Valmynd Leit

Félagsvísindi BA

Félagsvísindi. Mynd: Auđunn Níelsson.

3 ára nám, 180 ECTS einingar, stađarnám og fjarnám

Félagsvísindanámiđ er fjölbreytt námsleiđ ţar sem er lögđ áhersla á ađ skođa samspil einstaklings, samfélags og menningar á ýmsum sviđum mannlífsins út frá forsendum helstu greina félagsvísindanna. Nemendur sérhćfa sig á tilteknum sviđum.

Áherslur námsins

Nám í félagsvísindum er byggt á grundvelli félagsfrćđi, mannfrćđi og stjórnmálafrćđi. Lögđ er áhersla á ađ veita nemendum skilning á eđli hópa, stofnana og samfélaga, forsendum samstöđu og átaka og helstu áhrifaţáttum samfélagsbreytinga. Jafnframt fá nemendur ţjálfun í skipulagningu og framkvćmd rannsókna af ýmsu tagi. Nemendur hafa umtalsvert val í námi sínu og geta t.d. lagt sérstaka áherslu á byggđafrćđi, ferđamálafrćđi, kynjafrćđi, norđurslóđafrćđi, ţróunarhagfrćđi og ćskulýđsfrćđi. Mögulegt er ađ taka hluta námsins viđ ađra innlenda eđa erlenda háskóla.

Smelltu hér til ađ sjá nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins.

Möguleikar ađ námi loknu

Nám í félagsvísindum er krefjandi og opnar ýmsar dyr. Hinn fjölbreytti grunnur námsins nýtist til starfa hjá hinu opinbera og í einkageiranum, hérlendis jafnt sem erlendis. Brautskráđir nemendur hafa ţví náđ góđum árangri á vinnumarkađi. Nám í félagsvísindum er jafnframt mjög góđur grunnur fyrir hvers konar framhaldsnám á sviđi félagsvísinda viđ íslenska og erlenda háskóla.  

Eru félagsvísindi fyrir ţig?

  • Hvers vegna fremja sumir glćpi en ađrir ekki?
  • Hvađ er máliđ međ jafnrétti kynjanna?
  • Hvađa áhrif hefur hlýnun jarđar á fólkiđ á norđurslóđum?
  • Hvar liggja valdaţrćđirnir í samfélaginu?
  • Hvađa máli skiptir fjölmiđlanotkun ungs fólks?
  • Eru byggđir landsins í sókn?

Fyrirkomulag námsins

Háskólinn á Akureyri leggur áherslu á ađ bjóđa sveigjanlegt nám ţar sem búseta nemenda getur veriđ međ margvíslegum hćtti. Margir nemendur kjósa ađ stunda nám sitt sem stađarnám á Akureyri og nýta ţau tćkifćri sem slíkt nám gefur til meiri og persónulegri samskipta viđ samnemendur, kennara og annađ starfsfólk. Ađrir nemendur kjósa ađ stunda nám sitt annars stađar frá á landinu og nýta margvíslega tćkni til ađ eiga samskipti međ rafrćnum hćtti. Eftir ţví sem tćkninni hefur fleygt fram hafa skilin milli stađarnáms og fjarnáms orđiđ sífellt óskýrari og búseta hefur sífellt minni áhrif á námsumhverfi og samskipti nemenda. Ţannig sćkja stađarnemar jafnt sem fjarnemar fyrirlestra af netinu og blandast saman í umrćđu- og verkefnahópum.

Allir nemendur ţurfa nokkrum sinnum á námstímanum ađ sćkja stuttar kennslulotur á Akureyri ţar sem megináhersla er á verkefnavinnu og umrćđur. Á haustmisseri fyrsta árs eru tvćr slíkar lotur en svo ađ jafnađi ein á hverju misseri eftir ţađ. Í mörgum námskeiđum er notast viđ símat. Námsmat fer ţá fram ađ hluta eđa jafnvel öllu leyti utan reglulegrar prófatíđar og getur međal annars faliđ í sér hlutapróf, ritgerđir, skýrslur, dagbćkur eđa ţátttöku í kennslustundum. Skrifleg próf (hlutapróf og lokapróf) eru haldin á Akureyri en einnig á nokkrum öđrum viđurkenndum prófstöđum. Nemendum sem vilja ţreyta próf annars stađar en á Akureyri er bent á ađ kynna sér vel hvađa stađi er um ađ rćđa og ţćr reglur sem um slíkt gilda.

Áhersla á rannsóknir

Auk formlegra ađferđafrćđinámskeiđa fá nemendur umtalsverđa ţjálfun í skipulagningu og framkvćmd rannsókna og framsetningu á niđurstöđum fyrir almenning og frćđimenn. Gagnasöfn viđamikilla alţjóđlegra og innlendra rannsókna standa nemendum í félagsvísindum jafnframt til bođa og margvísleg tćkifćri gefast til náinnar samvinnu kennara og nemenda viđ slíkar rannsóknir.

Framhaldsnám

BA-próf í félagsvísindum er góđur grunnur fyrir framhaldsnám í fjölmörgum greinum félagsvísinda. Nemendum međ BA-próf í félagsvísindum gefst jafnframt kostur á rannsóknartengdu meistaranámi í félagsvísindum viđ HA. Nemendur í slíku námi ljúka einu misseri af námskeiđum á meistarastigi viđ HA eđa ađra viđurkennda háskóla, en námiđ felst ađ stćrstum hluta í viđamiklu rannsóknarverkefni undir leiđsögn reyndra rannsóknarmanna.

Sonja Gunnarsdóttir

 

"Námiđ í félagsvísindum viđ HA er bćđi fjölbreytt og skemmtilegt. Ţađ veitir frábćran grunn fyrir framtíđarstarf og fyrir frekara nám á ýmsum sviđum."

Sonja Gunnarsdóttir
enskukennari í Barcelona

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu