Valmynd Leit

Ferđamennska tengd hafinu

Ferðamennska tengd hafinu er nú þegar talsverð við Ísland. Aukinn fj0ldi fólks kemur hingað sérstaklega til að skoða hvali eða stunda sjóstangaveiði. Bæði er þó í raun frekar nýtt af nálinni sé miðað við „hefðbundna" ferðamennsku sem snýst aðallega um fegurð og sérstöðu náttúru til lands. En einmitt vegna þess hve sjávartengd ferðamennska er ný af nálinni þá eru þar enn tækifæri til nýsköpunar.

Tækifærin liggja bæði í litlum og stórum framkvæmdum. Sumt þarf einungis smá undirbúningsvinnu og samantekt á gögnum og því sem hefur verið gert áður tengt verkefninu. Annað, eins og stórt sjávardýrasafn þarfnast mikils fjármagna. Þau verkefni væri þó hægt að byrja með litlu fjármagni, t.d. að gera fjárhagskönnun.

Þess má einnig geta að ferðamennska og rannsóknir eiga vel saman, Ferðamenn eru að leita að fróðleik og upplifun þannig að aukin þekking og rannsóknir styrkja ferðamennskuna. Ágætt dæmi um þetta eru ferðamennska og rannsóknir tengdar hvölum á Húsavík. Ferðamennska tengist einnig ímynd þannig að sjálfbær og skynsamleg nýting á lífverum hafsins fer vel saman við ferðamennsku.

Samstarf ferðamennsku og sjávarútvegs gæti einnig verið farsæl ef rétt er haldið á spöðunum. Margir erlendir aðilar vilja gjarnan fá að taka þátt í ævintýrum, auðjöfrar eru jafnvel tilbúnir að greiða háar fjárhæðir til þess að láta skjóta sér upp í geiminn, þrátt fyrir þá miklu hættu sem því fylgir. Við viljum einnig minna á að einn vinsælasti raunveruleika þáttur heimsins fjallar um krabbaveiðar við Alaska og þykja þeir sem þær stunda miklir karlmenn. Væru ýmsir því ekki tilbúnir til að borga fyrir að fara á sjó með íslensku skipi? annaðhvort í dagróðra á litlum bát eða lengri túr á togara sem áhafnarmeðlimur. Þetta yrði mikið ævintýri fyrir marga. Eflaust eru margar hliðar á þessu sem þarf að skoða betur í samráði við íslenska útgerðarmenn og sjómenn. 

Hér er samtals um 5 ársverk að ræða við undirbúning og rannsóknir, til lengri tíma gæti þetta allt skapað 70 störf. Óvissuþættir eru þó margir.

1. Stór sjávardýragarður um lífríki norðurslóða á Akureyri

Samstarfsaðilar: HA, Hafró, Akureyrarbær ofl
Mannafli við undirbúning: 1/2 ársverk við kostnaðar- og markaðsgreiningu, 1 árs verk við hönnun, fjölmörg störf við byggingu
Mannafli til langtíma: 20 til 40 ársverk
Tími: Hægt að byrja fljótlega og reisa á 3 árum
Kostnaður annar en vinnulaun: byggingakostnaður á stærðargráðunni 2 miljarðar

Stutt lýsing: Bygging veglegs sjávardýrasafns á Akureyri með áherslu á lífríki norðurslóða. Mikil forvinna hefur þegar verið unnin af áhugahóp um verkefnið en meir vinnu þarf til að gera góða kostnaðar- og markaðsúttekt. Nánari upplýsingar um verkefnið er hægt að fá hjá Hreiðar Þóri Valtýssyni hjá HA.

2.  Sjávarútvegssögu ferðamennska

Samstarfsaðilar: Ferðaþjónustuaðilar og fiskvinnslur
Mannafli við rannsókn og undirbúning:  Undirbúningur ¼ ársverk
Mannafli langtíma:  óvíst 
Tími: Hægt að byrja strax
Kostnaður annar en vinnulaun:  Lítill

Stutt lýsing: Menningar og kúltúrferð þar sem þemað er saga sjávarútvegs á Íslandi. Harðfiskur, saltfiskur, hákarl, síld, frosin fiskur og ferskur fiskur í þessari röð, sambærilega söfn og matur étinn í leiðinni.   Nátengt lið 6.

3.  Framleiðsla á minjagripum úr dýrum/skeljum (þurrka og gera handhægt)  

Samstarfsaðilar:  HA, Hafró, minjagripabúðir, Impra, sjávarútvegsfyrirtæki 
Mannafli við rannsókn og undirbúning:  ¼ ársverk
Mannafli langtíma: 1-3 ársverk 
Tími: ½ ár, hægt að byrja strax
Kostnaður annar en vinnulaun: Lítill

Stutt lýsing: Framleiðsla á minjagripum úr dýrum/skeljum. Mögulegar afurðir; Þurrkaðir fiskar, smáfiskar. Þurrkað krossfiskar. Skeljar (lyklakippur). Fjölmargar tegundir sjávarlífvera koma upp  með veiðarfærum fiski- og rannsóknaskipa, hvetja ætti sjómenn að halda þessum lífverum til haga (t.d. frysta um borð), síðan yrðu þær unnar nánar í landi. Fyrirmyndin af þessu er m.a. smábúðir á erlendum ferðamannastöðum sem selja fallegar skeljar og aðrar sjávarlífverur. Markhópur er ferðamenn innanlands; innlendir sem erlendir.  Yngri kynslóðinni gæti þótt afurðirnar spennandi, gæti aukið áhuga þeirra á sjávarútvegi (kallar á meiri áhuga á greininni). 

4.  Víkingaveiðar

Samstarfsaðilar:  Ferðaþjónustur, útgerðarmenn, sjómenn, bæjarfélög 
Mannafli við rannsókn og undirbúning:  ½  ársverk
Mannafli langtíma:  1-25 manns (hugsanlega mun fleiri) 
Tími: ½ ár við undirbúning, hægt að byrja strax
Kostnaður annar en vinnulaun:  Ferðalög til að kanna og kynna hugmyndina, þarf að gera ráð fyrir ferðalögum erlendis, áætlað um 1 milljón. 

Stutt lýsing: Bjóða erlendum/innlendum ferðamönnum að fara á sjó. Leyfa þeim að kynnast íslenskri sjómennsku og hvernig hlutirnir gerast. Hafa þá með sem virka þátttakendur. Hægt að bjóða uppá mislangar veiðiferðir eftir veiðarfæri: Línuveiðar - 1-2 dagar, handfæri - 1 dagur, botntrollsveiðar - 6-30 dagar, nótaveiðar - 1-10 dagar. Þetta myndi einnig teljast mjög áhugaverður möguleiki innanlands og myndi spara okkur mikinn gjaldeyrir ef að fólk færi að ferðast um ísland í stað þess að fara erlendis. Í tilfelli erlendra ferðamanna að þá myndi þetta auka gjaldeyristekjur landsmanna auk þess að renna styrkari stoðum undir útgerðir í smærri/stærri rekstri, styðja minni sjávarþorp og setja svip sinn á Íslenskan sjávarútveg. Verkefnið tæki um eitt ár að komast á skrið þar sem að markaðssetning tekur tíma. Þar að auki þyrfti að útfæra hugmyndina í samráði við hagsmunaaðila.

5.  Ylströnd Eyjafjarðar

Samstarfsaðilar:  Nýsköpunaraðilar, heilbrigðisráðuneytið, ferðaþjónustuaðilar, álþynnuverksmiðja. 
Mannafli við rannsókn og undirbúning:  ¼ ársverk sérfræðingur með umsjón, 1 Msc verkefni í viðskipta og markaðsfræði, 1 Msc verkefni í líffræði
Mannafli langtíma:  Ca 2 ársverk en fjöldi afleiddra starfa
Tími: 1 ár í rannsóknum, 1,5 ár í framkvæmd 
Kostnaður annar en vinnulaun: Óviss en hægt að nýta þekkingu frá Nauthólsvík 

Stutt lýsing: Þegar að lokið hefur verið við framkvæmdir á álþynnuverksmiðjunni sem að nú er að rísa út fyrir krossanesi, verður ljóst að umtalsvert mikið af heitu vatni mun streyma til hafs ónýtt ef ekkert verður að gert. Hugmyndin er sú að fara að frumkvæði Reykjarvíkur og útbúa ylströnd utan við Krossanes. Með því væri hægt að nýta 35°C heitt vatn sem að annars færi til spillis. Hvaða ferðamaður myndi ekki vilja geta farið í 25-35°C heitan sjó í -5°C frosti. Ströndin ætti að geta aukið aðdráttarafl og fengið ferðamenn til þess að opna pyngju sína. Ýmsar rannsóknir þarf að gera áður en hægt er að framkvæma hugmyndina s.s. gerlasýni, sjósýni, gæði vatns, straummælingar o.fl.

6.  Íslensk Sjávarútvegsmenning

Samstarfsaðilar: Matur úr héraði, sveitarfélög, Nýsköpunarmiðstöðvar, ferðamálaiðnaðurinn, Matvælasetur HA, sjávarútvegsbraut HA. 
Mannafli við rannsókn og undirbúning:  Sérfræðingur (1/4 ársverk), nemendaverkefni (1/4 ársverk)
Mannafli langtíma:  20 manns (hugsanlega mun fleiri) 
Tími: 1/2 ársverk við rannsóknir og undirbúning 
Kostnaður annar en vinnulaun: Ferðalög innanlands, áætlað um 200.000 kr

Stutt lýsing:  Ferðamennska og fróðleikur. Bjóða íslenskum/erlendum ferðamönnum á fyrirlesta/sýningar um hafið, sjávarafurðir, vinnslu og öllu öðru er tengist Íslenskum sjávarútveg.  Gaman væri að tengja þetta við matvælaiðnaðinn og bjóða uppá séríslenska sjávarrétti á meðan sýningum stendur(jafnvel að matreiða sjálf). Ferðamenn gætu því keypt "pakka" og ekið í kringum landið þar sem að þetta væri víða og allir með sína sérrétti.  Hvalaskoðun, selaskoðun, fuglaskoðun, sjóstangaveiðar, heimsóknir í hvalasafn, síldarsafn, hákarlasafn, selasafn ofl. Einnig hægt að skoða fiskvinnslur, togara og aðrar bát. Nota tækifærið til að efla umhverfisvæna ímynd íslensks sjávarútvegs.

7.  Persónulegur leiðsögumaður

Samstarfsaðilar:  Ferðaskrifstofur, háskólar
Mannafli við rannsókn og undirbúning:  Undirbúningur ¼ ársverk
Mannafli langtíma:  Óviss en ef vel tekst til gæti fjölmargir starfað við þetta, sérstakleg á sumrin
Tími: Byrja næsta vor 
Kostnaður annar en vinnulaun:  óverulegur 

Stutt lýsing: Persónulegur leiðsögumaður fyrir ferðamenn sem jafnframt hefur mjög góða þekkingu á einhverju sviði (allt frá því að vera prófessor og í það að þekkja næturlífið út og inn), sem að myndi fara með erlenda ferðamenn í ferðalag um svæðið með það í fyrirrúmi að ferðamaðurinn upplifi sig sem einstakan og fái að upplifa allt það sem að venjulegur íslendingur upplifir. Markhópur: skemmtiferðaskip en einnig aðrir. Tengingar: Sjávarútvegsferðamennska, matur úr héraði, gönguferðir í náttúru, gönguferðir í bænum, ferðir á tröllaskaga, söguleg tenging. Þegar í gangi nokkurs konar fylgdarmannsþjónusta í Reykjavík, hægt að útfæra á ýmsan hátt.

8.  Merkingar á hvölum með sendimerkjum

Samstarfsaðilar: HA og Hafró
Mannafli við rannsókn og undirbúning:  Undirbúningur ¼ ársverk
Mannafli langtíma:  Óvíst en mundi efla hvalaskoðunarferðamennsku
Tími: Hægt að byrja strax
Kostnaður annar en vinnulaun: Kaup á merkjum og sjótími til að merkja, ca 2 milljónir

Stutt lýsing: Nú nýlega tókst að merkja hnúfubak í Eyjafirði með gervihnattamerki, hægt var að fylgjast með ferðum hans í allangan tíma. EF fleiri hvali væri hægt að merkja svona væri hægt að efla mikið ferðamennsku tengdri hvalaskoðun. Ef vitað er hvar hvalurinn er þá fer minni tími í siglingu (og olíueyðslu) við að leit að hvölum, meiri líkur væru einnig á því að ferðamenn sæju hvali og færu því ánægðari heim.

9.     Sportköfunarparadís

Samstarfsaðilar: Íslenskir atvinnukafara, ferðaþjónuaðilar
Mannafli við rannsókn og undirbúning:  Undirbúningur ¼ ársverk
Mannafli langtíma:  Ca 5 ársverk 
Tími: Búið að undirbúa í vor og byrja í sumar
Kostnaður annar en vinnulaun:  Óviss

Stutt lýsing: Hér við Ísland er mjög margt áhugavert að skoða fyrir erlenda sportkafara. Hægt er að koma á skipulagðri ferðamennsku í kringum þetta, skoða Þingvelli, hverastrýtur í Eyjafirði, flök og fleira. 

 10.   Paradís auðjöfra

Samstarfsaðilar: Fasteignasölur
Mannafli við rannsókn og undirbúning:  Undirbúningur ¼ ársverk
Mannafli langtíma:  1-2 ársverk (markaðsfræðingur)
Tími: hálft ár í rannsókn 
Kostnaður annar en vinnulaun:  Ferðalög, ca 1 milljón

Stutt lýsing: Markaðssetja fasteignir með fallegu útsýni yfir hafið. Erlendis seljast eignir með útsýni yfir hafi á háu verði og því er vert að athuga hvort möguleiki sé á að selja fasteignir hér við sjávarsíðuna t.d. í Vaðlaheiðinni, í litlu sjávarþorpunum.  Útsýni er stór þáttur í vali erlendra auðjöfra á sumarhúsum/vetrarhúsum og ættum við að sjá leik á borði, selja ódýrar fasteignir á góðum stað.

11.     Hámeraveiðar

Samstarfsaðilar: Hafró og útgerðir
Mannafli við rannsókn og undirbúning:  Undirbúningur ¼ ársverk
Mannafli langtíma:  Ca 5 ársverk 
Tími: Hægt að byrja strax
Kostnaður annar en vinnulaun:  Óviss

Stutt lýsing: Sjóstangasportveiði hefur nú náð fótfestu hér á landi. Spurningin er hvernig hægt er að auka fjölbreytnina þar og fá erlenda ferðamenn til að eyða meiri gjaldeyri. Við erum því að velta því fyrir okkur hvað íslenska fisktegund er æsilegast að veiða. Hámerin gæti verið sú tegund, þetta er mjög kvikur og grimmilegur hákarl sem eflaust berst á móti. Þó er sá galli á gjöf Njarðar að lítið er vitað um þessa tegund. Fyrir nokkrum áratugum voru þó takmarkaðar veiðar á hámeri stundaðar frá Vestfjörðum og ef til vill einhver þekking til þar.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu