Valmynd Leit

Sigrún Stefánsdóttir sćmd fálkaorđunni

Á laugardag, ţjóđhátíđardag Íslands, sćmdi Guđni Th. Jóhannesson forseti fjórtán Íslendinga riddarakrossi viđ hátíđlega athöfn á Bessastöđum. Auk Sigrúnar hlutu međal annarra Víkingur Heiđar Ólafsson píanóleikari, Róbert Guđfinnsson, forstjóri á Siglufirđi, og Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráđherra, orđuna.

Sigrún Stefánsdóttir gegndi á árunum 2013-2016 starfi forseta hug- og félagsvísindasviđs viđ Háskólann á Akureyri. Sigrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og hefur doktorspróf í fjölmiđlafrćđi frá Minnesotaháskóla. Hún hefur yfirgripsmikla reynslu úr fjölmiđlum og hefur kennt sem stundakennari viđ Háskólann á Akureyri í 10 ár.
Ţá starfađi Sigrún sem rektor Norrćnu endurmenntunarstofnunar blađamanna auk ţess ađ kenna viđ Háskóla Íslands. Á árunum 2005-2012 gegndi hún stöđu dagskrárstjóra hjá Rúv.

Frá árinu 2014 hefur Sigrún starfrćkt Vísindaskóla unga fólksins viđ Háskólann á Akureyri. Skólinn nýtur mikilla vinsćlda og í ár, ţriđja starfsáriđ, er metţátttaka.

„Ég er afar stoltur af ţví ađ fyrrverandi forseti hug- og félagsvísindasviđs Háskólans á Akureyri sé sćmdur fálkaorđunni og Sigrún er vel ađ henni komin. Hún hefur sett svip sinn á háskólann, ekki bara sem kennari og forseti frćđasviđs heldur einnig međ reynslu sinni og fagţekkingu á fjölmiđlum. Sem formađur afmćlisnefndar Háskólans á Akureyri hefur hún fćrt viđburđi á vegum háskólans nćr samfélaginu og hún á stóran ţátt í ţví ađ gera HA sýnilegri á ţessum tímamótum,“ segir Eyjólfur Guđmundsson, rektor Háskólans á Akureyri.

Orđuhafarnir

 • Anna Agnarsdóttir prófessor, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til sagnfrćđirannsókna
 • Auđur Axelsdóttir iđjuţjálfi, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvćđi á vettvangi geđheilbrigđismála
 • Bára Magnúsdóttir skólastjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag á sviđi danslistar og líkamsrćktar
 • Eyrún Jónsdóttir hjúkrunarfrćđingur, Garđabć, riddarakross fyrir störf í ţágu ţolenda kynferđisofbeldis
 • Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráđherra, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í opinbera ţágu
 • Jónatan Hermannsson, jarđrćktarfrćđingur og fyrrverandi tilraunastjóri viđ Landbúnađarháskóla Íslands, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til kornrćktar og íslensks landbúnađar
 • Róbert Guđfinnsson forstjóri, Siglufirđi, riddarakross fyrir störf í ţágu heimabyggđar
 • Sigrún Stefánsdóttir, dósent viđ Háskólann á Akureyri og fyrrverandi fréttamađur, Akureyri, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskra fjölmiđla og frćđasamfélags
 • Sigurbjörg Björgvinsdóttir, fyrrverandi yfirmađur félagsstarfs aldrađra í Kópavogi, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í ţágu aldrađra
 • Sigurgeir Guđmannsson, fyrrverandi framkvćmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskrar íţróttahreyfingar
 • Sigurjón Björnsson, fyrrverandi prófessor og ţýđandi, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til sálarfrćđi og fornfrćđa
 • Tryggvi Ólafsson myndlistarmađur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
 • Unnur Ţorsteinsdóttir framkvćmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á vettvangi erfđarannsókna og vísinda
 • Víkingur Heiđar Ólafsson píanóleikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alţjóđlegrar tónlistar

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu