Valmynd Leit

Miđstöđ skólaţróunar

Miđstöđ skólaţróunar er sjálfstćđ eining/deild innan hug- og félagsvísindasviđs HA. Hlutverk hennar er ađ vera gagnkvćmur farvegur ţekkingar út til starfandi kennara í skólum landsins og frá ţeim inn í háskólann. Viđfangsefni miđstöđvarinnar lúta ađ hvers konar ţróunar- og umbreytingastarfi í leik-, grunn-, framhalds- og háskólum. Hún annast ráđgjöf og frćđslu til kennara, stjórnenda skóla og annars fagfólks er starfar ađ frćđslumálum. Ásamt kennaradeild hefur hún forgöngu um ađ kynna kennurum nýjungar á sviđi skóla- og kennslumála, stendur fyrir rannsóknum á skólastarfi og heldur ráđstefnur. Miđstöđ skólaţróunar annast umsýslu samnings Háskólans á Akureyri viđ Akureyrarbć um sérfrćđiţjónustu viđ skóla bćjarfélagsins.

Fagleg ábyrgđ á starfsemi miđstöđvar skólaţróunar er á hendi forstöđumanns. Laufey Petrea Magnúsdóttir sinnir nú ţví starfi. Viđ miđstöđ skólaţróunar starfa sérfrćđingar í menntavísindum. Auk ţeirra koma kennarar úr kennaradeild ađ vinnu fyrir miđstöđina.

Innan miđstöđvarinnar hefur orđiđ mikil uppbygging margvíslegrar ţekkingar á undanförnum árum, til dćmis um stjórnun og forystu, námskrárvinnu, samskipti heimilis og skóla, lćsi, lestrarkennslu og ritun, stćrđfrćđikennslu yngri barna, einstaklingsmiđun í skólastarfi, teymiskennslu og fjölbreytta starfshćtti í skólum, námsmat, fagmennsku kennara og starfsţróun, starfendarannsóknir og sjálfsmat. Dćmi um verkefni á vegum miđstöđvar skólaţróunar eru: Byrjendalćsi, Lćsi til náms, Fágćti og furđuverk og Byrjendastćrđfrćđi.

Starfsfólk miđstöđvar skólaţróunar:

  • Laufey Petrea Magnúsdóttir, forstöđumađur
  • Ásta María Hjaltadóttir, sérfrćđingur
  • Íris Hrönn Kristinsdóttir, sérfrćđingur
  • Sigríđur Ingadóttir, sérfrćđingur
  • Ragnheiđur Lilja Bjarnadóttir, sérfrćđingur
  • Rannveig Oddsdóttir, sérfrćđingur
  • Sólveig Zophoníasdóttir, sérfrćđingur
  • Ţóra Rósa Geirsdóttir, sérfrćđingur

 

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu