Valmynd Leit

Gestanám viđ opinbera háskóla

Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnađarháskóli Íslands og Hólaskóli – Háskólinn á Hólum gerđu ţ. 5. desember 2011 međ sér samning um ađ opna fyrir aukinn ađgang nemenda ađ námskeiđum á milli skóla.  Markmiđiđ er ađ auđvelda og hvetja nemendur til ađ gerast gestanemendur viđ ađra opinbera háskóla. 

Sjá nánar um samninginn á vef um samstarf opinberu háskólanna.

Gestanám

Gestanám er skilgreint sem nám sem er stundađ utan heimaskóla.  Gestanemandi er nemandi sem er skráđur viđ ákveđinn opinberan háskóla (heimaskóla) en fćr heimild til ađ skrá sig í einstök námskeiđ í öđrum opinberum háskóla (móttökuskóla), án ţess ađ greiđa skrásetningagjald ţar, enda hafi nemandinn ţegar greitt gjaldiđ í sínum heimaskóla. Báđir skólar ţurfa ađ samţykkja umsókn nemanda um gestanám.

Heimaskóli ber ábyrgđ á námsferli nemandans og tryggir ađ námskeiđ sem nemandi lýkur viđ móttökuskólann nýtist honum til lokaprófs (háskólagráđu) í heimaskóla. Heimaskóli sér jafnframt um miđlun upplýsinga um námsframvindu til LÍN. Heimaskóli og móttökuskóli mega samkvćmt samningi veita hvor öđrum upplýsingar um námsferil nemanda, ef ţurfa ţykir.

Inntökuskilyrđi og kröfur um viđveru

Almennt skal miđađ viđ ađ bakkalárnemandi hafi lokiđ einu ári viđ heimaskóla áđur en hann getur sótt um ađ gerast gestanemandi. Ef ástćđa ţykir til getur heimaskóli einnig gert kröfu um lágmarksfjölda eininga sem nemandi skal ljúka áđur en hann getur sótt um gestanám. Gestanemendur ţurfa auk ţess ađ uppfylla ţćr forkröfur sem kunna ađ gilda og skilyrđi um undanfara einstakra námskeiđa. Ef skólarnir ţurfa ađ beita ađgangstakmörkunum í einstakar námsleiđir eđa námskeiđ geta gestanemendur einnig ţurft ađ uppfylla viđbótarkröfur. Gestanemendur verđa jafnframt ađ uppfylla ţćr kröfur sem gerđar eru í hverju námskeiđi um viđveru og ţátttöku í kennslustundum.  Ekki er hćgt ađ ganga ađ ţví vísu ađ gestanám geti fariđ fram í fjarnámi.

Upplýsingar um fjarnám opinberu háskólanna

Hvernig sćkja skal um ađ verđa gestanemandi

Nemandi sem óskar ađ verđa gestanemandi viđ annan háskóla ţarf ađ leggja fram formlega umsókn um gestanám hjá viđkomandi deild eđa kennslusviđi heimaskóla,  í síđasta lagi fyrir 15. ágúst vegna haustmisseris og fyrir 15. desember ­­­­vegna vormisseris. Gćta ţarf ađ ţví ađ prófatímabil heimaskóla og móttökuskóla geta skarast, ţ.e.a.s. próf í báđum skólum gćtu mögulega fariđ fram á sama tíma. Brautskráningar skólanna eru á mismunandi tíma og ţarf nemandi ţví ađ gćta sérstaklega ađ ţví ađ skila námsferli sínum úr gestaskóla á tilsettum tíma fyrir brautskráningu ef hann tekur gestanámskeiđ á síđasta misseri sínu.

Gestanámi lýkur

Ţegar gestanámi lýkur ţarf nemandi ađ óska eftir stađfestu afriti af námsferli sínum hjá móttökuskólanum sem hann framvísar til heimaskóla.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu