Valmynd Leit

Mat á fyrra námi

Við iðjuþjálfunarfræðideild starfar matsnefnd. Hlutverk hennar er að meta hvort fyrra nám nemanda geti komið í stað námskeiða sem kennd eru við deildina. Í matsnefnd sitja þrír fulltrúar úr hópi kennara deildarinnar og einn fulltrúi nemenda. Formaður er tilnefndur á deildarfundi en að öðru leyti skiptir nefndin með sér verkum. Matsnefnd getur sett sér viðmið um vinnulag sem verða þá birt nemendum á vef háskólans.
 
Viðmið um mat á fyrra námi

 1. Til þess að unnt sé að meta fyrra nám þarf að liggja fyrir skrifleg beiðni nemanda um slíkt mat ásamt staðfestu afriti af vitnisburði frá þeim skóla eða skólum þar sem námið, sem óskað er eftir að fá metið fór fram. Í umsókninni skal tilgreint hvaða námskeið óskað er eftir að séu metin, á móti fyrra námi. Enn fremur skal fylgja námskeiðslýsing og lesefnislisti viðkomandi námskeiða.
   
 2. Niðurstöður matsnefnda liggja að jafnaði fyrir mánuði síðar. Eftir umfjöllun í deildaráði er umsækjanda send niðurstaða deildaráðs.
   
 3. Matsnefnd getur, eftir því sem ástæða þykir til, sent beiðni um mat á fyrra námi sbr. lið 1, til umsagnar umsjónarkennara þeirra námskeiða sem beðið er um að fyrra nám sé metið á móti.
   
 4. Að jafnaði er fyrra nám ekki metið á móti námi á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri séu meira en fimm ár liðin síðan því var lokið. Nemandi getur ekki útskrifast frá heilbrigðisvísindasviði HA með próf úr námskeiði/námskeiðum sem er eldra en 10 ára.
   
 5. Hjúkrunarfræðingar sem hafa hjúkrunarleyfi á Íslandi og iðjuþjálfar sem hafa starfsleyfi sem iðjuþjálfar á Íslandi geta fengið námið metið sem hluta af BS gráðu í sérskipulögðu námi í viðkomandi faggreinum, sé það í boði.
   
 6. Fylgt skal þeirri meginreglu að annað hvort sé fyrra nám metið á móti heilu námskeiði eða ekki metið. Fyrra námskeið, sem er forsenda matsins, skal að jafnaði samsvara a.m.k. 2/3 hlutum af innihaldi þess námskeiðs sem það á að jafngilda, auk þess sem heildareiningafjöldi þess námskeiðs verður að vera a.m.k. jafn mikill. Séu námskeiðshlutar metnir verða þeir að vera skýrt afmarkaðir svo hægt sé að meta þá sem heild eftir sömu reglu. Námskeið er ekki metið nema nemandi hafi lokið því með einkunninni 6 að lágmarki.
   
 7. Umsækjandi um mat á fyrra námi og/eða umsjónarkennari viðkomandi námskeiða á heilbrigðisvísindasviði getur farið fram á að málið verði tekið fyrir að nýju í deildaráði. Uni nemandi ekki niðurstöðu, er honum bent á kvartanaferli Háskólans á Akureyri.
   
 8. Ef nemandi biður um mat á námskeiðum sem áður voru tekin við heilbrigðisvísindasvið eða eiga sér greinilega hliðstæðu á sviðinu, fer erindið beint til deildaráðs að uppfylltum skilyrðum 4. og 6. gr. Ef nemandi fær námskeiðið (námskeiðin) metið, skal það fært inn á námskeiðsferil nemanda með einkunn. Matsnefndir þurfa að jafnaði ekki að fjalla um slík mál en deildaráð getur leitað álits formanns viðkomandi matsnefndar.
   
 9. Reglur þessar eru ætlaðar til að hafa til viðmiðunar. Allar viðmiðunartölur um einingar (í lið 6) eru hámörk og matsnefnd ekki skylt að meta fyrra nám að hámarki. 

Samþykkt á deildafundi heilbrigðisvísindasviðs 13. mars 2012.

Ferli umsókna:

 1. Umsóknir ásamt fylgiskjölum skal senda til: Skrifstofustjóra heilbrigðisvísindasviðs, Háskólanum á Akureyri, Sólborg, v. Norðurslóð, 600 Akureyri.
 2. Skrifstofustjóri heilbrigðisvísindasviðs sendir umsókn og fylgiskjöl til matsnefndar.
 3. Matsnefnd tekur að jafnaði fyrir umsókn 2 - 3 vikum eftir að hún berst nefndinni.
 4. Tillögur matsnefndar um afgreiðslu umsóknar fara fyrir deildarfund iðjuþjálfunarfræðideildar sem afgreiðir tillögur matsnefndar til deildaráðs.
 5. Deildaráðsfundur afgreiðir umsókn endanlega.
 6. Skrifstofustjóri heilbrigðisvísindasviðs sendir niðurstöðu mats til umsækjanda og afrit til matsnefndar. Skrifstofustjóri sér um að öll matsgögn fari í möppu nemanda í skjalageymslunni og vistar þau í GoPro.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu