Valmynd Leit

Fjölmiđla- og bođskiptafrćđi MA/diplóma

Fjölmiđlafrćđi. Mynd: Auđunn NíelssonHáskólinn á Akureyri í samstarfi viđ Háskóla Íslands býđur upp á framhaldsnám í fjölmiđla- og bođskiptafrćđi. Tvenns konar námsleiđir eru á ţessari námsleiđ. Annars vegar er 30 eininga diplómanám og hins vegar 120 eininga MA nám. Námiđ er samstarfsverkefni háskólanna og eru námskeiđ ýmist kennd frá HA eđa HÍ.

Áherslur námsins

Fjölmiđlar, áhrif ţeirra og notkun eru međal mikilvćgustu viđfangsefna félagsvísinda í dag og í ţessu námi er tekist á viđ ţetta viđfangsefni međ ţađ ađ markmiđi ađ nemendur geti unniđ sjálfstćtt ađ rannsóknum og greiningu á ţessu sviđi. Kennarar námsins eru helstu sérfrćđingar á sínu sviđi og koma frá Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands og úr atvinnulífinu.

Fyrir hverja er námiđ?

Meistaranámiđ er tilvaliđ fyrir ţá sem áhuga hafa á samfélagsmálum og hyggja á framhaldsnám sem getur nýst í mjög margvíslegum störfum. Diplómanámiđ hentar hins vegar vel ţeim sem vilja skerpa skilning sinn á hlutverki og áhrifum fjölmiđla en vilja ekki fara í meistaranám. Diplómanámiđ gćti ţannig hentađ vel međ vinnu.

Inntökuskilyrđi

Nemendur sem lokiđ hafa a.m.k. BA, BS eđa BEd prófi geta fariđ í ţetta nám. Fyrstu einkunnar er krafist í MA námiđ, en í diplómanám geta nemendur međ lćgri einkunn fariđ og nái ţeir 1. einkunn í diplómanáminu geta ţeir haldiđ áfram í MA námiđ. Námskeiđ í diplómanámi yrđu metin inn í MA námiđ, náist tilskilinn árangur.

Fyrirkomulag náms

MA námiđ skiptist í frćđilegan grunn međ skyldunámskeiđum og bundnu vali annars vegar og svo valnámskeiđum og meistararitgerđ hins vegar. Námskeiđin eru ýmist kennd viđ HÍ og HA. Hluti af skyldunámskeiđum eru í ađferđafrćđi og eru ţau námskeiđ ekki samkennd. Ađferđafrćđinámskeiđin viđ HA eru í fjarnámi.

Möguleikar ađ námi loknu

Auk rannsókna, greininga eđa kennslu á vegum stofnana eđa fyrirtćkja, koma til greina stjórnunarstörf á fjölmiđlum eđa tengdum stofnunum, hjá alţjóđastofnunum, stjórnmálaflokkum, samtökum eđa fyrirtćkjum sem eiga mikiđ undir samstarfi viđ fjölmiđla s.s. auglýsingastofum. Ennfremur í hvers konar störfum sem fást viđ greiningu og miđlun upplýsinga.

Kynningarbćklingur námsins

 

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu