Valmynd Leit

Fjöruverđlaunin

Fjöruverđlaunin, bókmenntaverđlaun kvenna, eru veitt árlega í ţremur flokkum: flokki fagurbókmennta, flokki frćđibóka og rita almenns eđlis, og flokki barna- og unglingabókmennta.

Brynhildur Ţórarinsdóttir, dósent viđ Háskólann á Akureyri og forstöđumađur Barnabókaseturs, er tilnefnd til verđlaunanna fyrir barna- og unglingabókina Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir.

Í rökstuđningi dómnefndar segir:

Frásögnin er lipur, myndrćn og vel byggđ, persónusköpun er lifandi og eru börnin dregin skýrum dráttum ţar sem sumarfríiđ reynist ţeim ţroskandi og er lesandi ekki frá ţví ađ tognađ hafi ćrlega úr ţeim eftir ćvintýrin. Börnin tvö eru ađalpersónurnar og kastljósinu beint ađ ţeirra hugđarefnum en fullorđnir ađeins til stuđnings framvindunnar, börn ţurfa jú ađ nćrast og hafa einhvern ramma en annars leika ţau lausum hala.

Myndskreytingar Bergrúnar Írisar Sćvarsdóttur glćđa söguna lífi en er stillt í hóf svo ímyndunarafliđ fćr ađ njóta sín.

Eftirfarandi höfundar og bćkur eru tilnefndar:

Fagurbókmenntir

Flórída eftir Bergţóru Snćbjörnsdóttur
Slitförin eftir Fríđu Ísberg
Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur
Dómnefnd skipuđu Bergţóra Skarphéđinsdóttir, Guđrún Lára Pétursdóttir og Salka Guđmundsdóttir.

Frćđibćkur og rit almenns eđlis

Íslenska lopapeysan: Uppruni, saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur
Leitin ađ klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur
Undur Mývatns: Um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Jökulsdóttur
Dómnefnd skipuđu Helga Haraldsdóttir, Sigurrós Erlingsdóttir og Ţórunn Blöndal.

Barna- og unglingabókmenntir

Lang-elstur í bekknum eftir Bergrúnu Íris Sćvarsdóttur
Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir eftir Brynhildi Ţórarinsdóttur
Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Dómnefnd skipuđu Arnţrúđur Einarsdóttir, Sigrún Birna Björnsdóttir og Ţorbjörg Karlsdóttir.

Tilgangur Fjöruverđlaunanna er ađ stuđla ađ aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöfundastétt til dáđa.

 


Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu