Valmynd Leit

Viđmiđ um mat á fyrra námi

Reglur matsnefndar kennaradeildar hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri

Matsnefnd kennaradeildar starfar í umboði deildarfundar. Hún fjallar um og metur fyrra nám nemenda. Hér að finna eyðublað vegna erinda til matsnefndar.

I.   Hlutverk og uppbygging

 1. Hlutverk matsnefndar er að meta fyrra nám nemenda óski þeir þess.
 2. Í nefndinni sitja þrír fastir kennarar deildar. Þeir eru kosnir á deildarfundi í maí/júní til tveggja ára í senn en kjörtímabil nefndarinnar hefst í ágúst. Nefndarmenn skipta með sér verkum. Brautarstjórar starfa með nefndinni eftir því sem við á hverju sinni. Félag nemenda við deildina hefur rétt til að kjósa einn aðalfulltrúa í nefndina og einn varafulltrúa. Fulltrúi nemenda tekur ekki þátt í störfum nefndarinnar en hefur málfrelsi og tillögurétt.

II.  Fyrra háskólanám nemenda

 1. Nemandi sem lokið hefur námskeiðum við aðrar háskólastofnanir getur sótt um að fá þau metin inn í samsvarandi nám við kennaradeild. Í meistaranámi og viðbótarnámi má að jafnaði aðeins meta helming viðkomandi náms og nemandi á bakkalárstigi skal að jafnaði ljúka sem svarar a.m.k. einu námsári við deildina af þremur.
 2. Matsnefnd metur hvort fyrra háskólanám nemanda getur komið í stað námskeiða sem kennd eru í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri.
 3. Til þess að unnt sé að meta fyrra háskólanám þarf að liggja fyrir skrifleg beiðni nemanda um slíkt mat, á þar til gerðu eyðublaði, ásamt staðfestu afriti af vitnisburði frá þeim háskóla eða háskólum þar sem námið sem óskað er eftir að fá metið fór fram. Í matsbeiðninni verður að tilgreina hvaða námskeið við kennaradeild er sótt um að verði metin og hvaða námskeið frá öðrum háskólum geti talist jafngild. Einnig skulu fylgja námskeiðslýsingar og einingafjöldi þeirra námskeiða sem óskað er eftir að fá metin. Matsbeiðni skal vera undirrituð og jafnframt komi fram, heimilisfang og kennitala umsækjanda. Senda skal matsbeiðni til skrifstofu hug- og félagsvísindasviðs. . Skrifstofan heldur til haga öllum gögnum er varða matið.
 4. Matsnefnd skal, eftir því sem kostur er á, senda beiðnir, sbr. síðustu grein, til umsagnar umsjónarkennara þeirra námskeiða sem beðið er um að fyrra nám sé metið á móti. Þetta skal gert áður en mat fer fram nema fyrir liggi mat á sams konar umsókn.
 5. Fyrra nám ekki metið á móti námi í kennaradeild Háskólans á Akureyri séu meira en tíu ár liðin síðan því var lokið. Háskólapróf, embættispróf og önnur lokapróf má þó viðurkenna sem heildir þótt þau séu eldri hafi umsækjandi starfað á því fagsviði sem menntunin nær til eða skyldu fagsviði a.m.k. þrjú ár af sl. fimm árum.
 6. Fylgt skal þeirri reglu að annað hvort sé fyrra nám metið á móti heilu námskeiði eða ekki metið. Einstök námskeið eru metin á móti heilu námskeiði. Til að námskeið sé metið að fullu skal það að jafnaði samsvara a.m.k. 75% af innihaldi þess námskeiðs sem það á að jafngilda, auk þess sem heildareiningafjöldi þess námskeiðs verður að vera a.m.k. jafn mikill.
 7. Stök námskeið úr fyrra háskólanámi fást aðeins metin hafi umsækjandi hlotið í þeim að lágmarki einkunnina 6. Námsheildir úr fyrra námi fást aðeins metnar hafi umsækjandi hlotið í þeim meðaleinkunnina 6 eða hærra.
 8. Matsnefnd er heimilt að meta heildstætt misserisnám, eða eftir atvikum lengra nám, sem jafngildi samsvarandi náms við kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs HA án þess að innihald einstakra námskeiða uppfylli til fulls þau skilyrði sem sett eru í grein II.6. Skilyrði fyrir þessu mati er að fyrra námið sé á sömu eða sambærilegum sviðum og kennd eru í kennaradeild. Heimilt er að meta heildstætt fyrra nám sem ígildi kjörsviðs/áherslusviðs/kjarna.
 9. Matsnefnd afgreiðir mál þannig að umsækjanda um mat á fyrra háskólanámi er send niðurstaða nefndarinnar. Viðkomandi brautarstjóra, einkunnaskráningu og eftir atvikum umsjónarkennara viðkomandi námskeiðs/námskeiða sem eru metin skulu send afrit af bréfum nefndarinnar. Ef matsnefnd er ekki sammála um afgreiðslu máls sendir hún tillögu meirihluta og minnihluta til deildarráðs sem tekur ákvörðun í málinu.
 10. Umsækjandi eða umsjónarkennari viðkomandi námskeiðs getur áfrýjað ákvörðun matsnefndar til deildarráðs.
 11. Reglur þessar eru meginreglur til viðmiðunar. Allar viðmiðunartölur um einingar eru hámörk og náms- og matsnefnd er ekki skylt að meta fyrra nám að hámarki.
 12. Starfsmaður skrifstofu kennaradeildar skráir ákvarðanir nefndarinnar og sendir viðkomandi nemanda og öðrum sem málið varðar sbr. 9. grein þessara reglna. Nefndarmaður skráir efni funda og yfirlit afgreiðslna í fundargerð.

Reglur þessar samþykktar í mars 2013.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu