Valmynd Leit

Fiskeldi

Að mestum líkindum mun mesta stækkunin í sjávarútvegi á næstu áratugum vera í fiskeldi. Við Íslendingar höfum verið með ýmsar tilraunir í þessu á síðustu árum en af einhverjum ástæðum hefur eldi hér einungis að litlu leyti komist upp úr tilraunafasanum. Að okkar mati er þetta þó ekki spurning um hvort, heldur hvenær fiskeldi nær sér á strik hér og því afar mikilvægt að halda áfram tilraunum og stuðningi. Við lítum svo á að mikilvægustu tegundirnar hér í framtíðinni verði líklega þorskur, bleikja og kræklingur og þarf að styrkja vel rannsóknir á þessum tegundum til að vel verði. Tilraunaeldi á þessum tegundum hefur náð sér það vel á strik að við getum ekki listað þær hér fyrir neðan yfir nýsköpunarhugmyndir. Við stingum hinsvegar upp á nokkrum öðrum tegundum og aðgerðum sem reyna má.

1. Þörungarækt og ígulkeraeldi

Samstarfsaðilar: Nýsköpunarmiðstöðvar, HA, Matís 
Mannafli við rannsókn: ¼ ársverk sérfræðingur, 1 ársverk nemendaverkefni 
Mannafli langtíma: ca 3 ársverk 
Tími: hægt að byrja fljótlega
Kostnaður annar en vinnulaun: Aðstaða og ker, 5 milljónir

Stutt lýsing: Nota gamla símastaura og sökkva á grunnsævi og rækta söl. Sölina má nýta í margar vörur s.s. í matargerð og snyrtivörur. Sölvaframleiðsla væri hugsuð sem vannýtt afurð og góð aukabúgrein. Með sömu hugmynd mætti einnig rækta upp ígulker sem að myndi nærast á sölinni. Spurningin er hvað mun þetta kosta? hverjir eru markaðir fyrir söl/ígulker? er það arðbært?

2. Skrautfiskaeldi

Samstarfsaðilar: Nara - SriLanka 
Mannafli við rannsókn: ¼ ársverk sérfræðingur, 1 ársverk nemendaverkefni 
Mannafli langtíma: ca 5 ársverk
Tími: 1-2 mannár í rannsóknir 
Kostnaður annar en vinnulaun: aðstaða ca 10 milljónir 

Stutt lýsing: Skrautfiskaeldi - Nýta jarðvarma og gæði vatns í að ala fallega skrautfiska sem að seljast dýrum dómum erlendis. Markaðurinn í Florida er t.d. að velta milljónum dollara í skrautfiskaeldi. Samkeppnisstaða Íslands gæti verið góð en þarf þó að rannsaka. Af hverju ekki að taka upp eldi á skrautfiskum í stað matfiska? of áhættusamt? er eftirspurn þeirra háð hagsæld heimsins? Sýkingarhætta með frárennsli?

3. Risarækjueldi

Samstarfsaðilar: Orkuveita Reykjavíkur, Háskólinn á Akureyri 
Mannafli við undibúning: ¼ ársverk sérfræðingur 
Mannafli langtíma: 2- 5 ársverk
Tími: 3 ár í afurð 
Kostnaður annar en vinnulaun: 10-20 milljónir, aðstaða og ker

Stutt lýsing: Búið er að gera nokkrar rannsóknir á risarækjueldi og var það gert af OR. Þá var talið að eldið teldist ekki nægilega arðbært miðað við þáverandi ávöxtunarkröfu. Ljóst þykir að í dag hefur ávöxtunarkrafa eiginfjár lækkað umtalsvert og því ætti þessu hugmynd að fá góðan hljómgrunn. Vandinn er sá að ekki verður hægt að hefjast handa við eldið fyrr en framleiðsla við álþynnuverksmiðjuna hefur verið hafin. Vatnið sem að rennur út úr verksmiðjunni verður um 35°C heitt og án afskiptar myndi það renna ónýtt í hafið. Með svo hlýju vatni væri hægt að hafa hlýsjávartegundir í eldi og fá góðan vöxt á tímaeiningu.

4. Niðurgreiðsla á rafmagni

Samstarfsaðilar: Rafmagnsveitu 
Mannafli: enginn
Tími: Strax
Kostnaður annar en vinnulaun: enginn

Stutt lýsing: Niðurgreiða rafmagn til fiskeldis og annarrar vel skilgreindrar nýsköpunar.

5. Einfalda reglugerðaverk

Samstarfsaðilar: Ríkið 
Mannafli: ¼ ársverk
Tími: Strax
Kostnaður annar en vinnulaun: enginn 

Stutt lýsing: Núverandi reglugerðaverk og leyfisveitingakerfi er flókið. Fiskeldið ætti meiri tíma aflögu til að sinna raunverulega fiskeldi ef þetta kerfi yrði einfaldað. Reiknum hér með ¼ ársverki við að fara vel yfir reglugerðarverkið til að einfalda.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu