Valmynd Leit

Nemendur í kennarafrćđi í Riga

Sólveig María Árnadóttir, Heiđa Björg Guđjónsdóttir og Ţóra Kristín Ţórarinsdóttir, nemendur í kennarafrćđi, taka ţessa dagana ţátt í 6 eininga námskeiđi í Lettlandi á vegum Nordplus. Yfirskrift námskeiđsins er Comparative Aspects of Social Justice, Equailty, Diversity and Inclusion in Education in Baltic-Nordic Countries og felur í sér umfjöllun um jafnrétti, fjölmenningu og skóla án ađgreiningar á Norđurlöndum og í baltnesku löndunum ţremur. 

Ásamt ţví ađ kynna sér skólakerfiđ í Lettlandi fengu nemendurnir tćkifćri til ađ kynna íslenska skólakerfiđ og menntastefnuna um skóla án ađgreiningar. „Viđ getum sótt okkur innblástur og aukiđ víđsýni okkar međ svona heimsóknum og ţađ er ótrúleg upplifun ađ koma inn í sérskóla á viđ ţann sem viđ sáum í dag sem var bara fyrir heyrnarlaus og heyrnarskert börn. Ţar er nemendum kippt út úr samfélaginu sem ţeir tilheyra fimm daga vikunnar, ţetta var eins og ađ ferđast aftur til fornaldar og í gersamlegri andstćđu viđ okkar skilning á skóla án ađgreiningar,“ segir Sólveig María, en hópurinn vinnur nú ađ vinnusmiđju sem hann verđur međ í Svíţjóđ í nóvember.

Ţćr Sólveig María, Heiđa Björg og Ţóra Kristín eru međ HA snappiđ í Lettlandi og tilvaliđ ađ fylgjast međ ferđinni ţeirra.

Umsjón međ verkefninu hefur Hermína Gunnţórsdóttir, dósent.

 


Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu