Valmynd Leit

Karlar í hjúkrunarfrćđinámi

Karlar starfandi í hjúkrun á Íslandi eru 2% af heildinni, 3,5% í Danmörku og 9% í Noregi

Mikilvćgt er ađ skapa vinnumarkađ sem endurspeglar bćđi kynin í fjölbreyttum störfum. Ţađ ţarf ađ ögra hefđbundnu kynbundnu starfsvali svo ađ fólk geti notađ hćfileika sína á sem bestan hátt.

Hvađ geta háskólar og menntastofnanir gert til ađ fjölga karlkyns hjúkrunarfrćđinemum og hvađa ađferđum ţurfa ţeir ađ beita til ađ minnka brottfall ţeirra? Ţetta er spurningin sem heilbrigđisvísindasviđ Háskólans á Akureyri langar ađ fá svar viđ, í samstarfi viđ kollega á hinum Norđurlöndunum.

Skólaáriđ 2017–2018 munu Reform – verkefna- og rannsóknarsetur í karlafrćđum (Noregi), heilbrigđisvísindasviđ Háskólans á Akureyri (Íslandi), Jafnréttisstofa (Íslandi), og deild mannauđs og tćkni í Háskólanum í Hróarskeldu (Danmörku) vinna saman ađ lausnum til ađ fjölga karlmönnum í hjúkrunarfrćđinámi. Verkefniđ er styrkt af Norrćnu ráđherranefndinni međ milligöngu Norrćna jafnréttissjóđsins (NIKK).

Kortlagning menntunar og reynslu á Íslandi, Danmörku og Noregi

Verkefniđ mun kortleggja hvernig sex menntastofnanir á Íslandi, Noregi og Danmörku höfđa til karlmanna í umfjöllun sinni um hjúkrunarfrćđinám. Kortlagningin felst í ţví ađ taka viđtöl viđ nemendur, kennara og stjórnendur hjúkrunarfrćđideilda. Einnig verđur námsefni í hjúkrunarfrćđi og ađferđir sem notađar eru viđ nýliđun hjúkrunarfrćđinga skođađar út frá kynjasjónarhorni.

Verkefniđ mun skila ţekkingu á kynbundinni reynslu í hjúkrunarfrćđinámi og sýna hvađ menntastofnanir í ţessum löndum eru ađ gera til ađ stuđla ađ fjölgun karla í hjúkrunarfrćđinámi. Kortlagningin ein og sér mun stuđla ađ meiri umrćđu og međvitund um ţessi mál hjá nemendum í hjúkrunarfrćđi, kennurum sem kenna hjúkrunarfrćđi og ţeim sem stýra hjúkrunarfrćđinámi.

Niđurstöđur kortlagningar verđa notađar til ţess ađ ţróa ađferđir til ţess ađ auka nýliđun í hjúkrunarfrćđinámi og finna leiđir til ţess ađ draga úr brotthvarfi karla úr sama námi. Leiđbeiningar verđa birtar í skýrslu og bćklingur verđur útbúinn til ađ dreifa til menntastofnanna sem kenna hjúkrunarfrćđi og til félaga hjúkrunarfrćđinga á Norđurlöndunum.

Ţađ er von okkar ađ verkefniđ stuđli ađ meiri samvinnu Norđurlandanna um ađ gera vinnumarkađinn minna kynjaskiptan en hann er í dag. Íslenski hópurinn mun gera formlega rannsókn í tengslum viđ verkefniđ ţar sem niđurstöđur munu birtast í ritrýndum tímaritum.

Hér er hćgt ađ lesa meira um verkefniđ.


Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu