Valmynd Leit

Upplýsingar vegna umsókna

Umsóknaferliđ

Umsóknir  í Háskólann á Akureyri  eru rafrćnar og fara fram á vef hans.  Ađalinnritun fer fram á vormisseri og lýkur ţann 5. júní ár hvert. Einnig er innritađ um áramót eftir ţví sem yfirstjórn háskólans ákveđur hverju sinni og er ţađ ţá auglýst sérstaklega.

Umsóknum ţarf ađ fylgja afrit af prófskírteinum. Ţeir sem hafa nýleg stúdentspróf fá möguleika á ţví ađ heimila HA ađ sćkja upplýsingar um námsferil/ stúdentspróf í INNU - skráningarkerfi framhaldsskólanna á Íslandi. Ef sá möguleiki kemur ekki upp á í umsóknarferlinu ţarf umsćkjandi ađ senda stađfest afrit af prófskírteininu (stimplađ og undirritađ međ bláu) í umslagi merkt umsókn.

Nánar um umsóknarferliđ, smelliđ hér.

Inntökuskilyrđi

Inntökuskilyrđi  eru stúdentspróf eđa annađ nám sem metiđ er sambćrilegt. Heimilt er ađ innrita tilskilinn fjölda af umsćkjendum hverju sinni međ tilgreindum undanţágum  frá stúdentsprófi. Undanţágurnar eru  sérstaklega afmarkađar og skilgreindar. Sjá nánar hér um tilgreindar undanţágur í deildum.

Skrásetningargjald og greiđsla

Skrásetningargjald í HA er ákveđiđ af Alţingi og er nú 75.000 krónur fyrir eitt skólaár. Ţeir sem inniritast um áramót og ţeir sem hverfa aftur ađ námi um áramót greiđa 37.500 krónur fyrir skrásetningu. Krafa birtist í heimabanka umsćkjenda ţegar hann hefur veriđ samţykktur sem nemandi.

Ţeir sem hafa 75% örorkumat fá 50% afslátt af skráningargjöldum viđ HA gegn ţví ađ framvísa stađfestingu á örorkumatinu.

Kennslualmanak

Háskólaáriđ telst frá 1. ágúst til 31. júlí nćsta árs og skiptist í haustmisseri og vormisseri. Kennsla haustmisseris hefst ađ jafnađi í lok ágúst eđa byrjun september og vormisseris í byrjun janúar en nokkur munur getur veriđ milli námsbrauta hvenćr kennsla hefst. Stundaskrá birtist ađ jafnađi mánuđi fyrir upphaf misseris. Jólaleyfi er frá 21. desember til 2. janúar og páskaleyfi frá miđvikudegi fyrir skírdag til ţriđja í páskum. Upphafs- og lokadagur hvors leyfis telst međ. Auk ţessara leyfa er kennsluhlé sumardaginn fyrsta, 1. maí og 1. desember. Til ađ skođa kennslualmanakiđ smelliđ hér.

Námskrá- og kennsluskrá

Námskrá og kennsluskrá HA eru einungis gefnar út á vef skólans. Námskrá sýnir vćntanlegt námsfyrirkomulag  nemenda sem hefja nám á viđkomandi ári. Hún lýsir ţví ennfremur hvernig viđkomandi deild hyggst setja námskeiđ fram ţannig ađ nemendur ljúki námsbrautinni á tilsettum tíma. Kennslukrá tiltekur námskeiđ hvers skólaárs fyrir sig. Í námskrám- og kennsluskrám á vef HA er einnig ađ finna m.a.  almennar upplýsingar um deildir og námsbrautir auk námskeiđslýsinga og námsmarkmiđa.

Ugla

Ugla er upplýsinga- og skráningarkerfi HA. Innritađir nemendur fá ađgang ađ Uglu ţar sem ţeir geta sótt margvíslegar upplýsingar um námiđ og ţjónustu innan háskólans. Ţar er m.a. hćgt ađ fylgjast međ námsferli sínum og sćkja ýmsar ađrar upplýsingar sem Ugla geymir.

Sveigjanlegt nám

Viđ Háskólann á Akureyri er bođiđ uppá sveigjanlegt nám í nemendamiđuđu námssamfélagi ţar sem notađar eru fjölbreyttar kennsluađferđir. Sveigjanlegt nám  ţýđir m.a. ađ verkefna- og hópavinna nemenda, ađgangur nemenda ađ kennurum, samnemendum og annarri ţjónustu sem skólinn býđur uppá, fer fram á vef eđa á háskólasvćđinu.

Sveigjanlegt nám viđ HA samanstendur af námsformunum ţremur, stađarnám, fjarnám og lotunám. Deildir skólans nýta námsformin á mismunandi hátt og er ţví alltaf ráđlegt ađ kynna sér vel hvernig námi er miđlađ í ţeirri deild sem sótt er um í. Námsformin ţýđa í reynd ađ námsumhverfi nemenda er mismunandi ţó ađ miđlun kennslu sé sú sama og námskröfur séu ţćr sömu. 

Stađarnám er eins og heitiđ ber međ sér, nám sem fer fram á stađnum nánast í öllum tilfellum á háskólasvćđinu á Sólborg. Í stuttu máli ţá geta stađarnemar sótt tíma á háskólasvćđinu á Sólborg, geta unniđ verkefni  í hópum sem hittast augliti til auglitis og ţeir hafa beinan ađgang ađ  kennurum, samnemendum og annarri ţjónustu sem skólinn býđur uppá.

Fjarnám er í bođi frá öllum námsleiđum háskólans. Ţessu námsformi er miđlađ á mismunandi hátt eftir námsbrautum. Sameiginlegt međ fjarnemum er ađ nemendur geta almennt búiđ  í heimabyggđ, eđa ţar sem ţeir kjósa ađ búa, á međan á námi stendur og er skilgreindur fjarkennslustađur. Miđlun fjarnáms fer fyrst og fremst fram i formi fyrirlestra sem eru teknir upp og settir á vefkennlsukerfiđ. Ađ öđru leyti getur sveigjanlegt nám fariđ fram á mismunandi hátt. Mismunandi miđlar og rafrćnn búnađur og samskipti geta veriđ mismunandi einnig.   Fjarnám/sveigjanlegt nám gerir kröfur um mćtingar í  stađarlotur á Akureyri ađ minnsta kosti einu sinni (stundum oftar) á hverju misseri. Ađeins ein undantekning er á ţessari mćtingarkröfu og á ţađ viđ um viđskiptafrćđi. 

Lotunám er nám ţar sem öll kennsla í náminu fer fram í stađarlotum á Akureyri en nemendur geta búiđ og starfađ á öđrum stöđum á landinu ţess utan. Talsvert af námi í framhaldsdeildum HA fer fram á ţennan hátt.

Ţeim sem hyggjast skrá sig í nám viđ HA er bent á ađ kynna sér vel hvernig miđlun fyrirhugađs náms fer fram í viđkomandi deild/námsbraut og hvort sú miđlun hentar ţörfum ţeirra.

Háskólinn á Akureyri notar vefkennslukerfiđ Moodle.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu