Valmynd Leit

Rannsóknir viđ HA

Rannsóknir eru einn af hornsteinunum í starfsemi Háskólans á Akureyri. Rannsóknastarfiđ er fyrst og fremst í höndum akademískra starfsmanna og stjórnsýsla rannsókna er í höndum RHA - Rannsóknamiđstöđvar Háskólans á Akureyri, sem hefur ţađ hlutverk ađ efla rannsóknastarfsemi og styrkja tengsl háskólans viđ atvinnulífiđ. 

Á enska vef háskólans má sjá yfirlit yfir rannsóknaverkefni háskólans og nánari upplýsingar um ţau.

Háskólinn á Akureyri skilgreinir sem hlutverk sitt ađ skapa „frćđimönnum sínum umhverfi og ađstöđu til rannsókna og nýsköpunar sem stuđlar ađ vexti og framţróun íslensks samfélags og veitir inn í ţađ nýjum straumum...“. Háskólinn á Akureyri er vaxandi rannsóknaháskóli og kemur ţađ međal annars fram í verulegri fjölgun birtinga og tilvitnana undanfarin ár. Skólinn leggur áherslu á rannsóknir sem standast alţjóđleg viđmiđ og ţá sérstaklega á rannsóknir sem tengjast íslensku samfélagi og atvinnulífi auk ţeirrar sérstöđu sem skólinn hefur á frćđasviđum tengdum norđurslóđum. Tengsl náms og rannsókna eru mikilvćg og virk, sérstaklega varđandi framhaldsnám.

Meistaranámiđ er ađ miklu leyti rannsóknatengt og stefna háskólans er ađ efla ţađ bćđi sem sjálfstćtt nám og sem undanfara doktorsnáms, en stefnt er ađ doktorsnámi á nćstu árum í nokkrum deildum á grundvelli öflugs rannsóknaumhverfis og mannauđs. Háskólinn á Akureyri stefnir ađ aukinni rannsóknavirkni og áframhaldandi eflingu rannsóknastarfs í samstarfi viđ háskóla, stofnanir og fyrirtćki innanlands sem erlendis og ađ skapa ţannig enn sterkari grunn fyrir alţjóđlega virt og viđurkennt doktorsnám. Stefnt er ađ ţví ađ hvetja til myndunar rannsóknahópa og efla ytri fjármögnun međ öflugri sókn í samkeppnissjóđi, innanlands sem utan. Rannsóknaţjónusta og innra stođkerfi rannsókna verđur eflt til ađ tryggja sem mestan árangur af ţessari sókn. Rannsóknir eru stundađar í öllum deildum háskólans og er meirihluti verkefna unninn í samstarfi viđ innlenda og erlenda frćđimenn og stofnanir og međ ytri fjármögnun.

Eitt af einkennum heilbrigđisvísindasviđs er ađ flestar rannsóknir eru unnar í ţverfaglegum teymum. Rannsóknir sem beinast ađ ákveđnum hópum eru algengar. Sem dćmi má má nefna rannsóknaefni um stuđning viđ krabbameinssjúka, reynslu og ađlögun kvenna eftir brjóstakrabbamein, tíđni langvinnra verkja, tíđni keisarskurđa og burđarmálsdauđa, ţekkingu og neyslu barnshafandi kvenna á fólasíni og hjartastopp utan sjúkrahúsa. Rannsóknaverkefni međal fólks međ langvinna sjúkdóma, svo sem sykursýki og langvinna lungnateppu og barna međ hreyfihömlun. Annađ rannsóknasviđ beinist ađ innihaldi ţjónustu og ţar er algengt ađ horft sé á reynslu eđa upplifun fólks af ţjónustu, ánćgju ţjónustuţega sem og samskipti og tengsl notenda/sjúklinga og fagfólks. Ţarna má nefna rannsóknir á sviđi umhyggju og umhyggjuleysis sem leiddu til ţróunar á kenningu um efniđ. Rannsóknir sem beinast ađ ţróun og stađfćrslu mćlitćkja hafa veriđ áberandi innan sviđsins, en matstćkin eru ýmist almenn eđa sértćk fyrir ákveđna hópa. Hér má nefna matstćki um hreyfingu, líkamlega fćrni, athafnir og ţátttöku aldrađra, um ţátttöku og lífsgćđi barna og ungmenna og sjálfseflingu, sjálfsumönnun og streitu fólks međ sykursýki. Sum ţessara mćlitćkja hafa sannađ gildi sitt viđ íslenskar ađstćđur og eru notuđ viđ skráningu upplýsinga á landsvísu.

Á hug og félagsvísindasviđi hafa rannsóknir veriđ mjög fjölbreyttar. Viđfangsefni rannsókna í félagsvísindum snúa međal annars ađ Íslandssögu, alţjóđlegri hagţróunar og hugmyndafrćđi, fjölmiđlum og bođskiptum ýmissa ţjóđfélagshópa, siđfrćđi, og hugfrćđilegum, lífeđlisfrćđilegum og klínískum athugunum í sálfrćđi. Ennfremur eru öflugar rannsóknir í menntunar og kennarafrćđum sem tengjast skólaţróun, heimspeki menntunar, sérkennslu, lestri, skólastjórnun, sagnfrćđi, íslenskum frćđum, uppeldis- og kennslufrćđi, jafnrétti, sálfrćđi og upplýsingatćkni í skólastarfi. Ţá eru ótaldar rannsóknir viđ lagadeild á sviđi ţjóđaréttar, s.s. mannréttinda bćđi alţjóđlegra og í landsrétti, réttinda minnihlutahópa og frumbyggja, hafréttar, stjórnskipunarréttar, réttarheimspeki, kennilegrar lögfrćđi, réttafélagsfrćđi, eignarréttar og samanburđarlögfrćđi.

Á viđskipta og raunvísindasviđi eru öflugar rannsóknir á sviđi líftćkni, erfđafrćđi, sjávarlíffrćđi, matvćla sem og auđlindanýtingar. Sérstaklega má nefna ađ byggđarannsóknir og rannsóknir tengdar áhrifum samgöngumannvirkja á ţjóđfélagiđ og byggđir landsins eru samnefnari fyrir fjölmörg rannsóknarverkefni á öllum sviđum skólans. Ţjónusturannsóknir og ráđgjöf til stjórnvalda um byggđaţróun og sjávarútvegsmál er virkur og vaxandi ţáttur í rannsóknarstarfi frćđimanna skólans.

Lögđ er áhersla á ađ afrakstri rannsóknastarfsins sé fylgt eftir, ađ árangur starfsmanna sé metinn í samrćmi viđ matskerfi opinberu háskólanna. Ennfremur er haldiđ saman yfirliti yfir árangurinn, afrakstur, birtingar og önnur atriđi sem eru mćlikvarđar á gćđi og virkni í rannsóknum. Sérstaklega er miđlađ árangri og niđurstöđum verkefna til samfélagsins, stjórnmálamanna og hins almenna borgara međ ţeim tćkjum sem í bođi eru svo sem vef háskólans, međ opnum málstofum, í fjölmiđlum og til vísindasamfélagsins međ hefđbundnum birtingum. Háskólinn safnar tölfrćđiupplýsingum um rannsóknastarfiđ. Upplýsingar um rannsóknastarf eru rýndar og rćddar reglulega í gćđaráđi.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu