Valmynd Leit

Tilkynning frá rektor Háskólans á Akureyri, Eyjólfi Guđmundssyni

Í gćrkvöldi birtu vísindakonur í íslensku vísindasamfélagi sögur sem lýsa ţví hvernig kynbundiđ ofbeldi og valdbeiting gagnvart konum hefur viđgengist í vísindasamfélaginu, líkt og í svo mörgum öđrum samfélögum. Ég heyri ákall ţeirra skýrt og er stoltur af ţví ađ konur í vísindasamfélaginu séu reiđbúnar ađ stíga fram og benda okkur á, međ frásögnum sínum, ađ kynbundiđ ofbeldi á aldrei ađ líđast.

Máliđ er í raun einfalt – kynbundnu ofbeldi og kynbundnu óréttlćti verđur ađ linna – og ţví verđa vísindastofnanir ađ tryggja ađ unnt sé ađ taka á slíkum málum af festu, ábyrgđ og međ virkum stuđningi viđ ţolendur.

Viđ lestur á reynslusögum kvenna úr vísindaheiminum er einkum ţrennt sem vakti sérstaka athygli mína. Í fyrsta lagi ađ ţađ skuli enn tíđkast ađ beint og óbeint vald sé notađ til niđurlćgingar á konum í vísiandastarfi og félagslífi sem tengist slíkum störfum, í öđru lagi ađ verkferlar og stuđningur sem er til stađar í dag sé ekki nóg til ţess ađ konum finnist ađ ţćr geti óhultar stigiđ fram og leitađ réttar síns, og í ţriđja lagi ađ ţađ skuli ţekkjast ađ karlkyns nemendur áreiti og sýni kvenkyns kennurum kynbundna óvirđingu og áreiti. Allt eru ţetta atriđi sem Háskólinn á Akureyri verđur ađ taka til sín og tryggja ađ slíkt viđgangist ekki innan veggja okkar vísinda- og námssamfélags.

En hvađ er hćgt ađ gera? Og hvađ eigum viđ ađ gera?

Í fyrsta lagi, sem karlmađur, get ég einfaldlega byrjađ hjá sjálfum mér. Međ ţví ađ lesa frásagnir vísindakvenna og ađrar frásagnir sem fram hafa komiđ á síđustu vikum hef ég lćrt mikiđ um ţađ hvernig ég get tryggt mitt framlag til ţess ađ bćta ađstćđur. Viđ karlmenn eigum ađ taka fulla ábyrgđ, ekki bara á sjálfum okkur, heldur líka á hegđan sem viđ verđum vitni ađ og vitum ađ á ekki ađ eiga sér stađ. Međ ţví ađ standa međ konum ţegar brotiđ er á ţeim leggjum viđ okkar af mörkum og sýnum stuđning í verki. Međ ţví ađ mótmćla harđlega viđ kynbrćđur okkar ţegar viđ heyrum óviđurkvćmilegar athugasemdir, gróft orđlag og niđurlćgjandi ummćli erum viđ ađ sýna ađ viđ líđum ekki kynbundiđ ofbeldi. Ef viđ verđum vitni ađ beitingu valds, ofríkis eđa beinu líkamlegu ofbeldi ţá kćrum viđ slíkt strax samkvćmt okkar verklags- og siđareglum.

Í öđru lagi get ég sem rektor sagt viđ allar konur sem starfa innan háskólasamfélagsins viđ HA ađ ég heyri ákall ykkar skýrt. Ég lýsi mig reiđubúinn til ţess ađ vinna međ ykkur ađ ţví markmiđi ađ HA sé góđur, öruggur og hvetjandi vinnustađur fyrir konur jafnt sem karla. Konur í vísindasamfélaginu eiga ekki ađ ţurfa ađ sanna sig umfram karlmenn í starfi, ţćr eiga ekki ađ ţurfa ađ tipla í kringum slćma hegđun karlmanna og ţćr eiga aldrei ađ ţurfa ađ horfa til baka međ hnút í maga yfir atvikum eđa atburđum í starfi ţar sem ţćr telja ađ ţćr hafi veriđ órétti beittar vegna kyns.

Í sameiningu getum viđ öll tekiđ til okkar ţessar ábendingar og nýtt ţćr til ađ gera góđan háskóla enn betri, og jafnvel til fyrirmyndar. Viđ eigum okkar verkferla og siđareglur en ţađ er ekki nóg ef konur eru ekki tilbúnar ađ nýta ţá vegna ótta viđ afleiđingar ţess ađ ná fram rétti sínum. Ţađ er ţví hlutverk mitt ađ byggja upp traust á ţeim verkferlum og siđareglum sem viđ eigum međ ţví ađ beina umkvörtunum á faglegan, öruggan og skilningsríkan hátt í rétta farvegi innan okkar kerfis. Ég heiti ţví á ţessari stundu ađ ég mun sinna ţeim hluta starfs míns af sérstakri kostgćfni og alúđ. Ég hvet alla sem telja sig vita um mál af ţessum toga, hvort sem ţađ eru eigin mál eđa mál annarra, ađ koma á framfćri ábendingum til rektorsskrifstofu. Ég mun veita ţeim sem hafa ţurft ađ ţola slíkt í okkar samfélagi allan minn stuđning og taka á ţeim málum án tafar.

Ţađ eru mannréttindi ađ fá ađ stunda starf sitt í öryggi og vissu um sanngjarnt mat án tillits til kyns eđa annarra ţátta sem ađgreina okkur. Viđ berum öll ábyrgđ á ţví ađ ţau mannréttindi séu virt innan okkar háskólasamfélags og endurspeglast í ţví ađ okkur ber ađ koma fram af virđingu viđ hvert annađ.

Í frásögn vísindakvenna er margtekiđ fram ađ ţćr hafi fengiđ stuđning frá bćđi körlum og konum ţegar á hefur reynt. Ţađ sýnir okkur ađ ef viđ stöndum saman, karlar og konur, ţá getum viđ unniđ ţetta skrímsli sem kynbundiđ ofbeldi er ţví slíkt ofbeldi, líkt og allt ofbeldi, hefur slćm áhrif á okkur öll.

Međ vinsemd og virđingu,
Eyjólfur Guđmundsson, rektor
Háskólinn á Akureyri


Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu