Valmynd Leit

Vantraust á fjármálastofnunum smitast inn á Alţingi

Í Morgunblađinu, fimmtudaginn 2. nóvember, er rćtt viđ Birnu G. Konráđsdóttur um meistararitgerđ sína í félagvísindum viđ Háskólann á Akureyri. Greinin er svohljóđandi:

Vantraust á fjármálastofnunum smitast inn á Alţingi

Mörg frambođ afleiđing ţessa vantrausts

„Traustiđ er afskaplega lítiđ og ţađ hefur eiginlega ekkert aukist,“ segir Birna G. Konráđsdóttir um meistararitgerđ sína í félagsvísindum viđ Háskólann á Akureyri. Ritgerđin ber yfirskriftina „Samfélagslímiđ sem gerir heiminn betri. Traust Íslendinga til fjármálastofnana og áhrif ţess ef traustiđ rofnar“.

Niđurstađa rannsókna Birnu er ađ tćp 66% Íslendinga treysta fjármálastofnunum almennt illa. Traustiđ hefur minnkađ hjá 42,9% ađspurđra í spurningakönnun sem hún lagđi fram. Ţeir tekjuhćstu treysta fjármálastofnunum almennt verst og karlar treysta ţeim verr en konur. Aldurshópurinn 30-44 ára treystir fjármálastofnunum almennt verst.

Mikiđ vantraust er sömuleiđis á Íbúđalánasjóđi, 47.4% svarenda vantreysta sjóđnum en 38,6% treysta honum vel. Viđskiptabankarnir fá einna skástu útkomuna úr rannsókn Birnu, 56,6% svarenda treysta ţeim vel en 39,3% treysta ţeim illa.

Rannsókn Birnu er byggđ á spurningalistakönnun sem lögđ var fram í fyrra og tók til síđustu 12 mánađa fram ađ framkvćmd hennar. Könnuninni var svo fylgt eftir međ viđtölum viđ átta einstaklinga.

„Í ţessum viđtölum kom í ljós af hverju fólk treystir ekki ţessum stofnunum. Ţađ er fyrst og fremst vegna framkomu stofnananna sjálfra og síđan ađgerđaleysis stjórnvalda. Ţađ var kallađ eftir stífari ramma, meira eftirliti međ starfseminni, og ţeir vildu meina ađ stjórnvöld hefđu ekki stađiđ sig í ţví ađ breyta ţessu umhverfi ţannig ađ ţađ traust sem glatast hefđi í hruninu yrđi áunniđ aftur. Ţađ er enn gríđarleg harka í ţessum stofnunum og komiđ fram viđ fólk af lítilsvirđingu.

Fjármálastofnanir eru mikilvćgar stofnanir í samfélaginu og vantraust á ţeim getur smitast út um allt. Niđurstađa mín er ađ ţessi mörgu frambođ núna og í fyrra geti veriđ afleiđing af ţessu vantrausti. Ef vantraustiđ er komiđ inn á Alţingi ţá ţarf ţjóđin kannski ađ fara ađ skođa sinn gang ţví Alţingi er grundvallarstofnun.“


Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu