Valmynd Leit

Sýn Íslendinga á stéttakerfiđ og eigin stéttarstöđu

Félagsvísindatorg: Tvćr ţjóđir í einu landi? Sýn Íslendinga á stéttakerfiđ og eigin stéttarstöđu

Hvenćr: Miđvikudaginn 15. nóvember kl. 12.00
Hvar: Háskólinn á Akureyri, stofa M101

Miđvikudaginn 15. nóvember kl. 12.00-12.50 mun Dr. Guđmundur Oddsson, félagsfrćđingur, fjalla um sýn Íslendinga á stéttakerfiđ og eigin stéttarstöđu og eiga samtal viđ áheyrendur um efniđ.

Ör hnatt- og nýfrjálshyggjuvćđing íslensks ţjóđfélags frá miđjum tíunda áratugnum og fram ađ hruni jók vitund Íslendinga um stéttaskiptingu. Ţá eru Íslendingar međvitađri um eigin stéttarstöđu í kjölfar hrunsins en eldri rannsóknir gefa til kynna. Guđmundur Oddsson mun í erindi sínu á félagsvísindatorgi reifa niđurstöđur rannsókna á hugmyndum Íslendinga um stéttaskiptingu og eigin stéttarstöđu. Guđmundur mun fjalla sérstaklega um rannsókn sem er á lokametrunum og ber yfirskriftina „Hverjir sjá sig í íslensku millistéttinni? Áhrifaţćttir mitt í efnahagskreppu“. Gögnin koma úr alţjóđlegu viđhorfskönnuninni International Social Survey Programme, sem lögđ var fyrir á tímabilinu 2009 til 2010. Um er ađ rćđa fyrstu alţjóđlegu spurningalistakönnunina ţar sem spurning um huglćga stéttarstöđu er lögđ fyrir íslenskt úrtak.

Guđmundur er lektor viđ félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann lauk doktorsprófi í félagsfrćđi frá Missouri-háskóla 2014 og kenndi viđ félagsfrćđideild háskólans samhliđa námi. Guđmundur var lektor viđ Félags- og mannfrćđideild Norđur Michigan-háskóla frá 2014 til 2017. Í haust hóf Guđmundur störf sem lektor í lögreglufrćđi viđ Háskólann á Akureyri. Rannsóknir Guđmundar hverfast um félagslegt taumhald, frávik og ójöfnuđ, sér í lagi hugmyndir fólks um stéttaskiptingu.

Félagsvísindatorgiđ verđur í stofu M101 og er opiđ almenningi án endurgjalds.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2
         kt. 520687-1229
600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu