmóðir og ég er að kynna verkefni mitt fyrir heilbrigðisstéttum til að bæta þjónustu við konur.“
   
Sigrún. Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og M.S. í heilbrigðisvísindum vann rannsóknina: Ég veit ekki hvað það er að líða vel“: reynsla kvenna með geðsjúkdóm af endurteknum áföllum vegna ofbeldis. Hún segir um námið: „Það sem mér fannst skipta máli í náminu við HA var einstaklega hvetjandi viðmót kennara og hlýlegt umhverfi. Námið dýpkaði þekkingu mína og opnaði jafnframt nýja sýn um leiðir og áherslur við vinnu mína innan heilbrigðiskerfisins“. 
   

 

 

 

 Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu