Valmynd Leit

HA og rannsóknarnetiđ MakEY

MakEY stendur fyrir Sköpunarsmiđjur til ađ efla stafrćnt lćsi og sköpunarmátt ungra barna (Makerspaces in early years: Enhancing digital literacy and creativity). MakEY er 30 mánađa verkefni styrkt af EU H2020 áćtluninni um Starfsmannaskipti á sviđi rannsókna og nýsköpunar (RISE). Verkefniđ hófst 1. janúar 2017 og verđur á dagskrá til júníloka 2019.

Verkefniđ miđar ađ frekari rannsóknum og nýsköpun tengdu stafrćnu lćsi ungra barna og sköpunarmćtti ţeirra. Rannsóknir verđa gerđar í sjö löndum Evrópu (Danmörku, Ţýskalandi, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Rúmeníu og Bretlandi) og í Bandaríkjunum, ţar sem starfsmenn sköpunarsmiđja (t.d. hack labs og Fab labs) vinna međ rannsakendum ađ ţví ađ greina ávinning og áskoranir af starfsemi sköpunarsmiđja í formlegu (skólar) og óformlegu (söfn) umhverfi.

Rannsóknarteymin starfa í félagi viđ frćđimenn frá Ástralíu, Kanada, Kólumbíu, Suđur-Afríku og Bandaríkjunum, og mynda hnattrćnt tengslanet frćđimanna sem vinna saman ađ ţví ađ öđlast betri skilning um ţađ hvađa hlutverk sköpunarsmiđjur leika í ađ ţroska stafrćnt lćsi og sköpunarmátt ungra barna.

Íslenskir ţátttakendur í rannsókninni koma frá Háskólanum á Akureyri (kennaradeild), Háskóla Íslands (Menntavísindasviđ) og Uppfinningaskólanum. Hér má finna upplýsingar um alla ţátttakendur í verkefninu.

Markmiđ verkefnisins eru:

  • ađ efla rannsóknir og nýsköpun á sviđi stafrćns lćsis og sköpunarmćtti barna í ţeim tilgangi ađ auka samkeppnishćfni og vöxt í Evrópu,
  • ađ auka rannsóknarfćrni ţátttakenda verkefnisins og ţekkingu á sköpun í ţeim tilgangi ađ bćta hćfni ţeirra og möguleika til starfsţróunar,
  • ađ ţróa tengslanet rannsakenda, starfsfólks í skapandi greinum og menntafólks sem getur unniđ saman ađ ţví ađ ţróa menntaefni og verkfćri til ađ efla stafrćnt lćsi barna og fćrni ţeirra í hönnun,
  • ađ geta veitt ráđgjöf varđandi rannsóknir, stefnumótun og ţjálfun (í iđnađi og menntun) um hvernig sköpunarsmiđjur fyrir 3-8 ára börn geti ţróast í bćđi formlegu og óformlegu námsumhverfi á ţann veg ađ börnin geti ţroskađ međ sér ţá fćrni og ţekkingu sem stafrćna öldin krefst.

Sköpunarsmiđja


Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu