Valmynd Leit

Barnabókasetur

Barnabókasetur – rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri var stofnað 4. febrúar 2012. Að setrinu standa auk háskólans, Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri. Þá eiga Rithöfundasamband Íslands, Samtök barna- og unglingabókahöfunda, IBBY, Félag fagfólks á skólasöfnum og fleiri aðild að setrinu. Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfund og dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri hefur leitt starfsemi Barnabókaseturs.

Viljayfirlýsing um stofnun Barnabókasetursins var undirrituð í HA á degi íslenskrar tungu sl. Þörfin fyrir setur sem einblínir á bóklestur og lestrarmenningu barna hefur þó lengi verið ljós. Ótal rannsóknir hafa sýnt minnkandi áhuga íslenskra barna og unglinga á bóklestri undanfarin ár og áratugi. Má til dæmis nefna langtímarannsókn Þorbjörns Broddasonar frá 1968-, evrópsku ESPAD rannsóknina, fjölþjóðlegu PISA rannsóknina og Ungt fólk á Íslandi. Áhugi barna á lestri hefur víðar dregist saman en hérlendis en íslensk börn eru hins vegar undir meðaltali og standa sig í kjölfarið verr í lesskilningi en börn í þeim löndum sem við oftast berum okkur saman við. Stofnendur setursins telja mikilvægt að stunda rannsóknir á þessu sviði. Þeir telja líka tímabært að nýta þær rannsóknir sem gerðar hafa verið til að fræða fólk og snúa vörn í sókn.

Markmið Barnabóksetursins eru því eftirfarandi:

a) Að stunda rannsóknir og fræðslu um barnabókmenntir og lestur á Íslandi.
b) Að hvetja til og skapa aðstöðu til rannsókna á barnabókmenntum.
c) Að miðla þekkingu og upplýsingum um barnabókmenntir á Íslandi og stuðla að sýnileika þeirra í samfélaginu.
d) Að vinna að framgangi lestrarmenningar meðal barna og ungmenna á Íslandi.
e) Að efla og treysta innlend og erlend tengsl og taka þátt í alþjóðlegri þekkingarsköpun á fræðasviðinu.
f) Að standa fyrir málþingum og stuðla að útgáfu fræðilegs efnis á sviðinu.

Hér er að finna facebook síðu BarnabókasetursS
kýrslan Lestrarvenjur ungra bókaorma.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu