Valmynd Leit

Ráđstefnur 2014

21.-22. febrúar
Vetrarmálstofa Norræna Sumarháskólans

Rannsóknarhópur (kreds/study circle) á vegum Norræna sumarháskólans (NSU) heldur vetrarmálstofu við Háskólann á Akureyri undir heitinu Transformations in welfare in the Nordic countries (New understandings of welfare under conditions of economic globalization and financial crisis).

Sjá nánar. 


28. febrúar
Vetrarráðstefna sálfræðinga á Norður- og Austurlandi (FNSA) í samstarfi við sálfræðibraut Háskólans á Akureyri
Fimm athyglisverðir fyrirlestear, ávarp heilbrigðisráðherra, skemmtiatriði og léttar veitingar. Nánari upplýsingar hér.


5. apríl 2014

Árleg vorráðstefna Miðstöðvar Skólaþróunar HA um menntavísindi
Það verður hverjum að list sem hann leikur - Lifandi starfsþróun - árangursríkt skólastarf,
Ráðstefnan tileinkuð starfsþróun og árangursríku skólastarfi.

Sjá nánar.
Heimasíða miðstöðvar skólaþróunar HA.


28-31. maí 2014
Rektors fundur Háskóla Norðurslóða

Áttundi rektors fundur Háskóla Norðurslóða (U-Arctic Rectors‘ Forum). Þema fundarins að þessu sinni er: Háskólanám á  norðurslóðum – sveigjanleiki - jafnrétti og heilsa.  (University Education in the Arctic Regions-, flexibility, gender equality and health).

Samhliða rektors fundinum mun Háskólinn einnig efna til fundar fyrir nemendur úr háskólum á norðurslóðum og hefst dagskrá nemendafundarins 27. maí. Hver háskóli getur boðið einum til tveimur nemendum að taka þátt í fundinum og mun hver skóli sjá um að greiða allan ferðakostnað, skráningargjald og gistingu fyrir nemendur sína.  

Nánari upplýsingar og skráning er á síðu Háskóla Norðurslóða, hérna.


3. - 5. júní

Þar sem norður og austur mætast 

Önnur kínverska - norræna norðurslóðaráðstefnan verður haldin í Háskólanum á Akureyri 3.-5. júní 2014. Ráðstefnan sem ber yfirskriftina „Þar sem norður og austur mætast“ mun fjalla m.a. um eftirfarandi viðfangsefni:

1) Stjórnarfar á norðurslóðum
2) Alþjóðavæðing, efnahagslíf og svæðisbundin áhrif
3) Samvinna sem tengist hafinu
4) Ferðaþjónusta, menning og miðlun

Vísindamenn sem starfa við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða á vegum annarra rannsóknaaðila eru hvattir til að senda inn tillögur að erindum í síðasta lagi 7. mars nk.

Nánari upplýsingar eru í viðhengi hér.

Skráning er hér.12. september 2014
Námstefna um Byrjendalæsi

13. september 2014
Ráðstefnan Læsi – til samskipta og náms

 

 

 

 

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu