Valmynd Leit

Íslensk ţjóđfélagsfrćđi 2012

6. ráðstefnan um rannsóknir á íslensku þjóðfélagi
Háskólanum á Akureyri, 20. – 21. apríl 2012

Föstudaginn 20. apríl og laugardaginn 21. apríl 2012 verður 6. ráðstefnan um rannsóknir á íslensku þjóðfélagi haldin í tengslum við  25 ára afmæli Háskólans á Akureyri. Á ráðstefnunni munu háskólakennarar, sérfræðingar við rannsóknarstofnanir, sjálfstætt starfandi rannsóknafólk, háskólanemar á framhaldsstigi og annað rannsóknarfólk kynna niðurstöður fjölbreyttra rannsókna á íslensku þjóðfélagi frá sjónarhóli félags- og mannvísinda. 

Hér má sjá dagskrá.

Meðal efnis á ráðstefnunni má nefna:

- Afbrot í samfélaginu - Íþróttir og hreyfing 
- Alþjóða- og þróunarmál   - Kynjafræði karla og kvenna 
- Efnahagsþróun á Íslandi   - Mannfjöldi og búsetuþróun  
- Ferðamál og ferðaþjónusta - Málefni innflytjenda 
- Forvarnir og vímuefni   - Menning og samfélag  
- Fjölskyldur á Íslandi   - Menntun og skóli  
- Fjölmiðlar og samfélag  - Samfélagsleg áhrif samgangna 
- Háskólar og byggðaþróun   - Stjórnmál og stjórnkerfi 
- Heilsa og heilbrigðisþjónusta          - Vinnumarkaður og atvinnulíf  


Höfundar erinda og veggspjalda: 
Þeir sem hafa áhuga á því að flytja erindi á ráðstefnunni skulu senda titil og 150 orða útdrátt á netfangha.radstefna2012@gmail.com í síðasta lagi 1. mars 2012.

Skráning: 
Skráning á ráðstefnuna er hafin og felst í því að senda nafn, netfang, símanúmer og aðsetur á ha.radstefna2012@gmail.com í síðasta lagi 1. apríl 2012. Skráningargjald er kr. 5.000, innifalin er þátttaka, gögn ráðstefnunnar, kaffiveitingar og móttaka.
Nemendur skrái sig einnig á ráðstefnuna en eru undanþegnir skráningargjaldi.

Höfundar fræðigreina: 
Höfundum erinda og veggspjalda býðst að leggja fram greinar til birtingar í Íslenska þjóðfélaginu, tímariti Félagsfræðingafélags Íslands, sjá http://www.thjodfelagid.is/. Handrit skulu send ha.radstefna2012@gmail.com í síðasta lagi  1. júní 2012. Niðurstöður ritrýni munu liggja fyrir 15. september og samþykktar greinar birtast rafrænt fyrir árslok 2012.

Skipulagning ráðstefnunnar: 
Undirbúningsnefnd: Andrea Hjálmsdóttir, Birgir Guðmundsson, Edward H Huijbens, Grétar Þór Eyþórsson, Hermína Gunnþórsdóttir, Kjartan Ólafsson og Þóroddur Bjarnason. Starfsfólk: Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir og Ingibjörg Elín Halldórsdóttir.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu