Valmynd Leit

Fötlun og/eđa námserfiđleikar

 

Nemendur međ fatlanir og nemendur međ námserfiđleika

Athugiđ ađ ţeir sem hafa 75% örorkumat fá 50% afslátt af skráningargjöldum viđ háskólann gegn ţví ađ framvísa stađfestingu á örorkumatinu.

Náms- og starfsráđgjöf hefur umsjón međ ţjónustu viđ fatlađa nemendur og nemendur međ sértćkar ţarfir. Ţjónusta viđ fatlađa nemendur er unnin í náinni samvinnu viđ ţá sjálfa og ţar međ einstaklingsbundiđ. Ţannig er leitast viđ ađ tryggja ađ ţjónustan sé löguđ ađ ţörfum ţeirra sem á henni ţurfa ađ halda hverju sinni.

Nemendum sem vilja nota ţessa ţjónustu er gefinn kostur á ađ merkja í ţar til gerđan reit á almennu umsóknareyđublađi háskólans ţegar sótt er um skólavist eđa ađ hafa samband viđ námsráđgjafa. Til ađ til sértćkra ađgerđa geti komiđ vegna fötlunar eđa annarra hamlana ţarf ađ liggja fyrir greining á vandanum frá viđurkenndum sérfrćđingum ţar sem fram kemur hvađ ţađ er sem aftrar í námi. Náms- og starfsráđgjafi leggur mat á slíkar greiningar í samráđi viđ nemandann, en hefur einnig samstarf viđ kennara viđkomandi, deildarforseta, brautarstjóra, prófstjóra og ađra sem er máliđ viđkomandi. Í framhaldi af ţví eru settar í gang viđeigandi ađgerđir til ađstođar nemandanum. Ţessar ađgerđir geta falist í ađstođ á námstíma en einnig sérstökum úrrćđum vegna próftöku s.s. lengri próftíma, ađ taka próf á tölvu, próftöku í fámenni o.fl.

Algengustu mál sem koma til kasta náms- og starfsráđgjafa í ţessum málaflokki eru, leshamlanir (dyslexia) prófkvíđi og ýmsar sálrćnar eđa líkamlegar fatlanir/hamlanir.

Prófkvíđi
Ţađ er ekki óeđlilegt ađ kvíđa prófum ofurlítiđ og eflaust finna flestir fyrir einhverri streitu í prófatíđ og/eđa fyrir einstök próf. Of mikill kvíđi getur ţó veriđ hamlandi og getur jafnvel dregiđ úr frammistöđu á prófum. Ef um prófkvíđa er ađ rćđa getur námsráđgjafi ađstođađ. Viđtöl geta hjálpađ fólki ađ greina hvađ er eđlileg streita og hvenćr um er ađ rćđa verulegan kvíđa. Viđ slíka greiningu er m.a. notađur prófkvíđakvarđi Spielbergers sem er könnun á prófkvíđa og greinir hann enn frekar í undirţćtti. Í framhaldi af slíkum greiningum ađstođar námsráđgjafi viđ ađ hefja ferli kvíđastjórnunar og einnig er bođiđ uppá námskeiđ um prófkvíđa. Ţegar greining liggur fyrir er hćgt ađ taka ákvarđanir um hvađa bjargráđ eru til stađar vegna próftöku og kvíđastjórnunar. Slíkar ađgerđir eru unnar í samráđi viđ viđkomandi nemendur, prófstjóra, kennara og ađra sem eru málinu viđkomandi og eru einstaklingsmiđađar. Athugiđ ađ kvíđastjórnun sem stunduđ er jafnt og ţétt er líkleg til ađ sýna árangur til langs tíma. Dragiđ ţví ekki ađ leita ađstođar. Námsráđgjafi hefur umsjón međ ađgerđum og umsýslu međ málefnum prófkvíđanemenda.

ATHUGIĐ ađ til ađ sćkja um framlengingu á próftíma vegna prófkvíđa ţarf tvennt ađ koma til. Annars vegar ađ hafa setiđ námskeiđ um prófkvíđa sem er ađgengilegt öllum nemendum HA á vefkennslukerfinu Moodle. Hins vegar ađ hafa fyllt út prófkvíđakvarđa Speilbergers og skorađ lágmark 60 stig á honum. Námsráđgjafi leggur ţennan kvarđa fyrir.

Leshamlanir (dyslexia)
Nemendur međ leshamlanir eiga kost á ađstođ í námi og viđ próftöku. Greining frá viđurkenndum sérfrćđingi ţarf ađ liggja fyrir og verđur sú greining ađ hafa fariđ fram eftir 16 ára aldur. Ađstođin er m.a. falin í ţjónustu á námstíma og sérađgerđir vegna próftöku. Leshamlanir geta birst í ýmsum myndum og vandinn getur ţví veriđ sértćkur og einstaklingsbundinn. Ţess vegna er lögđ áhersla á ađ hver og einn fái ađstođ viđ sitt hćfi. Námsráđgjafi hefur umsjón međ málefnum leshamlađra innan háskólans.

Beiđnir vegna sértćkra ađgerđa í prófum ţurfa ađ berast námsráđgjafa í síđasta lagi 1.nóvember fyrir haustmisseri og 1.apríl fyrir vormisseri.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu