Valmynd Leit

Námsform

Við Háskólann á Akureyri er boðið upp á þrjú mismunandi námsform þ.e. staðarnám, fjarnám og lotunám.

Staðarnám er eins og heitið ber með sér, nám sem fer fram á staðnum. Þetta námsform er eins og fólk þekkir það hefðbundið. Í grófum dráttum þá sækja nemendur tíma á háskólasvæðinu á Sólborg, vinna verkefni  í hópum sem hittast í sama húsi og hafa beinan aðgang að kennurum, samnemendum og annarri þjónustu sem skólinn býður uppá.

Fjarnám er í boði frá öllum námsleiðum háskólans að einni undanskilinni; lögfræði. Kennslunni í þessu námi er miðlað mismunandi í mismunandi námsleiðum. Sameiginlegt er þó að nemendur geta verið í heimabyggð (eða öðrum byggðarlögum en Akureyri) við nám. Miðlun fjarnáms getur m.a. farið fram með uppteknum fyrirlestrum sem settir eru á vef, kennslu sem fer fram í rauntíma en víða um land í gegnum fjarfundabúnað- eða hvort tveggja.  Allt fjarnám gerir kröfur um staðarlotur á Akureyri að minnsta kosti einu sinni (stundum oftar) á hverju misseri.

Þeim sem hyggjast skrá sig í fjarnám er bent á að kynna sér vel hvernig miðlun þess náms fer fram og hvort það hentar þeim.

Lotunám er nám þar sem öll kennsla í náminu fer fram í staðarlotum á Akureyri en nemendur geta búið og starfað á öðrum stöðum á landinu þess utan. Mikið af námi í framhaldsdeildum HA fer fram á þennan hátt.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu