Valmynd Leit

Norđurslóđanet Íslands

Í gćr, 28. desember, undirrituđu Guđlaugur Ţór Ţórđarson utanríkisráđherra og Eyjólfur Guđmundsson formađur stjórnar Norđurslóđanets Íslands og rektor Háskólans á Akureyri endurnýjađan samstarfssamning til fjögurra ára. Ísland tekur viđ formennsku í Norđurskautsráđinu áriđ 2019 og gegnir ţví hlutverki fram til 2021 og tekur samningurinn viđ Norđurslóđanetiđ miđ af ţví.

„Sá ţekkingarkjarni í norđurslóđamálum sem er til stađar á Akureyri er verđmćtur hluti af norđurslóđastarfi Íslands. Viđ fögnum áframhaldandi samstarfi viđ Norđurslóđanetiđ og samstarfsađila fyrir norđan. Ţađ er mikilvćgt ađ allir leggist á eitt hér innanlands ţegar kemur ađ tveggja ára formennsku Íslands í Norđurskautsráđinu sem verđur gríđarstórt verkefni“ sagđi utanríkisráđherra viđ undirritunina.

Embla Eir Oddsdóttir forstöđumađur Norđurslóđanetsins og Árni Ţór Sigurđsson sendiherra norđurslóđa voru einnig viđstödd undirritun samningsins. Nánari upplýsingar um Norđurslóđanetiđ má finna hér.


Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu