Valmynd Leit

Raftímarit

Raftímaritið Íslenska þjóðfélagið

Íslenska þjóðfélaginu er ætlað að efla rannsóknir og fræðilega umræðu um íslenskt þjóðfélag sem tiltekið félagsfræðilegt viðfangsefni. Tímaritið er vettvangur fyrir fjölbreytilegar rannsóknir á íslenska þjóðfélaginu og hvatt er til framlags frá öllum sérsviðum félagsfræði og öðrum greinum félagsvísindinna sem hafa íslenskan félagsveruleika að viðfangsefni, til dæmis stjórnmálafræði, mannfræði, þjóðfræði, afbrotafræði, kynjafræði. Tímaritið er jafnframt opið fyrir framlögum fræðimanna úr öðrum fræðigreinum (t.d. landfræði, sagnfræði, menningarfræði eða hagfræði) sem aukið geta skilning á íslenska þjóðfélaginu sem félagsfræðilegu viðfangsefni.

Aðgangur að raftímaritinu er ókeypis á vefnum og hægt er að hafa samband við ritstjóra fyrir nánari upplýsingar, Ingi Rúnar Eðvarðsson (ire@unak.is) og Þóroddur Bjarnason (thorodd@unak.is).

 

Raftímaritið Nordicum-Mediterraneum

Út er komið nýtt tölublað raftímaritsins Nordicum-Mediterraneum en það er alþjóðlegur vettvangur fyrir þver- og fjölfaglega umræðu og miðlun fræðilegs efnis um málefni Miðjarðarhafslandanna á Norðurlöndunum og Norðurlandanna í Miðjarðarhafslöndunum. Nordicum-Mediterraneum er vettvangur fyrir umræðu um sameiginlegan uppruna þessara evróasísku þjóða og samanburðargreiningu á þeim.

Ritstjórar tímaritsins eru Dr Giorgio Baruchello lektor við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri og  Dott. Maurizio Tani stundakennari við Hugvísindadeild Háskóla Íslands.

Aðgangur að raftímaritinu er ókeypis á vefnum og tekið er á móti innsendum handritum hvenær sem er (giorgio@unak.is; maurizio@hi.is).

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu