Valmynd Leit

Skiptinám

Erlent skiptinám
Nemendur í hjúkrunarfræði geta sótt um að fara í skiptinám á þriðja ári. Þeir geta sótt um að fara í eitt eða tvö misseri eða eingöngu í klínískan hluta námskeiðs. Umsjónarkennari hvers klínísks námskeiðs sér um nemendur í klínísku námi erlendis.

Verkefnastjóri alþjóðamála Rúnar Gunnarsson, runarg@unak.is ásamt verkefnastjóra klínísks náms í hjúkrunarfræði, Guðfinna Hallgrímsdóttir, gudfinna@unak.is veita nemendum upplýsingar um samstarf HA við erlenda háskóla og þau tækifæri sem þar liggja. Má þar m.a. nefna umsóknir um styrki til nemendaskipta. Sjá samstarfskóla hjúkrunarfræðideildar hér. Einnig geta nemendur fundið upplýsingar um skiptinámið í Handbók um klínísk nám í hjúkrunarfræði.

Umsóknarferli 
Þegar nemandi er á 2. ári setur hann sig í samband við verkefnastjóra alþjóðamála. Nemandi velur sér erlendan háskóla sem hann vill sækja um í og ber námskeiðsval sitt sem og tímabil skiptináms undir verkefnastjóra klínísks náms og formann hjúkrunarfræðideildar.  Þá sækir nemandinn um í skólanum með aðstoð skrifstofu alþjóðamála.
Umsóknarfrestur fyrir komandi skólaár er 1. mars fyrir skiptinám innan Erasmus og Nordplus samstarfs og 15. febrúar innan north2north áætlunarinnar. Verkefnastjóri alþjóðamála aðstoðar nemandann að sækja um ferða- og dvalarstyrki, ef þeir eru í boði.

Ef nemandi ætlar eingöngu að fara í skiptinám í klínískum hluta námskeiðsins,
þá hefur hann samband við verkefnastjóra klínísks náms og fær ráðleggingar um hvar sé hentugt sé að sækja um (land/skóli). Nemandi velur sér land og verkefnastjóri klínísks náms veitir verkefnisstjóra alþjóðamála upplýsingar um það hvaða klínísk námskeið skal sækja um fyrir nemandann. 
Umsóknarfrestur fyrir haustmisseri er 15. mars og vormisseri er 15. nóvember

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu