Valmynd Leit

Sjávarútvegsskólinn nú í bođi fyrir ungmenni á Norđurlandi

Sjávarútvegsskólinn hefur fćrt út kvíarnar og er nú í fyrsta skipti í bođi fyrir ungmenni á Norđurlandi. Skólinn er í eina viku í senn á hverjum stađ og er ćtlađur ungmennum sem lokiđ hafa 8. bekk. Í gegnum vinnuskólann á Norđur- og Austurlandi býđst ţeim ađ sćkja Sjávarútvegsskólann og jafnframt halda launum sínum frá sveitarfélaginu. Skólinn hefur fariđ vel af stađ ţetta sumariđ og nú ţegar eru búnar fjórar kennsluvikur á Norđurlandi og ţrjár á Austurlandi.

Áhugi ungs fólks á sjávarútvegi leynir sér ekki hjá nemendum skólans sem hika ekki viđ ađ spyrja og skapa skemmtilega umrćđu kennurunum til mikillar gleđi. Unnur Inga Kristinsdóttir, Ţórhildur Sigurđardóttir, Magnús Víđisson og Lilja Gísladóttir sjá um kennslu skólans. Unnur og Ţórhildur eru sjávarútvegsfrćđingar frá Háskólanum á Akureyri og Magnús og Lilja eru á ţriđja ári í sjávarútvegsfrćđi. Ţau eru öll sammála ţví ađ ţađ sé mjög gaman ađ eyđa sumrinu í ađ ferđast um landiđ og miđla áhuga sínum á sjávarútvegi til unga fólksins enda á hann hug ţeirra og hjarta. Mikiđ fjör hefur einkennt síđustu vikur og vona ţau svo sannarlega ađ nemendur ţeirra sjái framtíđarmöguleika í menntun og starfi tengdum sjávarútvegi.

Nemendur Sjávarútvegsskólans

Segja má ađ ungdómur ţessa lands hafi fćrst frá sjávarútveginum sem slíkum á síđastliđnum áratugum. Hafnarsvćđi eru lokuđ og almennt ađgengi ađ fyrirtćkjum og fiskvinnsluhúsum er takmarkađ vegna öryggis og heilbrigđissjónarmiđa. Međ Sjávarútvegsskólanum opnast tćkifćri fyrir ungmenni í sjávarţorpum og nćrliggjandi byggđum til ađ kynnast einni af grundvallaratvinnugreinum Íslands.

Í skólanum er áhersla lögđ á ađ nemendurnir kynnist sjávarútvegi í návígi. Nemendur fá frćđslu um sögu fiskveiđa og fiskvinnslu, helstu nytjategundir Íslands, markađsmál og gćđamál. Í gćđamálum lćra ţau t.d. ađ umgangast fisk á réttan hátt og prófa m.a. skynmat en ţá gefa ţau misgömlum fiski einkunn og reyna ađ komast ađ ţví hvađa fiskur er ferskastur.

Sjávarútvegsskólinn er samstarfsverkefni milli Háskólans á Akureyri, Síldarvinnslunnar, Eskju, Lođnuvinnslunnar, Gullbergs, HB Granda, Skinneyjar-Ţinganess, Samherja, Laxár fiskafóđurs, GPG á Húsavík, Rafeyrar, Raftákns, Slippsins og Frosts. Starfiđ hefur gengiđ einkar vel og vćri ţađ ómögulegt ef ekki vćri fyrir fyrirtćkin sem opna dyrnar međ glöđu geđi fyrir nemendum. Ţađ er hagur ţeirra og háskólans ađ vekja áhuga á sjávarútvegi hjá ćsku landsins.

Sjávarútvegsskólinn heldur úti frétta- og myndasíđu á facebookwww.facebook.com/sjavarutvegsskolinn

Sjávarútvegsskólinn á Norđurlandi:

 • 12-16. júní Akureyri
 • 19-23. júní Akureyri
 • 26-30. júní Húsavík
 • 3-7. júlí Dalvík
 • 17-21. júlí Akureyri
 • 24-28. júlí Akureyri

Sjávarútvegsskólinn á Austurlandi:

 • 20-23. júní Vopnafjörđur
 • 27-30. júní Neskaupstađur
 • 4-7. júlí Eskifjörđur
 • 11-14. júlí Fáskrúđsfjörđur
 • 17-21. júlí Seyđisfjörđur

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu