Valmynd Leit

Nýsköpun í sjávarútvegi

 

Á listanum hér til hliðar má sjá nýsköpunarhugmyndir sem tengjast sjávarútvegi eftir meginflokkum.

Verkefnahópur
Þær hugmyndir að verkefnum og öðrum aðgerðum sem koma fram hér eru teknar saman á hugarflugsfundi með starfsmönnum í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri, nemendum í sjávarútvegsfræðum af öllum árgöngum sem og útskrifuðum sjávarútvegsfræðingum. Markmiðið var að koma með eins margar hugmyndir að aðgerðum eða verkefnum tengdum sjávarútvegi og hægt væri. Var gengið í þetta með því hugarfari að ekkert væri bannað og látum við því allt standa hér. Við erum svo í litlum vafa um það að fleiri hugmyndir hefðu komið upp ef meiri tími hefði gefist. Margar þessara hugmynd hafa einnig eflaust skotið upp kollinum áður, ekkert er nýtt undir sólinni, en tími hefur ekki unnist til þess hér að fara yfir forsögu þeirra. Að neðan eru forsendur sem gefnar voru okkur við þessa vinnu og athugasemdir.

Skammtímaáhrif verkefna
Spara gjaldeyrisútstreymi (minnka innflutning)
Meira gjaldeyrisinnstreymi (auka útflutning)
Minnka atvinnuleysi (fjölga nemendum í skólum og auka atvinnu)

Langtímaáhrif
Fjölga störfum og auðga atvinnulífið (skjóta styrkari stoðum undir núverandi undirstoðir; sjávarútveg, álbræðslu, orkusölu og ferðamennsku)
Efling rannsókna og nýsköpunarstarfssemi

Annað
Er til aðstaða fyrir nýtt starfsfólk?
Er tími til að styðja við nýtt starfsfólk (kennarar og sérfræðingar)?
Úr hvaða stéttum er þörf á sérfræðingum? (viðskiptafræði/raungreinar)
Hvaðan koma nemendur? (Hvar er verið að segja upp starfsfólki)

Útskýringar
Sum verkefni er hægt að fara í strax önnur þurfa nánari skoðunar áður en lagt er af stað
Skoðun gæti falist í rannsókn t.d. nemendaverkefni
Þegar rætt er um sérfræðing að verkefni er átt við sérfræðing á viðkomandi sviði; fræðimann eða frumkvöðul (sem fengi styrk til að kanna forsendur fyrir verkefni).

Þakkir
Fjölmargir hafa komið að þessari vinnu en við viljum sérstaklega þakka Jóni Inga og Hildigunni Rut fyrir þeirra vinnuframlag.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu