Valmynd Leit

Lokin verkefni frá 2011

Aðdragandinn að stofnun Háskólans á Akureyri Viðfangsefnið var að kanna það umhverfi og aðstæður sem leiddu til þess að stofnaður var sjálfstæður háskóli á Akureyri árið 1987. Leitað var fanga í margháttuðum opinberum gögnum, ýmiss konar skjölum, dagblöðum, skýrslum og reyndar hvar sem upplýsinga var von, s.s. með samtölum við aðila sem komu að málum. Markmiðið var að draga upp skýra mynd af því hvenær hugmyndir um sjálfstæðan háskóla á Akureyri komu fyrst fram og hvaða röksemdir lágu að baki. Að því búnu er rakin liðlega tveggja áratuga þróun hugmyndarinnar og reynt að greina þá þætti sem að lokum leiddu til stofnunar Háskólans á Akureyri 1987.
Rannsakandi: Bragi Guðmundsson prófessor HA.
Styrkir: Engir.
Verklok: Í lok árs 2012.
Birting: Kafli í bókinni Háskólinn á Akureyri 1987–2012: afmælisrit (Akureyri, 2012).


Aukinn sveigjanleiki náms við Háskólann á Akureyri Fjárframlög íslenska ríkisins til háskóla eru háð nemendafjölda og því leita margir þeirra leiða til að fjölga nemendum. Landfræðileg staðsetning nemenda og  tímasetning kennslu vega þungt þegar horft er til takmarkana á námsaðgengi. Því gæti nám sem skipulagt er með hámarks sveigjanleika hvað varðar stað og stund haft áhrif á fjölgun nemenda. Vorið 2011 voru kennd þrjú tilraunanámskeið við Háskólann á Akureyri þar áhersla var lögð á sem mestan sveigjanleika hvað varðar stað og stund námsins. Að námskeiðunum loknum fór fram rannsókn á upplifun nemenda af einu þessar námskeiða, Upplýsingatækni í skólastarfi sem kennt er við kennaradeild. námskeiðinu. Rannsóknin tók til margra ólíkra þátta er varðar upplifun og skoðanir þeirra nemenda sem sátu námskeiðið. Markmið rannsóknarinnar var að fá sem skýrasta sýn á viðhorf nemenda til þess að stunda nám á neti óháð stað og stund í stað þess að mæta í hefðbundnar kennslustundir í háskólann eða í fjarkennslumiðstöðvar. Gögnum var safnað með rýnihópaviðtölum en einnig var lagður fyrir spurningalisti með vefkönnunarkerfi. Niðurstaðan var að nemendurnir voru ánægðir með tilhögun námskeiðsins, skipulag og innihald. Þeim fannst námskeiðið krefjandi en áhugavert og töldu sig hafa lært mikið.
Rannsakandi: Eygló Björnsdóttir dósent HA.
Styrkir: Engir.
Verklok: Í lok árs 2011.
Birtingar: Eygló Björnsdóttir. (2012). Ég er svo óvanur svona fjarnemastússi“: Aukinn sveigjanleiki náms við Háskólann á Akureyri. Grein birt í Netla – veftímarit um uppeldi og menntun. Reykjavík: Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Erindi:
Eygló Björnsdóttir. (2011). „Ég er svo óvanur svona fjarnemastússi“. Erindi haldið á Menntakviku 2011, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands 30. september 2011.

Eygló Björnsdóttir. (2012). Fjarkennslan. Hvert stefnum við? Erindi haldið fyrir kennara á Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri á kennaradegi 7. mars 2012.

Eygló Björnsdóttir. (2012). Er meiri sveigjanleiki málið?: Tilraun með sveigjanlegt námsskipulag við Háskólann á Akureyri. Erindi haldið á Ráðstefna um þjóðfélagsfræði 2012. Ráðstefnan var haldin 20.–21. apríl 2012 í Háskólanum á Akureyri.

Eygló Björnsdóttir. (2012). Do we need more flexibility?: Distance learning in the University of Akureyri. Erindi haldið á ráðstefnunni Distance Learning and Education: Supporting rural Development, the Icelandic Context. Ráðstefnan var haldin á Húsavík á vegum Nordiskt Nätverk för vuxnas lärande 22. Maí 2012.

Eygló Björnsdóttir. (2013). Is more flexibility the solution? Erindi haldið á NERA – norrænu menntaráðstefnunni  9. mars 2013. Ráðstefnan var haldin í Háskóla Íslands.

Eygló Björnsdóttir. (2013). Is more flexibility the solution? Experimenting with flexibility at the University of Akureyri. Erindi haldið fyrir starfsfólk Háskólans á Akureyri  mánudaginn 18. mars 2013.

Eygló Björnsdóttir. (2013). „I´m really not used to this Distance Education Stuff.  Erindi haldið á alþjóðlegri ráðstefnu Delta Kappa Gamma, félags kvenna í fræðslustörfum, Amsterdam 9. ágúst  2013.


Á mörkum skólastiga. Áherslur í starfi með elstu börnum leikskólans Í nýjum lögum og aðalnámskrám leik- og grunnskóla eru fyrirmæli um samfellu og samstarf á milli skólastiga með það að markmiði að auðvelda börnunum flutning á næsta skólastig. Starfið með elstu börnum leikskólans hefur verið í mikilli þróun síðustu árin. Þetta eru viðfangsefni rannsóknar sem unnin var sumarið 2011 en markmið hennar var að fá sem skýrasta sýn á starf með elstu börnum leikskóla síðustu mánuði þeirra í skólanum, hvaða áherslur eru lagðar og að hvaða markmiði er stefnt. Spurningalisti var lagður fyrir 110 leikskólastjóra, jafnt í stærri sveitarfélögum sem minni. Svör fengust frá 65 leikskólastjórum eða 60% þeirra. Helstu niðurstöður eru þær að sömu áherslur eru í starfi með elstu börnunum og þeim yngri en kröfur auknar í samræmi við þroska og getu. Leikskólastjórar leggja mikla áherslu á dygðir og mannkosti. Þeim þótti félagsfærni barnanna mikilvæg sem og sterk sjálfsmynd og sjálfstraust.
Rannsakendur: Anna Elísa Hreiðarsdóttir lektor HA og Eygló Björnsdóttir dósent HA.
Styrkir: Engir.
Verklok: Í lok árs 2011.
Birtingar: Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Eygló Björnsdóttir. (2011). Á mörkum skólastiga: Áherslur í starfi með elstu börnum leikskólans. Ráðstefnurit Netlu – Menntakvika 2011. Reykjavík: Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Eygló Björnsdóttir. (2011). Á mörkum skólastiga: Starf með elstu börnunum síðustu mánuðina þeirra í leikskóla. Erindi haldið á Menntakviku 2011, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands 30. september 2011.

Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Eygló Björnsdóttir. (2011).  Á mörkum skólastiga: Ekki gleyma leiknum og gleðinni. Veggspjald á Þjóðarspegillinn 2011: Rannsóknir í félagsvísindum XII, árlegri ráðstefnu félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, 28 október 2011.

Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Eygló Björnsdóttir. (2012). Nýjar áherslur í aðalnámskrám og áhrif þeirra á starf á mótum leik- og grunnskóla. Erindi haldið á Ráðstefna um þjóðfélagsfræði 2012. Rástefnan var haldin 20–21. apríl 2012 í Háskólanum á Akureyri.


Áhrif söguaðferðarinnar á áhuga og virkni nemenda í eigin námi. Markmið rannsóknarinnar var að athuga áhrif  söguaðferðarinnar á  áhuga og virkni nemenda í eigin námsferli. Kannað var með einstaklings viðtölum og rýnihópaviðtölum við kennara hvernig þeir telja sig geta stuðlað að virkni nemenda í eigin námsferli og eflt áhuga þeirra til náms í gegnum kennsluaðferð söguaðferðarinnar.  Söguaðferðin byggir á skapandi og fjölþættum vinnubrögðum  sem hvetja til virkni nemenda og geta stuðlað að meiri áhuga á náminu með fjölbreytni, sveigjanleika og aðlögun námsefnis að ólíkum þörfum einstaklinga í skólastarfi.  Í henni er mikil áhersla lögð á félagslega færni, tjáningu, samræðu og samskipti og nemendur eru  hvattir til ígrundunar og sjálfsmats. Í úrvinnslu gagna var horft til þess hvernig niðurstöður féllu að kenningum um virkt nám og áhugahvöt.
Rannsakandi: María Steingrímsdóttir dósent.
Styrkir: Engir Verklok: Árslok 2012
Birtingar: Erindi á ráðstefnum um íslenska þjóðfélagsfræði, Menntakviku, Miðstöðvar skólaþróunar HA og International Stoyline Conference, Storyline: a key to effective learning and teaching 2012.


Er samfella í læsiskennslu barna á mótum leik- og grunnskóla? Yfirfærsla (e. transition) á milli fyrstu skólastiga og samfella í námi (e. continuity) hefur fengið töluverða umfjöllun í fræðaheiminum. Það er hins vegar spurning að hve miklu leyti þessi umfjöllun hefur haft áhrif á starfsemi skólanna. Halldóra Haraldsdóttir hefur unnið að rannsókn í þeim tilgangi að skoða þetta. Markmið rannsóknar var að skoða hvort hugað sé að samfellu í námi barna á mótum skólastiga, einkum hvað varðar læsi. Skoðað var á hvern hátt unnið er með læsi í leikskóla, hvernig upplýsingar flytjast á milli skólastiganna og hvernig þær eru notaðar í grunnskólanum. Þessi rannsókn var gerð í framhaldi af annarri rannsókn um viðhorf og þekkingu nokkurra leikskólabarna á læsi við lok leikskóla. Rannsóknin var gerð í samtals fimm leikskólum og grunnskólum í einu bæjarfélagi. Tekin voru rýniviðtöl við kennara elstu deilda leikskóla og yngsta bekkjar grunnskóla og til viðbótar rýnt í ýmis rituð gögn skólanna. Meginniðurstöður eru þær að skólastofnanirnar hafa skipulegt samstarf á mótum skólastiga. Samstarfið beinist einkum að því að draga úr spennu og kvíða barna sem getur tengst þessum tímamótum og felst í því að kynna þeim aðstæður og umhverfi grunnskólans en minna virðist hugað að samræmingu kennsluhátta, í þessu tilviki læsi.
Rannsakendur: Halldóra Haraldsdóttir dósent HA. Viðmælendur lögðu til efni.
Styrkir:  Engir.
Verklok:  Desember 2012.
Birtingar:  Halldóra Haraldsdóttir. (2012). Er samfella í læsiskennslu barna á mótum leik- og grunnskóla? Grein birt í Netla – veftímarit um uppeldi og menntun. Reykjavík: Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Á mótum skólastiga. Samskipti á milli leik- og grunnskóla um mál og læsi barn(ráðstefnuerindi). Háskólinn á Akureyri . Íslensk þjóðfélagsfræði 20. – 21. apríl, 2012.  

Á mótum skólastiga. Samskipti á milli leik- og grunnskóla um leiðir til samræmingar starfshátta – mál og læsi (ráðstefnuerindi). Háskólinn á Akureyri. Miðstöð skólaþróunar. 28. apríl 2012.

Transition from preschool- to primary school. Children´s literacy knowledge at the end of pre-school and teachers’ use of that information in the primary school (ráðstefnuerindi). The 16th Nordic Reading Conference 13th . 14. júní  2012, Reykjavík.


Fagmennska í skólastarfi. Trausti Þorsteinsson lét af störfum sem forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við HA haustið 2010. Hann á einnig að baki starfsferil sem fræðslustóri Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra, skólastjóri og kennari og áhrifamaður í menntamálum á marga lund. Af þessu tilefni hefur var ákveðið að ráðast í útgáfu bókar til heiðurs Trausta.  Viðfangsefni hennar er fagmennska og þróun skólastarfs í margvíslegum skilningi með nemendur og nám þeirra í forgrunni. Ritstjórar bókarinnar eru þrír:

  • Rúnar Sigþórsson prófessor við kennaradeild HA.
  • Rósa Eggertsdóttir, sjálfstætt starfandi fræðimaður sem starfaði áður sem sérfræðingur við miðstöð skólaþróunar í HA.
  • Guðmundur Heiðar Frímannsson prófessor við kennaradeild HA.

Aðrir höfundar eru háskólakennarar við kennaradeild HA og menntavísindasvið HÍ og rágjafar sem starfa í sérfræðiþjónustu við skóla. Bókinni var einkum ætlað að nýtast kennurum og kennaranemum í grunn- og framhaldsnámi og í henni er leitast við að sameina fræðileg efnistök og skýra og aðgengilega framsetningu.
Styrkir: Útgáfa bókarinnar var styrkt af útgáfusjóði HA og Háskólasjóði KE
Verklok: Bókin kom út hjá Háskólaútgáfunni í september 2013
Nánar um bókina


Lífsfylling. Nám á fullorðinsárum (Bók sem byggir á rannsókn). Í bókinni er gerð grein fyrir því hvað nám felur í sér, rakin söguleg þróun náms á fullorðinsárum og fjallað um kenningar fræðimanna um námsleiðir sem henta fullorðnu fólki fremur en yngra fólki eða börnum. Gerð er grein fyrir hlutverki kennara, kennslu og námskenningum sem geta verið lykill að farsælu námi og fjallað um áhugahvötina og tilfinningar sem geta ráðið því hve mikið þrek, úthald og örvun fólk hefur til að láta hugmyndir sínar eða verk verða að veruleika. Í bókinni segja konur og karlar, sem lokið hafa meistaranámi í menntunarfræði í háskólum, hér á landi eða erlendis, frá reynslu sinni af námi sínu; áhugahvötinni, kennslunni og leiðsögninni sem þau fengu, hvernig þeim leið á meðan á náminu stóð og hvaða ávinning þau höfðu af náminu. Bókinni er ætlað að auka skilning nemenda og kennara á þörfum nemenda sem stunda framhaldsnám í háskóla.

Rannsakandi: Höfundur Kristín Aðalsteinsdóttir prófessor HA.
Styrkir: Hefur hlotið styrk úr Rannsóknarsjóði HA og Útgáfusjóði.
Verklok:  Í lok árs 2012.
Birtingar: Erindi hafa verið flutt sem tengjast rannsókn verksins og bókin kemur út í byrjun árs 2013.


Rannsókn á lestrarvenjum og viðhorfum barna til lesturs og á notkun barnabókmennta í skólastarfi (Learning and Teaching Children‘s Literature in Europe). Á undanförnum árum hefur hópur fræðimanna í fjórum háskólum í Evrópu unnið að rannsókn á lestrarvenjum barna á aldrinum 8–11 ára og jafnframt notkun barnabókmennta í skólastarfi. Markmiðið með verkefninu var að afla upplýsinga um lestrarvenjur evrópskra barna á aldrinum 8–11 ára og notkun barnabókmennta í skólastarfi, greina þær og kynna niðurstöður með fjölbreyttum hætti, með vefsíðu, á ráðstefnum, með greinaskrifum og útgáfu bæði skýrslu og kennsluefnis. Unnið var að rannsókn þar sem spurningalistar voru lagðir fyrir börn og kennara í löndunum fjórum og niðurstöður greindar tölfræðilega, settar í fræðilegt samhengi og ræddar. Einnig voru tekin rýnihópaviðtöl við börn og kennara til að fá frekari upplýsingar um lestur og notkun barnabókmennta í skólastarfi. Útbúnar voru leiðbeiningar fyrir kennara um notkun barnabókmennta í skólastarfi og eru þær aðgengilegar á vefsíðu verkefnisins http://www.um.es/childrensliterature/site/ á ensku og spænsku. Jafnframt er skýrsla rannsóknarhópsins aðgengileg á sömu vefsíðu.
Rannsakendur: Háskólinn á Akureyri, Háskóli Vestur-Englands í Bristol á Englandi, háskólinn í Murcia á Spáni og Gazi háskóli í Ankara í Tyrklandi. Fyrir hönd HA tóku þátt Kristín Aðalsteinsdóttir prófessor við hug- og félagsvísindasvið og Guðmundur Engilbertsson sérfræðingur á miðstöð skólaþróunar og lektor við hug- og félagsvísindasvið.
Styrkir: Evrópusambandið styrkti rannsóknina, alls 240 þúsund evrur (Comenius, Lifelong Learning).
Verklok: Verkefninu lauk í árslok 2011 en til stendur að hefja sambærilega rannsókn á lestrarvenjum evrópskra barna á aldrinum 12–15 ára.
Birtingar: Verkefnið hefur verið kynnt á ýmsum ráðstefnum og skýrsla rannsóknarhóps er aðgengileg á vefslóðinni: http://www.um.es/childrensliterature/site/file.php/1/Deliverables/LTCL_final_Report.pdf.


Samstarf Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri um M.Ed. nám í starfstengdri leiðsögn á sviði uppeldis og menntunar. Markmið verkefnisins er að þróa nýja námsleið í meistaranámi á Menntavísindasviði HÍ og kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs í HA þar sem stefnt er að því að efla hæfni reyndra kennara til að annast leiðsögn kennaranema og nýliða í starfi. Jafnframt er stefnt að því að efla faglegt samstarf milli háskólanna annars vegar og starfsvettvangs hins vegar um vettvangsnám kennaranema og samábyrgð þessara stofnana á menntun kennara og um leið skólaþróun. Námið er ætlað kennurum af öllum skólastigum sem hafa minnst tveggja ára starfsreynslu. Styrkur þessarar námsleiðar felst í að komið er til móts við brýna þörf fyrir sérstaka menntun fyrir þá kennara sem annast starfstengda leiðsögn í leik- grunn- og framhaldsskólum. Ábyrgðarmaður verkefnisins er Ragnhildur Bjarnadóttir dósent HÍ.
Þátttakendur: Anna Þóra Baldursdóttir lektor HA, Arna H. Jónsdóttir lektor HÍ, Hafdís Ingvarsdóttir prófessor HÍ, María Steingrímsdóttir dósent HA og Ragnhildur Bjarnadóttir dósent HÍ.
Styrkir: Sótt var um hvata- og þróunarstyrk til samstarfs opinberu háskólanna til að undirbúa námið, og fékkst sá styrkur og jafnframt stuðningur yfirmanna viðkomandi stofnana.
Birtingar:
Engar enn sem komið er.


Skólastjórar í fámennum skólum á Íslandi og í Ástralíu: Þróun forystuhæfni starfsfólks. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á það hvernig skólastjórar í fámennum skólum, annars vegar á Íslandi, og hins vegar í Ástralíu, vinna að því að efla forystuhæfni starfsfólks. Við rannsóknina er beitt túlkandi fyrirbærafræðilegri nálgun, þar sem skólastjórarnir eru tilvikið, ásamt því að um samanburðarrannsókn er að ræða. Farið er í fámenna skóla í hvoru landi og gagna aflað með viðtölum við skólastjóra, vettvangsathugunum, óformlegum samtölum við starfsfólk og skjalarýni. Við úrvinnslu er litið til samhljóms þessara tveggja landa, sem og menningarlegs mismunar, og þeirra aðstæðna sem skólastjórar fámennra skóla búa við.
Þátttakendur: Sigríður Margrét Sigurðardóttir lektor við Háskólann á Akureyri, Dr. Helen Wildy sviðsforseti við Háskólann í vestur Ástralíu (The University of Western Australia) og Dr. Robert Faulkner dósent við sama háskóla.
Verklok: Vinna við rannsóknina hófst í desember 2011 og lauk 2014.
Styrkir: Engir.
Birtingar:  Helen Wildy, Sigríður Margrét Sigurðardóttir og Robert Faulkner. (2014).  Leading the small rural school in Iceland and Australia: Building leadership capacity. Educational Management Administration & Leadership, 42(45), bls. 104–118. DOI: 10.1177/1741143213513188


Starfshættir í grunnskólum. Rannsóknarverkefnið Starfshættir í grunnskólum er þverfaglegt rannsóknarverkefni sem beinist að starfsháttum í íslenskum grunnskólum. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að gefa yfirsýn yfir núverandi starfshætti í íslenskum grunnskólum með áherslu á þróun í átt til náms við hæfi hvers og eins. Þess er vænst að niðurstöður rannsóknarinnar muni skapa forsendur fyrir þróunarstarfi á vegum sveitarfélaga og einstakra skóla ásamt því að mynda gagnagrunn fyrir langtímarannsókn á þróun starfshátta í grunnskólum. Leitast er við að varpa ljósi á námsumhverfi, nám nemenda, hlutverk kennara og skipulag innan skólans. Einnig eru skoðuð viðhorf nemenda, kennara, foreldra og stjórnenda til námsins og hlutur foreldra í námi barna sinna. Til grundvallar rannsókninni á starfsháttum í grunnskólum liggur líkan um þróun starfshátta í grunnskólum sem byggt er á matstæki um einstaklingsmiðað nám sem unnið var af hópi skólafólks í Reykjavík 2005. Líkanið hvílir á sex stoðum sem skarast innbyrðis. Stoðirnar eru:

  • Skipulagsstoð:
  • Skipulag og stjórnun skólastarfs.
  • Námsumhverfisstoð: Námsumhverfi innan skólastofunnar og í skólanum almennt.
  • Viðhorfastoð: Viðhorf nemenda, kennara, stjórnenda og foreldra.
  • Kennarastoð: Hlutverk kennara og kennsluhættir.
  • Nemendastoð: Viðfangsefni og nám nemenda.
  • Foreldra- og samfélagsstoð: Þátttaka foreldra í skólastarfi og tengsl skóla við grenndarsamfélagið.

Gagna er aflað á árunum 2009-2011 með vettvangsathugunum, einstaklings- og rýnihópaviðtölum, spurningakönnunum, athugun á niðurstöðum samræmdra  prófa og með því að kanna skrifleg gögn frá skólum og öðrum opinberum aðilum
Þátttakendur: Að rannsókninni stendur hópur fræðimanna við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Samhliða rannsókninni fer fram rannsókn á list- og verkgreinum í grunnskólum. Að henni standa rannsakendur frá Menntavísindasviði HÍ, Kennaradeild HA og Listaháskóla Íslands. Báðar rannsóknirnar eru tengdar Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs hjá Háskóla Íslands.
Styrkir: Rannsóknin er styrkt af Rannsóknarsjóði (Rannís), Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands, Rannsóknarsjóði Háskólans á Akureyri, Nýsköpunarsjóði og Atvinnuátaki ríkisins sumarið 2010.
Birtingar: Síðan gagnaöflun lauk hefur verið unnið úr gögnum og niðurstöður birtar í tímaritsgreinum og á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum.
Verklok: Bók um rannsóknina: Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar kom út hjá Háskólaútgáfunni 2014. Í bókinni er dregin er upp mynd af viðhorfum starfsfólks skóla; námsumhverfi; skipulagi og stjórnun; tilhögun kennslu; viðhorfum, rödd og samskiptum nemenda; tengslum skóla við foreldra og grenndarsamfélag; námi og kennslu i list- og verkgreinum og nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi.

Bæklingur um rannsóknina
Rannsóknaráætlun nemendastoðar


Starfshættir list- og verkgreina í grunnskólum. Verkefnið er hluti af stærra rannsóknarverkefni, Starfshættir í grunnskólum. Leitast er við að varpa ljósi á námsumhverfi í þessum greinum, nám nemenda, hlutverk kennara og skipulag. Aðsetur verkefnisins er Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs. Að rannsókninni kemur hópur fræðimanna frá HÍ, HA og Listaháskóla Íslands. Verkefnisstjóri er Dr. Gerður G. Óskarsdóttir.
Þátttakendur: Rósa Kristín Júlíusdóttir dósent, Kristín Indriðadóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Brynjar Ólafsson, Helga Rut Guðmundsdóttir, Kári Jónsson, Kristín Ísleifsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Kristín Valsdóttir, Ólafur Kvaran, Ragnheiður Júníusdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir og verkefnisstjóri.
Styrkir:  Rannsóknarsjóðir Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri hafa styrkt verkefnið.
Birtingar: Rósa K. Júlíusdóttir hefur flutt nokkur erindi á ráðstefnum um efni sem tengjast beint rannsókninni og hluta hennar um myndlistakennslu.
Verklok: Bók um rannsóknina: Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar kom út hjá Háskólaútgáfunni 2014. Í bókinni er dregin er upp mynd af viðhorfum starfsfólks skóla; námsumhverfi; skipulagi og stjórnun; tilhögun kennslu; viðhorfum, rödd og samskiptum nemenda; tengslum skóla við foreldra og grenndarsamfélag; námi og kennslu i list- og verkgreinum og nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi. 


Storyline: The key to effective learning and teaching. Samstarfsverkefni  HA, HÍ menntavísindasvið og Storyline international um alþjóðlega ráðstefnu og námsstefnu um söguaðferðina. Ráðstefnan var fimmta aðlþjólega ráðstefna um söguðaferðina  og var haldin í Reykjavík 9.–11. ágúst 2012. Námstefnan18th Golden Circle Seminarvar haldin á  Hótel Örk í Hveragerði 12.–13. ágúst 2012.
Þátttakendur: Fulltrúar í samstarfinu voru Steve Bell frá Storyline international, María Steingrímsdóttir dósent frá HA og Guðmundur Kristmundsson og Björg Eiríksdóttir frá HÍ.


The teacher in an inclusive school - Kennarinn í skóla án aðgreiningar. This is a qualitative study of primary school teachers´ perspectives on the ideology and practice of inclusive education and how these affect their professional work habits and ideas about education. The aim of the overall study was to address how teachers construct their ideas on inclusive education and what role the national education policy may exercise in that respect. The study was conducted in five compulsory schools, three in Iceland and two in the Netherlands. Iceland is the main case in the study but the aim of gathering data in Dutch schools was to obtain a deeper and richer perspectives and understanding on the Icelandic issues by comparing similar and contrary factors. The study is located within an interpretive framework and data was gathered by interviews, with teachers and head teachers, registration (teaching logs), document analysis (acts and curriculum) and media articles
Þátttakandi: Hermína Gunnþórsdóttir lektor HA (doktorsverkefni)
Styrkir: RANNÍS- Rannsóknarnámssjóður 2011-2012,  Rannsóknarsjóður Háskólans á Akureyri 2010, Rannsóknarsjóður Háskólans á Akureyri 2012. 
Verklok: 2014
BirtingarGunnthorsdottir, H. (in print). The teacher in an inclusive school: Influences on the ideas of Icelandic and Dutch compulsory school teachers. In B. Boufoy-Bastick (Ed.), International Cultures of Educational Inclusion (pp.... ). Strasbourg: Analytrics.

Hermína Gunnþórsdóttir & Dóra S. Bjarnason. (2014). Conflicts in teachers’ professional practices and perspectives about inclusion in Icelandic compulsory schools. European Journal of Special Needs Education. DOI: 10.1080/08856257.2014.933543. To link to this article: http://dx.doi.org/10.1080/08856257.2014.933543

Hermína Gunnþórsdóttir & Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2014). Additional workload or a part of the job? Icelandic teachers' discourse on inclusive education. International Journal of Inclusive Education, 18(6), 580–600, DOI: 10.1080/13603116.2013.802027. To link to this article: http://dx.doi.org/10.1080/13603116.2013.802027

Hermína Gunnþórsdóttir. (2011). De Leerkracht in een Inclusive School: Invloed op de ideeën en het inzicht van IJslandse en Nederlandse basisschoolleerkrachten. Marktplaats, 16, 16-18.

Hermína Gunnþórsdóttir. (2011). The Teacher in an Inclusive School: Influences on the Ideas and Understanding of Icelandic and Dutch Primary School Teachers. Marktplaatsrafræn útgáfa.

Hermína Gunnþórsdóttir. (2010). Kennarinn í skóla án aðgreiningar. Áhrifavaldar á hugmyndir og skilning íslenskra og hollenskra grunnskólakennaraRáðstefnurit Netlu – Menntakvika 2010.

RáðstefnuerindiExclusion in inclusive schools? ECER - The European Conference on Educational Research, University of Porto, Portugal. 1.–5. sept. 2014

Additional workload or a part of the job? Icelandic teachers´ discourse on inclusive education (with Ingólfur Ásgeir Jóhannesson). NERA - Annual conference Nordiska förening för pedagogisk forskning, Reykjavík 7.–9. mars 2013.

The teacher in an inclusive school: Influences on the ideas of Icelandic and Dutch Compulsory School Teachers. NERA - Annual conference Nordiska förening för pedagogisk forskning, Reykjavík, Iceland 7.–9. mars 2013.

Additional workload or a part of the job? Icelandic teachers’ discourse on inclusive education (with Ingólfur Ásgeir Jóhannesson). ECER - The European Conference on Educational Research, Bahçeşehir University in Istanbul, 10.–13. sept. 2013

Teachers´ professionalism and inclusive education (with Dóra S. Bjarnason). ECER - The European Conference on Educational Research, Bahçeşehir University in Istanbul, 10.–13. sept. 2013

Teachers´ professionalism and inclusive education. NERA 40th Congress. Network 12 – Inclusive Education. Copenhagen, Denmark. 8.–10. mars 2012

Háskóli Íslands, Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum (RIKK). Alþjóðleg afmælisráðstefna: Þræðir og fléttur. Menning, samfélag og umhverfi. Erindi og veggspjald: The Teacher in an Inclusive School. 4–5. nóv. 2011

Orange, Kalifornía, Emerging Scholars Conference: EXPLORING DIFFERENCE: DISABILITY AND DIVERSITY IN EDUCATION, LAW, AND SOCIETY Erindi: Teachers role in an inclusive school. 24. sept. 2011.

Berlín, Þýskaland. ECER - The European Conference on Educational Research Network 4 – Inclusive Education. Erindi: Is your inclusion in school up to your mother?, 12.–16. sept. 2011  

Berlín, Þýskaland. ECER - The European Conference on Educational Research Network 4 – Inclusive Education. Erindi: Teachers role in an inclusive school, 12.–16. sept. 2011 


The Ecology of Early Childhood Multilingualism. Rannsóknin snýr að máltöku tví- og fjöltyngdra barna og þróun hennar með tilliti til félagslegs umhverfis barnanna, einkum þeirra venja og þeirrar málstefnu sem myndast innan fjölskyldna þeirra auk þeirrar hugmyndafræði og staðla sem ríkja í hinu ytra samfélagi í þessum efnum. Auk Íslands nær rannsóknin til Svíþjóðar og Finnlands og leitað er svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: a) Hvernig mótar félagslegt umhverfi fjöltyngis málstefnu fjölskyldunnar og málfarslegar venjur hennar?, b) Hvernig móta börn eigið fjöltyngt umhverfi og þróun þess?, c) Hvernig myndast fjölskyldumálstefna í gegnum samspil barna og foreldra, d) Hvaða áhrif hafa málstefna og venjur barnanna sjálfra á þróun fjöltyngis þeirra?

Þátttakendur: Finnur Friðriksson dósent HA, Sally Boyd prófessor (ábyrgðarmaður), og Ulla Veres lektor, Gautaborgarháskóla, Åsa Palvianen prófessor, Háskólanum í Jyväskylä S
Styrkir: Styrkur frá Knut och Alice Wallenbergers stiftelse og Rannsóknasjóði HA
Áætluð verklok: Árslok 2014
Birtingar: Finnur Friðriksson (2011, 18. júní). Icelandic language policy: Any room for linguistic heterogeneity? Erindi flutt á ISB8: International Symposium on Bilingualism. Osló: Oslóarháskóli.

Finnur Friðriksson (2011, 27. október). Plats för språklig mångfald? Språkpolitik på nationell, institutionell och familjenivå i tre nordiska länder. Erindi flutt á Milipæl i nordisk fremtidsforskning på sprog- og kulturområdet. Nordisk forskerseminar i anledning af Islands Universitets 100-årsjubileum. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Hulda Ósk Harðardóttir (2012). Málfarslegt umhverfi tvítyngdra barna. Óbirt M.A.-ritgerð. Háskólinn á Akureyri, kennaradeild.


Útheimur 2011 Á leikskólanum Iðavelli á Akureyri hefur venjan verið sú að aðlögun nýrra barna og flutningur á milli deilda hefur að mestu farið fram að loknu sumarleyfi og elstu börnin klárað sína leikskólagöngu án þess að starfið með þeim breytist mikið. Útivera þeirra hefur þó lengst og farið er í lengri ferðir, en ekki hefur verið settur sérstakur rammi og skipulag fyrir þau síðustu vikur þeirra í leikskólanum. Sumarið 2011 var leikskólum Akureyrarbæjar úthlutað sumarlokun á þremur mismunandi tímum og loka skyldi í fjórar vikur í stað tveggja vikna eins og venjan hefur verið. Í leikskólanum Iðavelli var breytingunni mætt með því að búa til útideild (Útheimur) fyrir elstu börnin til að rýma til fyrir nýjum börnum. Gerð var rannsókn á því hvernig starfsmenn Iðavallar unnu úr þessum aðstæðum. Viðtöl voru tekin við skólastjórnendur og kennara og  fylgst með starfi á vettvangi. Niðurstöður rannsóknarinnar voru m.a. þær að „Útheims-verkefnið skilaði þekkingu og reynslu sem á eftir að skila sér í starfinu til langframa. Sumt yrði þó gert öðruvísi ef leikurinn yrði endurtekinn.
Rannsakendur: Anna Elísa Hreiðarsdóttir lektor HA og Eygló Björnsdóttir dósent HA.
Styrkir: Engir.
Birtingar: Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Eygló Björnsdóttir. (2011). Útheimur: „Við vorum þarna í hríðarbyl og hellidembu og það var bara allt í lagi“. Skýrsla um nýbreytni í skólastarfi unnin fyrir leikskólann Iðavöll

Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Eygló Björnsdóttir. (2012). Við reiknuðum nefnilega með því að það kæmi sumar! Erindi haldið á: Hugurinn ræður hálfum sigri - framþróun og fagmennska. Ráðstefna Miðstöðvar skólaþróunar, Háskólanum á Akureyri  28. apríl 2012.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu