Valmynd Leit

Betri í dag en í gćr

Ráðstefnan Betri í dag en í gær um nám og gæði í háskólum verður haldin við Háskólann á Akureyri 30.-31. maí nk.  Ráðstefnan er skipulögð á vegum íslensku Bolognasérfræðinganna og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. 

Íslenskir háskólar standa á tímamótum í mörgu tilliti og ekki hvað síst í gæðamálum. Verið er að undirbúa nýtt skipulag gæðaeftirlits þar sem áhersla er lögð á gæðaumbætur og fyrstu tíu ár Bolognaferlisins eru að baki. Það er því rík ástæða til að skoða hvernig til hefur tekist með mikilvægan hornstein þess, gæðin. 

Dagskrá ráðstefnunnar er fjölbreytt en m.a. verður fjallað um hið nýja gæðaráð háskólanna, hver beri á byrgð á gæðum náms og kennslu á háskólastigi, hvernig við eflum gæði, ný viðmið um æðri menntun og prófgráður, innleiðingu hæfniviðmiða, vinnuálag nemenda og ECTS einingar svo eitthvað sé nefnt. Í lok ráðstefnunnar verður boðið upp á málstofur þar sem fjallað verður um nemendamiðaða kennslu og námsmat.

Markhópur ráðstefnunnar er allt starfsfólk háskólastigsins, stjórnendur og kennarar en nemendur á háskólastigi eru sérstaklega boðnir velkomnir á ráðstefnuna. Ráðstefnugjald er kr. 8.000.- fyrir aðra en nemendur sem greiða kr. 4.000.- fyrir þátttökuna. Rafræn skráningarsíða er aðgengileg frá tengli hér til vinstri. 

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna veita:

Sigrún Magnúsdóttir, forstöðumaður kennslusviðs og gæðastjóri, sími: 460 8061,  tölvupóstur sigrun@unak.is   
Sæunn Mjöll Stefánsdóttir, fulltrúi á kennslusviði HA, sími: 460 8038, tölvupóstur saeunn@unak.is

 

       

 

Betri í dag en í gær – ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum

Haldin á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Bolognasérfræðinganna

Háskólanum á Akureyri 30.-31. maí 2011

Mánudagur 30. maí 2011

09:00-09:30    Skráning  
09:30-09:45   Setning og ávarp - Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri
  

Gæðaráð háskólanna (fer fram á ensku)
Fundarstjóri: Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri

09:45-10:00    Gæðaráð háskólanna – hvað er í vændum - Norman Sharp, formaður gæðaráðs
10:00-10:15    Ráðgjafanefnd gæðaráðs – Magnús Karl Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands
10:15-10:30    Hlutverk Rannís gagnvart gæðaráði háskólanna – Magnús Lyngdal Magnússon, sviðsstjóri hjá Rannís 
10:30-10:45    Kaffihlé
10:45-12:15   Panelumræður - Væntingar til starfa gæðaráðs háskólanna (fara fram á ensku)
Umræðustjóri: Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri

Þátttakendur:
Norman Sharp, formaður gæðaráðs
Magnús Lyngdal Magnússon, sviðsstjóri hjá Rannís
Magnús Karl Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands
Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands
Sigurður Kristinsson, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri
Björn Þór Jónsson, forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík
Björn Atli Axelsson, verkfræðinemi og varafulltrúi nemenda í ráðgjafanefnd gæðaráðs
 12:15-13:15   Hádegisverður 


Innra gæðastarf og eftirlit (fer fram á ensku)
Fundarstjóri: Magnús Diðrik Baldursson, gæðastjóri og skrifstofustjóri Háskóla Íslands

13:15-13:45   Reynsla Skota af því að efla gæði náms og kennslu - Norman Sharp, formaður gæðaráðs     


Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?
Fundarstjóri: Magnús Diðrik Baldursson, gæðastjóri og skrifstofustjóri Háskóla Íslands

13:45-14:00    Hreinn Pálsson, prófstjóri Háskóla Íslands 
14:00-14:15    Ása Björk Stefánsdóttir, kennsluþjálfari á kennslusviði Háskólans í Reykjavík
14:15-14:30   Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri
14:30-14:45    Kaffihlé
14:45-15:00   Mist Þorkelsdóttir, tónskáld og deildarforseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands 
15:00-15:15   Signý Óskarsdóttir, verkefnastjóri gæðamála og símenntunar við Háskólann á Bifröst
15:15-15:30    Björn  Þorsteinsson, kennslurektor Landbúnaðarháskóla Íslands 
15:30-15:45    Bjarni Kristófer Kristjánsson, dósent, deildarstjóri og yfirmaður kennslusviðs Háskólans á Hólum
15:45-16:00   Lilja Dögg Jónsdóttir, Bolognasérfræðingur og formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands
16:00-16:30   Umræður 
     
16:30-18:00   Móttaka í Miðborg HA (Styrkt af Verkefnasjóði HA og Akureyrarbæjar)


Þriðjudagur 31. maí 2011

Fundarstjóri: Steinn Jóhannsson, Bolognasérfræðingur og forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykjavík

09:00-09:15    Bolognaverkefnið og Erasmus áætlunin - Óskar Eggert Óskarsson, verkefnastjóri á Landskrifstofu menntaáætlunar ESB 


Lærdómur/þrældómur - vinnuálag og ECTS einingar

Fundarstjóri: Steinn Jóhannsson, Bolognasérfræðingur og forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykjavík

09:15-09:45   Samræmt vinnuframlag stúdenta á námseiningu, undirstaða gæðastarfs – Baldur Sigurðsson, dósent við Háskóla Íslands 
09:45-10:00   Vinnuálag í námskeiðum og ECTS einingarnar – niðurstaða könnunar á vegum Bolognasérfræðinganna – Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir, Bolognasérfræðingur og alþjóðafulltrúi við Landbúnaðarháskóla Íslands 
10:00-10:15   Sýn nemenda á vinnuálag í námskeiðum – Gabriella Unnur Kristjánsdóttir, fyrrv. varaformaður Stúdentaráðs og fulltrúi nemenda í ráðgjafanefnd gæðaráðs
10:15-10:30    Kaffihlé 

 

Innleiðing hæfniviðmiða

Fundarstjóri: Steinn Jóhannsson, Bolognasérfræðingur og forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykjavík

10:30-11:00    Ný viðmið um æðri menntun og prófgráður – Rósa Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu 
11:00-11:30   Innleiðing hæfniviðmiða við íslenska háskóla: Hvaðan komum við og hvert stefnum við? – Guðrún Geirsdóttir, Bolognasérfræðingur og dósent við Háskóla Íslands
11:30-11:45   Innleiðing hæfniviðmiða við Háskólann á Akureyri – Guðrún Pálmadóttir, dósent, Arnheiður Eyþórsdóttir, lektor, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor og Sigrún Magnúsdóttir Bolognasérfræðingur, gæðastjóri og forstöðumaður kennslusviðs, öll við Háskólann á Akureyri
11:45-12:15    Innleiðing hæfniviðmiða í námsbraut um náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands – Sif Einarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands
12:15-12:30   Sýn nemenda á mikilvægi hæfniviðmiða – Kristján Pétur Sæmundsson, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík
12:30-13:00    Samantekt og umræður
13:00-14:00    Hádegisverður 

 

14:00-16:00   Málstofur um nemendamiðaða kennslu og námsmat
     
    Málstofustjóri: Guðrún Geirsdóttir, dósent við Háskóla Íslands
   

Að skapa umgjörð til náms - Allyson Macdonald, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands
Betri í dag en í gær? Áhrif valnámskeiðs metin á vettvangi - Anna Lind Pétursdóttir, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands 
Kenning um nemendamiðaða kennslu - Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri
Þróun samkennslu staðnema og fjarnema á menntavísindasviði Háskóla Íslands - Sólveig Jakobsdóttir, dósent og Þuríður Jóhannsdóttir lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands

16:00-16:30   Samantekt og ráðstefnulok 

 

Nánari upplýsingar um efni ráðstefnunnar, innleiðingu Bolognaferlisins á Íslandi og verkefni Bolognasérfræðingana er að finna á vefsíðum Landsskrifstofu menntaáætlunar ESB

Hagnýtar upplýsingar fyrir gesti á Akureyri:

Upplýsingar fyrir ferðamenn á Akureyri eins og t.d. um gistingu má finna á síðum Akureyrarstofu Visit Akureyri.

Einnig er ráðstefnugestum bent á eftirtalin gistiheimili í nágrenni Akureyrar:

Hotel Natur - Þórisstöðum á Svalbarðsströnd

Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði

Öngulsstaðir

Skjaldarvík

 

Munið að það er ókeypis í Strætó á Akureyri. Sjá leiðakerfi SVA hér.  

Þann 30. maí lendir fyrsta vél frá Reykjavík kl. 08:00 og önnur vél kl. 09:15.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu