Valmynd Leit

38% aukning umsókna viđ HA

Alls sóttu 1.615 manns um skólavist viđ Háskólann á Akureyri fyrir skólaáriđ 2017-2018, sem er met í sögu skólans. Um er ađ rćđa 38% fjölgun frá árinu áđur en ţar skipar lögreglufrćđin stóran sess. Umsóknirnar eru 443 fleiri en í fyrra. Ţar af eru 232 umsóknir um lögreglunám en séu ţćr reiknađar frá er aukningin 18%.

Flestir sóttu um viđskiptafrćđi eđa 263. 255 sóttu um nám í hjúkrunarfrćđi og eins og komiđ hefur fram sóttu 232 um nám í lögreglufrćđi. 156 hyggja á nám í sálfrćđi á komandi misseri. Utan ţessa er aukning umsókna mest í meistaranámi í lögfrćđi; á síđasta misseri sóttu 9 um en nú hyggjast 33 stunda námiđ viđ HA. Ađeins hallar á umsóknir í kennarafrćđi, en ţar er fćkkun um 11%.

Á síđasta ári var allt grunnnám í bođi sem sveigjanlegt nám. Ţetta er sérstađa Háskólans á Akureyri sem hefur löngum veriđ í fararbroddi í fjarnámi. Nú er ţví svo háttađ ađ ţađ skiptir ekki lengur máli hvort námiđ er stundađ á stađnum eđa annars stađar frá, allir fyrirlestrar eru teknir upp og verkefnum er skilađ rafrćnt á kennsluvef. Nemendur geta kosiđ ađ koma í tíma og margir nýta sér ţá persónulegu ţjónustu ađ hitta á kennara sína ţegar ţörf er á. Tvisvar til ţrisvar á misseri koma nemendur svo saman í lotur á Akureyri ţar sem mikiđ er lagt upp úr verkefnavinnu, verklegri ţjálfun og samtölum.

Eyjólfur Guđmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, er mjög ánćgđur međ ţennan fjölda umsókna og er stoltur af ţeim glćsilega árangri sem starfsfólk háskólans hefur náđ á síđustu árum. Er ţetta ţriđja áriđ í röđ ţar sem veruleg fjölgun nemenda verđur viđ skólann. Hann bendir hinsvegar á ađ svona mikil fjölgun nemenda setji enn frekari byrđar á starfsmenn skólans: „Ţegar viđ tökum á móti nýnemum í haust verđur ađ tryggja ađ viđ getum veitt sömu persónulegu ţjónustu og viđ höfum veitt fram ađ ţessu. Skólinn er kominn mjög nćrri ţeim nemendafjölda sem viđ viljum hafa til lengri tíma litiđ og jafnvel spurning hvort, eđa frekar hvenćr, taka verđi upp ađgangstakmarkanir inn í háskólann í heild sinni.“ Rektor segir HA vilja geta stutt nemendur sína til náms og góđra verka ţannig ađ öllum nemendum HA líđi vel og ađ ţeim finnist ţeir tilheyra háskólasamfélaginu. „Umfram allt er ţetta ţó stađfesting á ţví ađ nám viđ Háskólann á Akureyri er eftirsótt enda kröfuhart nám sem byggir á sterkum frćđilegum grunni í persónulegu námsumhverfi,“ segir Eyjólfur Guđmundsson, rektor Háskólans á Akureyri.

Á árinu fagnar Háskólinn á Akureyri 30 ára afmćli en engin háskólastofnun hefur vaxiđ eins hratt og hann. Fyrir tíu árum voru nemendur undir 1.000 en nú eru ţeir vel yfir 2.000. Frá upphafi hefur Háskólinn á Akureyri brautskráđ rúmlega 4.000 nemendur.


Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu