Valmynd Leit

Sjávarútvegsmiđstöđin

Ráðstefnu um nýtingu loðnu í hálfa öld

Í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að íslendingar hófu hagnýtingu á loðnu var haldin ráðstefna við Háskólann á Akureyri föstudaginn 5. september 2014. 

Markmiðið með ráðstefnunni var að ná heildstæðu yfirliti um nýtingu á loðnu og sýna hvað hefur áunnist á fimmtíu árum. Farið var yfir stöðu stofnsins, þróun iðnaðar, helstu afurðir og markaði, efnahagslegt mikilvægi loðnu og möguleg sóknarfæri.

Ráðstefnan var vel sótt en um 85 manns sátu hana frá um 30 fyrirtækjum og samtökum í sjávarútvegi allstaðar að af landinu. Nemendur á sjávarútvegsbraut HA sóttu líka ráðstefnuna ásamt því að taka virkan þátt við undirbúning hennar m.a. með því að útbúa Facebooksíðu þar sem þeir færðu inn fréttir og samantekt fyrirlestra af ráðstefnunni jafn óðum.

Samantekt úr fyrirlestrum frá Sjávarútvegfræðinemum 

Glærur frá ráðstefnunni

Nánari upplýsingar veitir Hörður Sævaldsson, hordurs@unak.is


 

Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri

Sjávarútvegsmiðstöðin var formlega opnuð fimmtudaginn 16. apríl 2009, þegar samningur milli Háskólans á Akureyri og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins var undirritaður. Samninginn undirrituðu Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri. 

Sjávarútvegsmiðstöðinni við Háskólann á Akureyri er ætlað er að styðja við þá stefnu Háskólans á Akureyri [HA] að efla tengsl atvinnulífs og skóla; styrkja gagnkvæm tengsl og rannsóknir svo og að afla og miðla þekkingar innan sjávarútvegs.

Markmið miðstöðvarinnar er ennfremur  að styrkja forystuhlutverk HA á sviði menntunar og rannsókna í sjávarútvegi  með eflingu hagnýtra rannsókna, verkefna og kennslu tengdri sjávarútvegi. Í því felst m.a. að efla samstarf HA við atvinnugreinina, að stuðla að bættri ímynd sjávarútvegs meðal almennings og eflingu náms í sjávarútvegsfræðum við HA. Sjávarútvegsmiðstöðin mun leitast við að ná markmiðum sínum með því að:

  1. Afla og miðla upplýsingum til fyrirtækja og samstarfsaðila.
  2. Annast gerð rannsóknaráætlana og framkvæmd þeirra.
  3. Stuðla að nýsköpun og styðja við frumkvöðlastarfsemi í sjávarútvegi.
  4. Stuðla að samvinnu við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir, svo og aðra aðila, um málefni er varða sjávarútveg.
  5. Standa fyrir ráðstefnum, umræðufundum, námskeiðum, fyrirlestrum og annarri fræðslustarfsemi.
  6. Tengja nemendur HA við verkefni í fyrirtækjum. 
  7. Annast þjónusturannsóknir í eigin nafni.
  8. Safna upplýsingum um sjávarútveg í gagnagrunn sem nýtist í rannsóknum.
  9. Standa fyrir útgáfu rita og söfnun bóka, tímarita og annars efnis um sjávarútveg.

Námssviđ

Heilbrigðisvísindasvið

Viðskipta- og Raunvísindasvið

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasvið

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Sólborg v/norđurslóđ         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Skráđu ţig á póstlista HA

Fylgdu okkur eđa deildu