Valmynd Leit

Lögfrćđi ML

ML lögfræði við Háskólann á Akureyri. Mynd: Auðunn Níelsson.2 ára nám, 120 ECTS einingar, staðarnám 

Við Háskólann á Akureyri er boðið tveggja ára nám á meistarastigi í lögfræði sem lýkur með prófgráðunni Magister Legis (ML). Sú prófgráða, í framhaldi af þriggja ára BA-prófi í lögfræði, jafngildir hefðbundnu fimm ára námi til embættisprófs í lögfræði (cand.jur.)

Áherslur námsins
Áherslan í náminu er á hagnýta íslenska lögfræði, jafnt á sviði opinbers réttar, einkamálaréttar, refsiréttar og réttarfars. Þannig verða nemendur mjög vel í stakk búnir til að takast á við lögfræðistörf sem lögmenn, lögfræðingar hjá opinberum stofnunum eða einkafyrirtækjum eða dómarar. Kennslu annast fastir kennarar deildarinnar auk starfandi lögfræðinga. Námið fer fram á íslensku.

Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði í ML nám í lögfræði er BA-gráða í lögfræði frá HA eða önnur sambærileg prófgráða. Almennt er miðað við heildareinkunn 7 að lágmarki (eða sambærilega einkunn í öðru einkunnakerfi). Nemendur sem uppfylla ekki framangreind inntökuskilyrði geta þó sótt um í ML námið og metur deildin slíkar umsóknir hverja fyrir sig.

Kennsluskrá
Sjáðu yfirlit yfir áfanga og skipulag námsins í námskrá. 


Ég bý vel að þeirri þekkingu og reynslu sem ég öðlaðist í laganáminu, en þar lærði ég m.a. að skoða hlutina með gagnrýnum hætti sem er mikilvægt í störfum mínum sem lögmaður."

Júlí Ósk Antonsdóttir
hdl.-lögmaður og eigandi Lögmannsstofunnar IRIS

 

   Júlí Ósk.

 

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu