Valmynd Leit

Menntamálaráđherra heimsótti HA

Kristján Ţór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráđherra, heimsótti Háskólann á Akureyri í vikunni. Ráđherra kynnti sér starfsemi háskólans og átti góđa fundi međ stjórnendum hans. Unniđ er ađ nýrri framtíđarstefnu fyrir Háskólann á Akureyri ţar sem núverandi stefna rennur út 2017. Yfirstjórn skólans var ánćgđ međ samrćđurnar viđ ráđherra um framtíđarsýn skólans, stöđu hans og stefnu nćstu árin. Er ţađ von yfirstjórnar ađ áframhaldandi samtal leiđi til stöđugleika í rekstri í nánustu framtíđ ţó svo ađ fjármálaáćtlun ríkisstjórnarinnar setji háskólakerfinu í heild sinni of ţröngan ramma nćstu fimm árin. Útvíkkun á ţeim ramma er sameiginlegt verkefni háskólanna, ráđherra og samfélagsins í heild sinni.

Dr. Auđbjörg Björnsdóttir fór yfir framfarir í fjarnámi Kristján Ţór rćddi viđ nemendur í tölvunarfrćđi

Lögđ var rík áhersla á mikilvćgi háskólans sem ţjónustuađila viđ sitt nćrsamfélag og landiđ allt í gegnum sveigjanlegt námsform. Háskólinn er í fararbroddi hvađ ţađ varđar og hefur aldrei haft fleiri nemendur en nú — og stefnir í ađ ađsókn muni aukast enn frekar á nćsta skólaári. Jafnframt ţví var ráđherrann upplýstur um sterka faglega stöđu háskólans og mikilvćgi doktorsnáms fyrir HA til ađ styrkja faglegan grunn enn frekar. Enn fremur gerđi hann sér grein fyrir ađ ţrátt fyrir ţrengingar í fjármálum háskólakerfisins ţá hefur skólanum tekist ađ halda sig innan fjárlaga síđastliđin 10 ár.

Nú á 30 ára afmćlisári Háskólans á Akureyri er öllum ljóst hversu markvert og mikilvćgt ţađ er ađ opna ađgengi ađ háskólanámi fyrir alla landsmenn. Kristján Ţór Júlíusson mun einmitt af ţví tilefni taka ţátt í málstofu 23. maí í Hofi á Akureyri međ yfirskriftinni Akureyri án háskóla.

„Án tilkomu Háskólans á Akureyri má ćtla ađ mun fćrra háskólamenntađ fólk vćri starfandi á landsbyggđinni en raun ber vitni. Sem segir heilmikiđ um mikilvćgi skólans," sagđi Kristján Ţór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráđherra.


Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu