Valmynd Leit

Vettvangsnám

Vettvangsnám og ćfingakennsla viđ kennaradeild Háskólans á Akureyri
Vettvangsnám og ćfingakennsla er mikilvćgur ţáttur í kennaranámi. Ábyrgđin er ekki ađeins háskólans heldur einnig fagstéttarinnar sjálfrar og leik-, grunn- og framhaldsskóla. Kennarinn er haldreipi skólastarfs og mennta ţarf kennara sem hafa trausta ţekkingu í undirstöđuţáttum kennarastarfsins og fćrni til ađ beita henni í starfi.

Kennaranám er ţáttađ ţekkingu og fćrni og sá vefur er afgerandi fyrir velferđ nemans eftir ađ út í starf er komiđ. Ţessir tveir ţćttir námsins eiga ađ spegla hvorn annan ţannig ađ ţekking úr námskeiđum sé starfsgerđ og neminn fćri međ sér til baka í nám sitt nýja reynslu.

Ţetta leggur grunninn ađ hćfni kennaranemans til ađ ţroska faglega og kennslufrćđilega ígrundun. Til ţess ađ svo megi verđa ţarf öflugt samstarf starfsţróunarskóla og kennaradeildar ţar sem viđurkennt er ađ hagsmunir samstarfsađila eru gagnkvćmir. Vettvangsnám og ćfingakennsla gera kröfur til sjálfstćđis og ábyrgđar nemans sjálfs í náminu. Leiđbeining frá bćđi leiđsagnarkennara og öđrum kennurum starfsţróunarskólans er jafnframt lykilatriđi í ađ ţróa starfshćfni nemans. Leitast er viđ ađ nemar fari ekki oft í sama skóla međan á kennaranáminu stendur. 

Gert er ráđ fyrir ađ vettvangsnám kennaranema í fimm ára námi viđ kennaradeild fari fram í fimm hlutum:
1.
  Á fyrsta ári, haustmisseri, er skólaheimsókn í tengslum viđ skólafrćđinámskeiđ. Nemar dvelja í tvo daga á vettvangi. Í ţessum heimsóknum er lögđ áhersla á ađ nemar fái sýn yfir valda ţćtti skólastarfs og kynnist skólanum sem vćntanlegum vinnustađ.
2.  Á öđru ári, haustmisseri, fara nemar á vettvang í viku og tengist námiđ völdum námskeiđum misseris. Áćtlađ er ađ vettvangsnámiđ fari fram í skólum utan ţéttbýlis  međ áherslu á samkennsluskóla.
3.  Á öđru ári, vormisseri, fara nemar á vettvang í eina viku og tengist námiđ völdum námskeiđum misseris. Markmiđiđ međ heimsóknum á öđru ári er ađ nemar fylgist međ kennslu, skođi verklag, kennsluađferđir og vinnu međ börnum/nemendum.
4.  Á ţriđja ári, vormisseri, fara nemendur í sex eininga vettvangsnám í skóla í tíu daga. Námiđ á vettvangi beinist ađ meginhluta til ađ starfi og samskiptum í kennslurýminu, áćtlanagerđ og mati á árangri. Vettvangsnámiđ er í raun sambland af ađstođarkennslu og ćfingakennslu. Ţess er vćnst ađ nemi kynnist ţví hvađ felst í daglegu starfi kennara međ börnum/nemendum, tengslum frćđa og starfs og hvernig má mćta mismunandi ţörfum einstaklinga svo eitthvađ sé nefnt. Ennfremur fćr hann kennslureynslu. Ţriđja áriđ í íţróttafrćđum er ađ mestu kennt á vettvangi.
5.  Á fimmta ári, haustmisseri, er ţrjátíu eininga vettvangsnám og ćfingakennsla og stendur alla önnina. Fimm fyrstu vikurnar eru nemar í vettvangsnámi, VEN1510, og síđan tíu vikur í ćfingakennslu, ĆFK1520, í sama skóla og kenna sem nemur tuttugu kennslustundum/800 mínútum á viku. 

Nemar međ BA/BS gráđu ljúka 120 eininga kennaranámi á tveimur árum 
Nemendur sem innritast í MEd nám og stefna ađ réttindum til kennslu í leik- og grunnskóla taka námskeiđin VEN1510 og ĆFK1520, samanber liđ 5 hér fyrir ofan. Nemendur sem stefna ađ kennslu í framhaldsskóla geta ekki tekiđ ţau námskeiđ á ţví skólastigi. Í ţess stađ geta ţeir valiđ um tvćr leiđir:

  • Ađ taka námskeiđin VEN1510 og ĆFK1520 á unglingastigi í grunnskóla. 
  • Ađ taka námskeiđiđ VĆK1510 (vettvangsnám og ćfingakennsla) í framhaldsskóla og jafnframt 20 bóklegar einingar á meistarastigi ađ eigin vali, innan eđa utan HA. VĆK1510 er í bođi á bćđi haust- og vormisseri.

 Nemar sem innritast í diplómanám í leikskólafrćđum ljúka 120 einingum á tveimur árum 

  • Á 1. ári fara nemar á vettvang í tvo daga á haustmisseri (liđur 1). Auk ţess fara nemendur í sex eininga vettvangsnám á vormisseri. Ţar eru nemar í leikskóla í tíu daga. Námiđ á vettvangi beinist ađ meginhluta til ađ starfi og samskiptum inni á deild. Ţess er vćnst ađ nemi kynnist ţví hvađ felst í daglegu starfi kennara međ börnunum, tengslum frćđa og starfs, samskiptum og hvernig má mćta mismunandi ţörfum barnanna svo eitthvađ sé nefnt.
  • Á 2. ári fara nemar á haustmisseri og vormisseri á vettvang í tengslum viđ tiltekin námskeiđ misseris (liđur 2 og 3). Auk ţess fara nemendur í sex eininga vettvangsnám og ćfingakennslu á haustmisseri (liđur 4).

Sérstakur starfsţróunarsamningur er gerđur milli leik- og grunnskóla og Háskólans á Akureyri um framkvćmd vettvangsnáms og ćfingakennslu.

Starfsţróunarskólar í samstarfi viđ Háskólann á Akureyri.

Nánari áćtlanir um vettvangsnám og ćfingakennslu eru í kennsluáćtlun hvers námskeiđs

Verkefnisstjóri vettvangsnáms og ćfingakennslu
Verkefnisstjóri hefur yfirumsjón međ skipulagi og framkvćmd vettvangsnáms og ćfingakennslu allra kennaranema. Hann fylgist međ gćđum námsins og hefur forystu um úrbćtur í samráđi viđ brautarstjóra kennaradeildar og námsnefnd. Hann er tengiliđur deildarinnar viđ skóla og alla ađila sem koma ađ vettvangsnámi og ćfingakennslu innan og utan deildar.

Verkefnisstjóri vettvangsnáms og ćfingakennslu:
Ţorgerđur Sigurđardóttir.Ţorgerđur Sigurđardóttir
Netfang: thorgerdursig@unak.is
Sími 460 8587

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu