Valmynd Leit

Vísindaskólinn hittir beint í mark

Ţriđja sumariđ í röđ tekur Vísindaskóli unga fólksins á móti börnum á aldrinum 11-13 ára til ţess ađ opna ţeim gátt inn í heim vísinda og leyndardóma lífsins. Skráning er hafin en undanfarin ára hafa fćrri komist ađ en vildu. Skólastarfiđ fer fram vikuna 19-23. júní og verđur bođiđ upp á fimm ný umfjöllunarefni.

Vísindaskóli unga fólksins hefur fest sig í sessi sem sumartilbođ fyrir börn sem vilja frćđast um ćvintýri vísindanna. Ađ ţessu sinni verđur unniđ međ umhverfis og orkumál, búin til hljóđfćri og tónlist tekin upp. Ţátttakendur lćra ađ forrita og frćđast um hvernig forritun er notuđ í leik og starfi. Ţátttakendur vinna í tilraunaeldhúsi og safna ćtum jurtum og nýta ţćr. Loks verđur unniđ međ fjölbreytileika og ađstöđumun fólks í lífinu. Öll temun tengjast hefđbundnu námi skólans.

„Stuđningur samfélagsins viđ ţetta metnađarfulla verkefni hefur veriđ okkur ómetanlegur,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, skólastjóri Vísindaskóla unga fólksins. Hún segir ađ drengir ekki síđur en stúlkur hafi sótt skólann en ţađ sé sérstaklega mikilvćgt.
„Viđ ţurfum ađ nota allar fćrar leiđir til ţess ađ opna augu drengja fyrir gildi náms og opna augu ţeirra fyrir fjölbreyttum störfum. Viđbrögđ ţeirra sem viđ höfum leitađ til eftir stuđningi viđ verkefniđ hafa veriđ einstök. Akureyrarbćr, KEA og Norđurorka eru stćrstu styrktarađilarnir en fjölmargir ađrir hafa veitt okkur fjölbreyttan og ómetanlegan stuđning. Nokkur félagasamtök styrkja sérstaklega börn sem hefđu annars ekki átt kost á ađ skrá sig í skólann.“

Flest ţau börn sem hafa sótt skólann síđustu tvö árin hafa komiđ frá Akureyri og nágrenni en einnig eru ţess dćmi ađ börn komi lengra ađ, jafnvel frá útlöndum.

Ţátttakan undanfarin tvö ár fór fram úr björtustu vonum og undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir voriđ. Fjölmargir af reyndustu kennurum háskólans bera ábyrgđ á kennslunni ţessa viku í júní. Skráning fer fram á heimasíđu skólans www.visindaskoli.is


Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu