Valmynd Leit

Hilmar Ţór á ráđstefnu í Ríga

Ráđstefna í Riga: The Baltic States at 99 - Past, Present and Future

Dagana 19. til 21. júní var haldin ráđstefna viđ Háskólann í Lettlandi sem bar titilinn: The Baltic states at 99: Past, Present and Future. Um 300 frćđimenn fluttu erindi á ráđstefnunni.

Hilmar Ţór Hilmarsson prófessor viđ viđskipta- og raunvísindasviđ Háskólans á Akureyri flutti erindi sem bar titilinn Do as we say and not as we do: Crisis response and post crisis results in the Baltic States and the consequences of interlinkages with the Nordic countries (sjá dagskrá). Í erindinu fjallađi Hilmar m.a. um tengsl milli Eystrasaltsríkjanna og Norđurlandanna á sviđi viđskipta, fjárfestinga og bankamála og hvađa áhrif ţessi tengsl auk upptöku evrunnar hefđu haft á efnahagstefnu Eystrasaltsríkjanna.

Á árunum fyrir hrun (2008/9) t.d. frá 2005 til 2007 var hagvöxtur í Eystrasaltsríkjunum ađ međaltali um 10 prósent á ári. Ţessi hagvöxtur ţýđir ađ stćrđ hagkerfanna meira en tvöfaldast á 10 ára fresti. Í dag eftir upptöku evrunnar er hagvöxtur Eystrasaltsríkjanna svipađur og á evrusvćđinu tćplega 2 prósent sem ţýđir ađ hagkerfin tvöfaldast á u.ţ.b. 40 ára fresti. Frammistađa Finnlands, sem einnig er evruland og Danmerkur sem tengir sína krónu viđ evruna, er einnig slök hvađ hagvöxt varđar (vel innan viđ 2 prósent á ársgrundvelli). Áframhaldandi fastgengisstefna Eystrasaltsríkjanna sem fylgir upptöku evrunnar auk ađhalds í ríkisfjármálum hefur reynst ţessum löndum erfiđ og dregiđ úr von ţessara landa ađ ná Norđurlöndunum í tekjum í fyrirsjáanlegri framtíđ. Lítill hagvöxtur, hátt atvinnuleyti auk niđurskurđar í mennta- og heilbrigđismálum hefur leitt til fólksflótta, einkum međal ungs fólks. Eystrasaltsríkin gćtu ekki ađeins stađiđ frammi fyrir glötuđum áratug í hagvexti heldur glötuđum aldarfjórđungi. Lönd eins og Svíţjóđ og Ísland međ sveigjanlegri stefnu gengismálum sýna mun betri efnahagsárangur og meiri hagvöxt. Svíţjóđ sem (međ stuđningi ESB) kafđist fastgengisstefnu í Eystrasaltsríkjunum ţegar kreppan 2008/9 skall á í ţeim tilgangi ađ bjarga sínum eigin bönkum í ţessum löndum býr áfram viđ fljótandi gengi og hefur engan áhuga á fastgengisstefnu sem leiđir af upptöku evrunnar.

Hilmar hóf rannsókn sína haustiđ 2016 viđ University of California Berkley og ţess má geta ađ Evrópustofnun háskólans í Berkeley birti nýlega viđtal viđ hann í fréttabréfi sínu sjá bls. 8.


Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu