Valmynd Leit

Löggćsla og samfélagiđ

Löggćsla og samfélagiđ - Löggćsla í dreifbýli

Ráđstefna 21. febrúar 2018 kl. 9:00 til 17:00 í Háskólanum á Akureyri

Kallađ eftir ágripum - frestur til 1. febrúar

Kallađ er eftir ágripum erinda fyrir ráđstefnuna „Löggćsla og samfélagiđ“ sem Lögreglufrćđi viđ Háskólann á Akureyri heldur miđvikudaginn 21. febrúar, 2018. Ráđstefnan er sem vettvangur ţar sem fagfólk og frćđimenn reifa málefni sem tengjast löggćslu í víđri merkingu. Einstaklingar og hópar sem starfa á frćđa- og/eđa fagsviđum sem snerta löggćslu eru hvattir til ţess ađ senda inn ágrip af erindum sem byggja á eigin rannsóknum og/eđa starfi.

Lykilfyrirlesarar ráđstefnunnar endurspegla ţema ráđstefnunnar, sem ađ ţessu sinni er löggćsla í dreifbýli. Alla jafna eru fćrri afbrot framin í dreifbýli en ţéttbýli og endurspeglast ţessi stađreynd í ţeirri friđsćlu hugsýn sem margir hafa af dreifđum byggđum. En ţar er ekki öll sagan sögđ. Víđa um heim hefur orđiđ vitundarvakning um ţćr sérstöku áskoranir sem löggćsla í dreifbýli felur í sér (s.s. dulin afbrot, langar vegalengdir, minni stuđningur, mikill sýnileiki lögreglumanna og nálćgđ ţeirra viđ nćrsamfélagiđ). Ţess fyrir utan eru dreifđar byggđir langt í frá einsleitar.

Ađ gefnu tilefni óskum viđ sérstaklega eftir erindum sem lúta ađ löggćslu í dreifbýli, en öll erindi sem snúa ađ löggćslu almennt eru miklu meira en velkomin. Sem fyrr segir er ráđstefnan sameiginlegur vettvangur fyrir frćđa- og fagfólk til ţess ađ koma rannsóknum sínum og reynslu af löggćslu hérlendis sem erlendis á framfćri og deila međ leikum sem lćrđum.

Lykilfyrirlesarar

Dr. Anna Souhami, Senior Lecturer in Criminology at the School of Law, University of Edinburgh
- “Policing at the periphery: understanding police work in the remote Northern islands of Scotland”

Dr. Jan Ole Vanebo, Professor at the Norwegian Police University College, Oslo and Senior visiting fellow at the European Institute of Public Administration, Maastricht/Barcelona
- “How to translate a new policing policy (Policing on site) into improved policing practices?”

Gagnlegar upplýsingar

  • Ráđstefnan fer fram miđvikudaginn 21. febrúar í Miđborg Háskólans á Akureyri. Ráđstefnan hefst stundvíslega kl. 9:00 og stendur til 17:00.
  • Almenn erindi skulu ekki taka ekki lengri tíma en 20 mínútur og fyrirspurnir í kjölfariđ ekki lengur en 10 mínútur. Ágrip af erindum (hámark 250 orđ) skulu berast eigi síđar en fimmtudaginn 1. febrúar á netfangiđ goddsson@unak.is. Af gefnu tilefni skal áréttađ ađ ágripiđ á ađ innihalda titil, stutta lýsingu á markmiđi rannsóknar, ađferđum og helstu niđurstöđum eđa lćrdómi. Einnig ţarf ađ fylgja starfsgrein eđa stađa höfundar og (ef um fleiri en einn er ađ rćđa) röđ höfunda.
  • Ráđstefnugjald er 5.000 krónur á mann og eru ráđstefnugögn og kaffiveitingar innifaldar (greiđist á stađnum). Háskólanemar frá frítt. Ţátttakendur greiđa sjálfir ferđakostnađ, gistingu og mat.
  • Flugfélagiđ Icelandair Connect flýgur til Akureyrar.
  • Viđburđinn má finna á Facebook undir nafni ráđstefnunnar og verđur ýmsum upplýsingum deilt ţar er líđur nćr ráđstefnunni.

Nánari upplýsingar

Hafiđ samband viđ Guđmund Oddsson vanti frekari upplýsingar, goddsson@unak.is, 460-8677.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu