Valmynd Leit

Fólkiđ í HA: Anna Borg

Anna Borg Friđjónsdóttir er fyrrum nemi í Verslunarskóla Íslands og flutti til Akureyrar til ađ nema sjávarútvegsfrćđi.

Getur ţú sagt okkur ađeins frá sjálfri ţér?

Ég er 22 ára úr Kópavogi og útskrifađist 2014 sem stúdent frá Versló. Eftir útskrift ákvađ ég ađ skođa fyrst heiminn og ferđast. Haustiđ 2015 tók ég síđan ákvörđun um ađ flytja til Akureyrar og hefja nám í sjávarútvegsfrćđi viđ Háskólann á Akureyri. Eftir ađ hafa búiđ alla mína ćvi á höfuđborgasvćđinu ţá var ţetta skemmtileg tilbreyting og raunar besta ákvörđun lífs míns til ţessa.

Hver er hin hliđin á Önnu?

Ég elska ađ ferđast og reyni ađ nýta hvert tćkifćri sem gefst til ađ ferđast bćđi hér heima og utanlands. Mér finnst mjög gaman ađ fara á snjóbretti og finnst fátt betra eftir langan lćrdómsdag en ađ fara upp í Hlíđafjall og renna mér nokkrar ferđir til ţess ađ tćma hugann.

Hvers vegna varđ sjávarútvegsfrćđi viđ HA fyrir valinu?

Hugmyndin kviknađi ţegar ég var ađ vinna á flćđilínunni hjá fiskvinnslufyrirtćki. Ţá fór ég ađ velta ţví fyrir mér hversu mikilvćgur sjávarútvegurinn er í okkar samfélagi. Ţađ eru miklir framtíđarmöguleikar í greininni og viđ Íslendingar stöndum mjög framarlega á ţessu sviđi. Ţví ber ađ ţakka ţeirri gríđarlegu nýsköpun og verđmćtaaukningu sem hefur orđiđ í íslenskum sjávarútvegi á síđustu árum.

Anna Borg, nemandi í sjávarútvegsfrćđi

Hvernig myndir ţú lýsa „dćmigerđum“ nema í sjávarútvegsfrćđi?

Ég held ađ ađ ţađ sé ekki til nein steríótýpa af sjávarútvegsfrćđingi. Ég myndi segja ađ í sjávarútvegsfrćđinni sé fjölbreyttur hópur fólks sem kemur alls stađar af landinu og sem deilir sameiginlegum áhuga á sjávarútvegi. 

En jú, ţeir sem ekki ţekkja til ímynda sér örugglega manneskju í slorgallanum međ vonda fiskilykt. En sú er nú sannarlega ekki raunin.

Hvađ svo?

Ţetta er góđ spurning. Ţađ er kostur viđ sjávarútvegsfrćđina hve fjölbreytt hún er og býđur upp á marga möguleika ađ loknu námi. Mig langar í meira nám tengt viđskiptafrćđi, líklegast alţjóđaviđskipti og markađssetningu. Hins vegar er alveg eins líklegt ađ ég taki smá pásu til ađ vinna og sjái svo í framhaldinu hvađ ţađ er sem ég vil sérhćfa mig í.

Hvernig er félagslífiđ í HA?

Félagslífiđ er frábćrt! Ég hefđi aldrei getađ ímyndađ mér ţađ svona skemmtilegt. Mađur labbar um ganganna og alltaf mćti ég einhverjum sem ég ţekki úr öllum deildum. Bara gaman!

Ţađ er mikil og góđ samheldni innan Stafnbúa, sem er félag okkar sjávarútvegsfrćđinema. Ţađ er mjög mikilvćgt ţví námiđ verđur svo miklu skemmtilegra í góđum félagsskap.

Hvađ kom ţér mest á óvart viđ ađ flytja til Akureyrar?

Ţegar ég ákvađ ađ flytja til Akureyrar hafđi ég litlar sem engar vćntingar. Ég hafđi aldrei búiđ annars stađar en á höfuđborgasvćđinu og vissi ţví ekki alveg viđ hverju ég átti ađ búast. En ég sé svo sannarlega ekki eftir ţessari ákvörđun! Mér líđur eins og ég hafi grćtt einn klukkutíma í sólarhringnum ţví ég er ekki föst í umferđarteppu á hverjum morgni. Svo er líka mjög gott ađ hafa Hlíđarfjall svo nálćgt ţví ţá getur mađur bara hoppađ upp í fjall og rennt sér nokkrar ferđir.

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ lífiđ hér á Akureyri hafi fariđ fram úr öllum mínum vćntingum.

Anna Borg, nemandi í sjávarútvegsfrćđi

Hvađ hefur ţú hugsađ ţér ađ gera í framtíđinni međ ţessa menntun?

Ég vona ađ međ ţessari menntun geti ég komiđ ađ og lagt mitt af mörkum í ţessari miklu framţróun sem hefur orđiđ í sjávarútvegi á undanförnum árum.

Hvađ á ađ gera í sumar?

Síđasta sumar fékk ég vinnu hjá Iceland Seafood viđ ađ selja ferskan fisk til útlanda. Ég stefni á ađ vinna ţar aftur í sumar ţví ţađ er gaman ađ fá tćkifćri til ađ vinna viđ ţađ sem mađur er ađ mennta sig í og ţá um leiđ tengja námiđ viđ atvinnulífiđ.

Getur ţú gefiđ nýstúdentum sem hyggjast sćkja um nám viđ HA nokkur ráđ?

Ég var mjög stressuđ ţegar ég flutti til Akureyrar. Ég hélt ađ ég myndi ekki kynnast neinum og myndi bara vera alltaf ein heima hjá mér. En ţađ var alls ekki raunin. Ég eignađist marga mjög góđa vini fljótt og viđ erum ţéttur hópur í sjávarútvegsfrćđinni en ţađ er einmitt ţađ sem hefur haldiđ mér á Akureyri síđustu tvö ár, hversu ţéttur og samheldinn hópur viđ erum.

Ţannig ađ eina ráđiđ mitt er bara DO IT! Ekki hika! Ţiđ munuđ ekki sjá eftir ţví!

Hvers muntu sakna mest frá HA ađ loknu námi?

Félagslífsins! Aldrei hefđi mig grunađ ađ ég ćtti eftir eignast svona marga góđa vini alls stađar af landinu og ţví verđur erfitt ađ kveđja HA ţegar ađ ţví kemur.


-Fólkiđ í HA er unniđ í samvinnu viđ nemendur í fjölmiđlafrćđi viđ HA. Ómar Hjalti Sölvason tók viđtaliđ viđ Önnu Borg og Auđunn Níelsson tók myndirnar.

Hvern villt ţú sjá nćst í Fólkiđ í HA? Sendu okkur tillögu ađ viđmćlanda.


Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu