Valmynd Leit

Umfjöllun um Sigríđi Halldórsdóttur

Dr. Sigríđur Halldórsdóttir, prófessor viđ Háskólann á Akureyri er ein af fáum konum á Íslandi sem hefur náđ ţví ađ verđa prófessor 7, sem er hćsta stig prófessora og sú eina viđ Háskólann á Akrueyri.

Nýlega var fjallađ um Sigríđi og verk hennar á Vísindavefnum. Ţar kemur fram ađ rannsóknir Sigríđar hafa međal annars snúiđ ađ grundvallaratriđum góđrar hjúkrunar, umhyggju og umhyggjuleysi í heilbrigđisţjónustunni, ţjáningu skjólstćđinga heilbrigđisţjónustunnar og leiđum til ađ lina hana. Á síđari árum hafa birtingarmyndir ofbeldis veriđ henni hugleiknar og hvernig hćgt er ađ draga úr ofbeldi og niđurbrjótandi áhrifum ţess. Ţá hefur hún talsvert stundađ kenningarsmíđi.

Sigríđur hefur mikiđ fengist viđ ađferđafrćđilegar pćlingar og hefur viljađ stuđla ađ samrćmdri hugtakanotkun í ađferđafrćđi rannsókna á Íslandi. Í fyrstu var áhersla hennar á ađferđafrćđi rannsókna í heilbrigđisvísindum og var hún ritstjóri Ađferđafrćđi rannsókna í heilbrigđisvísindum (2001) ţar sem 15 höfundar skrifuđu jafnmarga kafla og ritstjóri Handbókar í ađferđafrćđi og rannsóknum í heilbrigđisvísindum (2003), ásamt prófessor Kristjáni Kristjánssyni, ţar sem 26 höfundar skrifuđu 24 kafla. Í ljós kom ađ mikil ţörf var fyrir slíka bók og var fariđ ađ nota handbókina á ýmsum frćđasviđum. Ţví varđ til Handbók í ađferđafrćđi rannsókna (2013) ţar sem 34 höfundar skrifuđu 35 kafla.

Sigríđur fćddist í Reykjavík 1954 og lauk verslunarskólaprófi frá Verslunarskóla Íslands 1972 og stúdentsprófi frá fornmáladeild MH 1974. Hún lauk B.S. gráđu í hjúkrunarfrćđi viđ Hjúkrunarfrćđideild HÍ 1978 og uppeldis- og kennslufrćđi viđ Félagsvísindasviđ HÍ 1979. Hún lauk meistaraprófi í hjúkrunarfrćđi (Master of Science in Nursing) viđ University of British Columbia (UBC) í Vancouver, Kanada 1988 og doktorsprófi í heilbrigđisvísindum (Medicine Doctricem) viđ Linköpingháskóla (Med. Dr. gráđu) 1996. Sigríđur hefur međal annars starfađ viđ Landspítalann, sem námstjóri viđ Nýja hjúkrunarskólann, lektor viđ Háskóla Íslands og sviđsforseti Heilbrigđisvísindasviđs HA. Hún varđ fyrsti prófessor í hjúkrunarfrćđi á Íslandi áriđ 1996. Hún hefur gengt ótal trúnađarstörfum innan og utan háskóla og var einn af stofnendum Rannsóknarmiđstöđvar gegn ofbeldi viđ HA áriđ 2011. Sigríđur hefur birt um 100 vísindagreinar í innlendum og erlendum vísindaritum, veriđ ađalfyrirlesari á ráđstefnum í hjúkrunarfrćđi víđa um heim, og er ritrýnir og í ritstjórn margra vísindatímarita. Doktorsritgerđ Sigríđar ber yfirskriftina Caring and Uncaring Encounters in Nursing and Health Care – Developing a Theory (Linköping University Medical Dissertations No. 493).

Sjá nánar á Vísindavefnum


Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu