Valmynd Leit

Félagsgerđ Akureyrar 1785-2000

Félagsgerð Akureyrar 1785-2000Út er komin bókin Félagsgerð Akureyrar 1785-2000: Upphaf og þróun þéttbýlis, stéttaskiptingar, stjórnmála og atvinnulíf eftir Hermann Óskarsson dósent við Háskólann á Akureyri. Útgefandi er Háskólinn á Akureyri.

Hér á landi hafa fáar félagsfræðilegar rannsóknir verið gerðar á upphafi nútíma stéttaskiptingar, en efnið var hugleikið brautryðjendum félagsfræðinnar, Weber, Marx og Durkheim. Í kjölfar kreppunnar 2008 hefur umræða aukist í samfélaginu um íslenska félagsgerð og misskiptingu auðs og áhrifa. Efni bókarinnar er innlegg í þá umræðu.

Í bókinni er fjallað um félagsgerð Akureyrar frá 1785 til 2000 með áherslu á myndun verkalýðsstéttar. Bókin byggir á greinum sem flestar hafa birst áður á opinberum vettvangi. Varpað er ljósi á upphaf byggðar á Akureyri, þróun markaðssamfélags og stéttaskiptingar, einkum mótun verkalýðsstéttar. Fjallað er einnig um þróun atvinnulífs og stjórnmála. Stuðst er við upplýsingar manntala og önnur opinber gögn, og rannsóknir fræðimanna.

Hermann Óskarsson dósentHermann Óskarsson er dósent í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Hann lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla í Svíþjóð þar sem hann sérhæfði sig í félagslegri lagskiptingu og stéttaskiptingu. Hermann hefur kennt heilsufélagsfræði með áherslu á félagslega dreifingu heilbrigði við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri síðan 1987.


Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu